Laxeldi í Seyðisfirði má hindra! Helgi Hlynur Ásgrímsson, Ásrún Mjöll Stefánsdóttir og Pétur Heimisson skrifa 11. maí 2022 07:45 Nýverið, sjö árum eftir upphaf laxeldisáforma í Seyðisfirði héldu forsvarsmenn eldisins loks upplýsingafund um sín áform. Þá voru 15 mánuðir síðan sveitarstjóri Múlaþings tók við undirskriftum 55% Seyðfirðinga sem mótmæltu laxeldinu afdráttarlaust. Skipulagsstofnun hefur tíundað margt sem mælir gegn laxeldinu. Pólitísk öfl í Múlaþingi, önnur en VG, láta sem þau geti ekkert aðhafst varðandi framgang laxeldisáformanna, eða þora þau ekki? Að þora að hafa skoðun Framboð VG hefur eitt framboða í Múlaþingi lýst algjörri andstöðu við laxeldi í Seyðisfirði og líka vilja til að koma í veg fyrir það. Aðrir oddvitar telja sig ekkert geta aðhafst í þá veru. Er það misskilningur eða kannski fyrirsláttur, til að forðast slaginn? Vissulega hefur Múlaþing ekki skipulagslegt forræði yfir áformuðum kvíastæðum, nokkuð sem kjörnir fulltrúar telja allir óeðlilegt. Við njótum samt skoðanafrelsis og það að hafa ekki skipulagsforræðið rænir engan því frelsi. Fulltrúar geta lýst sig andvíga eldinu og tekið afstöðu með mótmælendum og náttúru. Þeir geta líka gengið lengra og fh. sveitarstjórnar synjað laxeldisfyrirtækinu um ákveðin skipulagsleg atriði sem til staðar þurfa að vera í landi svo laxeldið geti hafist. Það skipulag er á hendi sveitarstjórnar og full ástæða til að láta á það reyna og það fyrir dómi ef þörf krefur. Kjósum með íbúalýðræði Fulltrúar VG í sveitarstjórn og í fagráðum Múlaþings hafa markvisst unnið gegn áformuðu laxeldi og gera áfram fái þeir til þess traust kjósenda. Neiti Múlaþing laxeldisfyrirtækinu um tiltekið skipulag í landi, þá fælust í því skýr skilaboð um að sveitarstjórnin taki undir andstöðu íbúanna. Það ásamt með þeim yfirlýsta vilja talsmanna eldisins, að hefja það í sátt við nærsamfélagið ætti að nægja þeim til að velja sér önnur og þarfari verkefni. Slíkt kallast að virða andstöðu og vera sér samkvæmur og að því er sómi. Hugsaðu málið kjósandi góður. Kannski kemur að því að einhver mætir í þinn bakgarð og vill troða í hann gróðamaskínu fyrir sig og sína. Það gæti hindrað þig í að nostra þar og njóta á þann hátt sem þú hafðir valið að gera og ætlaðir að halda áfram að gera. Málið er í þínum höndum, endilega mættu á kjörstað 14. maí og tjáðu þína skoðun. Taktu afstöðu með íbúalýðræði, kjóstu VG! Höfundar skipa 1.-3. sæti á lista Vinstri grænna í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Múlaþing Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Nýverið, sjö árum eftir upphaf laxeldisáforma í Seyðisfirði héldu forsvarsmenn eldisins loks upplýsingafund um sín áform. Þá voru 15 mánuðir síðan sveitarstjóri Múlaþings tók við undirskriftum 55% Seyðfirðinga sem mótmæltu laxeldinu afdráttarlaust. Skipulagsstofnun hefur tíundað margt sem mælir gegn laxeldinu. Pólitísk öfl í Múlaþingi, önnur en VG, láta sem þau geti ekkert aðhafst varðandi framgang laxeldisáformanna, eða þora þau ekki? Að þora að hafa skoðun Framboð VG hefur eitt framboða í Múlaþingi lýst algjörri andstöðu við laxeldi í Seyðisfirði og líka vilja til að koma í veg fyrir það. Aðrir oddvitar telja sig ekkert geta aðhafst í þá veru. Er það misskilningur eða kannski fyrirsláttur, til að forðast slaginn? Vissulega hefur Múlaþing ekki skipulagslegt forræði yfir áformuðum kvíastæðum, nokkuð sem kjörnir fulltrúar telja allir óeðlilegt. Við njótum samt skoðanafrelsis og það að hafa ekki skipulagsforræðið rænir engan því frelsi. Fulltrúar geta lýst sig andvíga eldinu og tekið afstöðu með mótmælendum og náttúru. Þeir geta líka gengið lengra og fh. sveitarstjórnar synjað laxeldisfyrirtækinu um ákveðin skipulagsleg atriði sem til staðar þurfa að vera í landi svo laxeldið geti hafist. Það skipulag er á hendi sveitarstjórnar og full ástæða til að láta á það reyna og það fyrir dómi ef þörf krefur. Kjósum með íbúalýðræði Fulltrúar VG í sveitarstjórn og í fagráðum Múlaþings hafa markvisst unnið gegn áformuðu laxeldi og gera áfram fái þeir til þess traust kjósenda. Neiti Múlaþing laxeldisfyrirtækinu um tiltekið skipulag í landi, þá fælust í því skýr skilaboð um að sveitarstjórnin taki undir andstöðu íbúanna. Það ásamt með þeim yfirlýsta vilja talsmanna eldisins, að hefja það í sátt við nærsamfélagið ætti að nægja þeim til að velja sér önnur og þarfari verkefni. Slíkt kallast að virða andstöðu og vera sér samkvæmur og að því er sómi. Hugsaðu málið kjósandi góður. Kannski kemur að því að einhver mætir í þinn bakgarð og vill troða í hann gróðamaskínu fyrir sig og sína. Það gæti hindrað þig í að nostra þar og njóta á þann hátt sem þú hafðir valið að gera og ætlaðir að halda áfram að gera. Málið er í þínum höndum, endilega mættu á kjörstað 14. maí og tjáðu þína skoðun. Taktu afstöðu með íbúalýðræði, kjóstu VG! Höfundar skipa 1.-3. sæti á lista Vinstri grænna í Múlaþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar