Umbót svarar kallinu! - Skólafélagsráðgjafa í skólana okkar Margrét Þórararinsdóttir og Úlfar Guðmundsson skrifa 11. maí 2022 10:16 Þörfin: Á síðastliðnum áratugum hefur orðið breyting á okkar samfélagi á landsvísu. Félagsmótunarhlutverk skóla hefur aukist sem hefur aukið álag á kennara og starfsfólk grunnskóla til að sinna ekki bara kennslu heldur einnig velferð og vellíðan nemenda. Ein af grundvallar stefnumálum Umbótar fyrir kosningarnar er að ráða skólafélagsráðgjafa í skólana okkar. Hugmyndafræðin: Af hverju skólafélagsráðgjafi? Verksvið skólafélagsráðgjafa er fjölbreytt, en þeir leitast við að hafa heildarsýn yfir aðstæður. Það felur í sér samskipti á milli heimilis og skóla, beina ráðgjöf við nemendur og fjölskyldur, ásamt því að veita kennurum handleiðslu og ráðgjöf. Ungmenni okkar verða fyrir ýmsum hindrunum í einkalífi, í fjölskyldulífi og innan skólakerfisins. Áherslur skólafélagsráðgjafa ná yfir allt það í lífi barna sem hefur truflandi áhrif á menntun þeirra og lífsgæði. Skólafélagsráðgjöf hefur að markmiði að fjarlægja hindranir og skapa skólaumhverfi sem ýtir undir árangur fyrir öll börn og örva félagslegan og tilfinningalegan þroska nemenda. Skólafélagsráðgjafar leika mismunandi hlutverk í tengslum við ólíka hópa nemenda í áhættuhópum. Fyrst og fremst er mikilvægt að þekkja þá hópa nemenda sem eru í áhættu, ganga í gegnum erfiðleika og eiga erfitt með að standast kröfur skólans. Þess vegna skiptir snemmbær íhlutun og forvarnir miklu máli. Skólafélagsráðgjafar mynda mikilvæga brú á milli skóla, fjölskyldu og samfélags. Vandamál sem barn eða ungmenni glímir við í grunnskóla verða alvarlegri og kostnaðasamari ef ekki er brugðist við strax í upphafi. Lausnin: Við í Umbót viljum ráða til starfa til að byrja með tvo skólafélagsráðgjafa sem myndu starfa miðlægt frá fræðsluskrifstofunni og fara inn í hvern skóla. Við viljum í kjölfarið meta og þarfagreina frekar verkefnið í samvinnu við skóla og foreldra eftir tvö ár. Kostnaðurinn: Kostnaðurinn við verkefnið er 26-30 milljónir á ársgrundvelli. Við í Umbót erum viss um að þeim fjármunum er vel varið og skynsamleg lausn til að svara ákallinu. Auka þarf strax sérfræðiþekkingu innan skólakerfisins, gæta að hag barna og ungmenna okkar, vera til staðar fyrir foreldra og auka ráðgjöf og handleiðslu til kennara. Verkefnið er mikilvægt. Við þurfum þinn stuðning til góðra verka í þágu barnanna okkar. X - U Höfundar skipa 1. og 4. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Félagsmál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Þörfin: Á síðastliðnum áratugum hefur orðið breyting á okkar samfélagi á landsvísu. Félagsmótunarhlutverk skóla hefur aukist sem hefur aukið álag á kennara og starfsfólk grunnskóla til að sinna ekki bara kennslu heldur einnig velferð og vellíðan nemenda. Ein af grundvallar stefnumálum Umbótar fyrir kosningarnar er að ráða skólafélagsráðgjafa í skólana okkar. Hugmyndafræðin: Af hverju skólafélagsráðgjafi? Verksvið skólafélagsráðgjafa er fjölbreytt, en þeir leitast við að hafa heildarsýn yfir aðstæður. Það felur í sér samskipti á milli heimilis og skóla, beina ráðgjöf við nemendur og fjölskyldur, ásamt því að veita kennurum handleiðslu og ráðgjöf. Ungmenni okkar verða fyrir ýmsum hindrunum í einkalífi, í fjölskyldulífi og innan skólakerfisins. Áherslur skólafélagsráðgjafa ná yfir allt það í lífi barna sem hefur truflandi áhrif á menntun þeirra og lífsgæði. Skólafélagsráðgjöf hefur að markmiði að fjarlægja hindranir og skapa skólaumhverfi sem ýtir undir árangur fyrir öll börn og örva félagslegan og tilfinningalegan þroska nemenda. Skólafélagsráðgjafar leika mismunandi hlutverk í tengslum við ólíka hópa nemenda í áhættuhópum. Fyrst og fremst er mikilvægt að þekkja þá hópa nemenda sem eru í áhættu, ganga í gegnum erfiðleika og eiga erfitt með að standast kröfur skólans. Þess vegna skiptir snemmbær íhlutun og forvarnir miklu máli. Skólafélagsráðgjafar mynda mikilvæga brú á milli skóla, fjölskyldu og samfélags. Vandamál sem barn eða ungmenni glímir við í grunnskóla verða alvarlegri og kostnaðasamari ef ekki er brugðist við strax í upphafi. Lausnin: Við í Umbót viljum ráða til starfa til að byrja með tvo skólafélagsráðgjafa sem myndu starfa miðlægt frá fræðsluskrifstofunni og fara inn í hvern skóla. Við viljum í kjölfarið meta og þarfagreina frekar verkefnið í samvinnu við skóla og foreldra eftir tvö ár. Kostnaðurinn: Kostnaðurinn við verkefnið er 26-30 milljónir á ársgrundvelli. Við í Umbót erum viss um að þeim fjármunum er vel varið og skynsamleg lausn til að svara ákallinu. Auka þarf strax sérfræðiþekkingu innan skólakerfisins, gæta að hag barna og ungmenna okkar, vera til staðar fyrir foreldra og auka ráðgjöf og handleiðslu til kennara. Verkefnið er mikilvægt. Við þurfum þinn stuðning til góðra verka í þágu barnanna okkar. X - U Höfundar skipa 1. og 4. sæti á lista Umbótar í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun