Reykjavík – framsækin menningarborg Birna Hafstein skrifar 11. maí 2022 10:31 Í nútímasamfélagi gegnir menningarstarfsemi lykilhlutverki. Hér á landi erum við svo lánsöm að eiga magnaða listamenn í öllum listgreinum sem skapa ómetanleg verðmæti fyrir samfélagið okkar. Listir og menning eru mótunarafl í samfélaginu og skapandi drifkraftur. Að þessu þarf að hlúa og það ætlum við í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að gera með því að greiða veginn fyrir: Framsækinni og skemmtilegri borg sem vex í takt við nútímann með lifandi menningu, lýðheilsusjónarmið og umhverfisvitund að leiðarljósi. Keppninni um fólk í alþjóðlegum heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Spennandi borg meðal borga fyrir alla – heimamenn, ferðamenn og ekki síður erlenda sérfræðinga sem vilja koma hingað til starfa. Öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi þar sem einstaklingar og fyrirtæki fá að vaxa og dafna án íþyngjandi boða og banna. Jákvæðum hvötum til uppbyggingar á nýsköpun, hugviti og skapandi greinum. Listkennsla Vaxtarbroddur nýrra starfa liggur í hinu óhefðbundna og við veðjum óhrædd á sköpun. Listir, menning, hugverkaiðnaður, nýsköpun; allt þetta er hluti af hinum skapandi greinum. Borgin þarf að innleiða hugsun og sýn með það fyrir augum að stuðla að framþróun þessara greina og búa til sterkari grunn til að hægt sé að skapa ný og fleiri tækifæri á þessum sviðum. Við ætlum að auka vægi list- verk- og tæknigreina í skólastarfi. Við viljum tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að þroska hæfileika sína og verða það sem þau vilja. Við eigum að vera leiðandi í þessu efni, vera frumkvöðlar og hafa hugrekki til að tileinka okkur nýjar aðferðir, feta ótroðnar brautir samfélaginu til heilla. Sjálfstætt starfandi listafólk Stærsti hópur listamanna hér á landi er sjálfstætt starfandi. Við ætlum að sjá til þess að stuðningur við grasrót lista og menningar hér í Reykjavík verði stórefldur. Til stendur að stækka sjóði eins og Menningarsjóð og Borgarhátíðasjóð í því skyni að efla fjölbreytta listaflóru borgarinnar. Við sjálfstæðismenn teljum slíkar aðgerðir auk þess einfaldlega arðbæra fjárfestingu. Við ætlum að bæta og efla faglega vinnuaðstöðu og rými fyrir listamenn, til að mynda að Korpúlfsstöðum. Við viljum danshús Sviðslistaumhverfið á Íslandi er bæði öflugt og framsækið og á erindi við umheiminn. Brýnt er að finna danslistafólki varanlegan samastað í Reykjavík. Reynslan erlendis frá hefur sýnt og sannað að með stofnun danshúss eykst áhorfandafjöldi til muna, hvort sem horft er til íbúa eða þeirra sem sækja borgir heim. Á síðustu árum hafa hin Norðurlöndin öll komið upp danshúsum með glæsilegum árangri. Þannig stuðlum við að framgangi og vexti greinarinnar hér heima, aukum framboð og eflum menningartengda ferðaþjónustu. Þetta er verkefni sem ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eiga að sameinast um og styrkja um leið þá ímynd að Íslandi bjóði upp á margt fleira en fallegt landslag. Að á Íslandi búi áhugavert, skapandi fólk og að Reykjavík sé suðupottur menningar og lista. Skapandi fólk – spennandi borg Reykjavík á að sækja fram sem alþjóðleg menningarborg. Höfuðborg landsins á að byggja undir að listir, menning og skapandi greinar skipi sem stærstan sess í framtíðarsýn þjóðarinnar. Það er í þessum greinum sem dýrmætasti auður okkar hér á Íslandi leynist - í skapandi hugsun og skapandi fólki. Höfundur er formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og á sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi gegnir menningarstarfsemi lykilhlutverki. Hér á landi erum við svo lánsöm að eiga magnaða listamenn í öllum listgreinum sem skapa ómetanleg verðmæti fyrir samfélagið okkar. Listir og menning eru mótunarafl í samfélaginu og skapandi drifkraftur. Að þessu þarf að hlúa og það ætlum við í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að gera með því að greiða veginn fyrir: Framsækinni og skemmtilegri borg sem vex í takt við nútímann með lifandi menningu, lýðheilsusjónarmið og umhverfisvitund að leiðarljósi. Keppninni um fólk í alþjóðlegum heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Spennandi borg meðal borga fyrir alla – heimamenn, ferðamenn og ekki síður erlenda sérfræðinga sem vilja koma hingað til starfa. Öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi þar sem einstaklingar og fyrirtæki fá að vaxa og dafna án íþyngjandi boða og banna. Jákvæðum hvötum til uppbyggingar á nýsköpun, hugviti og skapandi greinum. Listkennsla Vaxtarbroddur nýrra starfa liggur í hinu óhefðbundna og við veðjum óhrædd á sköpun. Listir, menning, hugverkaiðnaður, nýsköpun; allt þetta er hluti af hinum skapandi greinum. Borgin þarf að innleiða hugsun og sýn með það fyrir augum að stuðla að framþróun þessara greina og búa til sterkari grunn til að hægt sé að skapa ný og fleiri tækifæri á þessum sviðum. Við ætlum að auka vægi list- verk- og tæknigreina í skólastarfi. Við viljum tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að þroska hæfileika sína og verða það sem þau vilja. Við eigum að vera leiðandi í þessu efni, vera frumkvöðlar og hafa hugrekki til að tileinka okkur nýjar aðferðir, feta ótroðnar brautir samfélaginu til heilla. Sjálfstætt starfandi listafólk Stærsti hópur listamanna hér á landi er sjálfstætt starfandi. Við ætlum að sjá til þess að stuðningur við grasrót lista og menningar hér í Reykjavík verði stórefldur. Til stendur að stækka sjóði eins og Menningarsjóð og Borgarhátíðasjóð í því skyni að efla fjölbreytta listaflóru borgarinnar. Við sjálfstæðismenn teljum slíkar aðgerðir auk þess einfaldlega arðbæra fjárfestingu. Við ætlum að bæta og efla faglega vinnuaðstöðu og rými fyrir listamenn, til að mynda að Korpúlfsstöðum. Við viljum danshús Sviðslistaumhverfið á Íslandi er bæði öflugt og framsækið og á erindi við umheiminn. Brýnt er að finna danslistafólki varanlegan samastað í Reykjavík. Reynslan erlendis frá hefur sýnt og sannað að með stofnun danshúss eykst áhorfandafjöldi til muna, hvort sem horft er til íbúa eða þeirra sem sækja borgir heim. Á síðustu árum hafa hin Norðurlöndin öll komið upp danshúsum með glæsilegum árangri. Þannig stuðlum við að framgangi og vexti greinarinnar hér heima, aukum framboð og eflum menningartengda ferðaþjónustu. Þetta er verkefni sem ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eiga að sameinast um og styrkja um leið þá ímynd að Íslandi bjóði upp á margt fleira en fallegt landslag. Að á Íslandi búi áhugavert, skapandi fólk og að Reykjavík sé suðupottur menningar og lista. Skapandi fólk – spennandi borg Reykjavík á að sækja fram sem alþjóðleg menningarborg. Höfuðborg landsins á að byggja undir að listir, menning og skapandi greinar skipi sem stærstan sess í framtíðarsýn þjóðarinnar. Það er í þessum greinum sem dýrmætasti auður okkar hér á Íslandi leynist - í skapandi hugsun og skapandi fólki. Höfundur er formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og á sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun