Dýrkeypt fjarlægð milli barna og sálfræðinga Kolbrún Baldursdóttir skrifar 11. maí 2022 12:00 Árum saman hef ég sem sálfræðingur og borgarfulltrúi barist fyrir því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum sjálfum frekar en á þjónustumiðstöðvum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur hunsað þetta mikilvæga mál. Hinn 27. júní 2018 lagði ég sem borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu í Skóla- og frístundarráði um að skólasálfræðingur væri í hverjum skóla í Reykjavík og að skólar yrðu valdefldir með þeim hætti að þeir réðu sjálfir til sín skólasálfræðinga með aðsetur í skólum og tækju við verkbeiðnum frá nemendaverndarráðum. Í lögum segir að börn skuli hafa aðgang að sérfræðiþjónustu þar á meðal sálfræðiþjónustu. Tillögunni var vísað til velferðarráðs þar sem henni var hafnað. Biðlisti barna lengst á kjörtímabilinu vegna m.a. fjölgunar tilvísana Sálfræðingar hafa aðsetur á þjónustumiðstöðvum og ferðast þaðan út í þá skóla sem þeim ber að sinna til að þjónusta börn. Á biðlista eftir fagfólki skóla eru nú rúmlega 1800 börn og þar af rúmlega 1000 börn sem bíða eftir sálfræðiþjónustu af einhverju tagi, ýmist viðtölum eða greiningu. Stöðugildi sálfræðinga eru 25,8 sem þjónusta 80 leikskóla og 44 grunnskóla. Áætlað er að u.þ.b. 10 stöðugildi sinni leikskólum og 15,8 sinni grunnskólum borgarinnar. Hinn 4. maí fékk ég svar frá velferðarsviði við eftirfarandi fyrirspurn um kostnað við ferðir sálfræðinga út í skólana, sundurliðun eftir hverfum og eftir ferðamáta:Kostnaður við ferðir sálfræðinga út í skóla með leigubíl er 1.555.359Kostnaður vegna aksturssamninga er 1.821.255Heildarkostnaður 2.852.968 Af svari má sjá að kostnaður við ferðir sálfræðinga til og frá skóla er talsverður en sálfræðingar fara ýmist með leigubílum eða eru með aksturssamninga. Um er að ræða 31 sálfræðing og er meðalkostnaður á hvern tæp hálf milljón. Ef horft er á þetta raunsætt vekur það ekki mikla furðu hvað illa gengur að vinna niður biðlista barna til sálfræðinga og annarra fagaðila skóla s.s. talmeinafræðinga. Biðlistinn hefur lengst gríðarlega en hann var 400 börn árið 2018. Við listann hafa bæst um 1500 börn á kjörtímabilinu. Hvorki í þágu barna né kennara Óskiljanlegt er af hverju þessu er ekki breytt. Að sálfræðingar hafi aðsetur á þjónustumiðstöðvum frekar en út í skólum er bæði óhagkvæmt og hvorki í þágu barnanna né kennara. Sálfræðingar eiga að hafa aðsetur í skólum til að sinna málum barnanna í nálægð og þá sparast háar upphæðir sem fara í leigubílakostnað svo ekki sé minnst á tímann sem tekur að fara á milli staða. Ég var sjálf um 10 ára skeið skólasálfræðingur í Hafnarfirði og var með skrifstofu í skólanum. Þar gat ég verið til taks, veitt ráðgjöf til kennara og foreldra eftir atvikum milli þess sem ég var með börn í viðtölum og greiningu. Ein af þeim rökum sem nefnd hafa verið sem stríðir gegn því að sálfræðingar hafi aðstöðu í skólum er plássleysi. Það kann að vera raunverulegt í sumum skólum en dæmi eru um ýmsar lausnir. Ein slík er að hjúkrunarfræðingur skóla og sálfræðingur skipti með sér skrifstofu. Það er sýnilegur hagur allra að hafa sálfræðinga skóla alfarið innan veggja skólanna og því má telja víst að plássleysi verði ekki ástæða til að hindra það. Fái Flokkur fólksins framgang í komandi kosningum 14. maí mun það vera eitt af fyrstu verkum flokksins að skoða með markvissum hætti með skólastjórnendum hvort hægt sé að flytja aðsetur þeirra út í skólanna. Annað brýnt verkefni er að auka fjárheimildir til velferðarsviðs til að hægt sé að fjölga sálfræðingum skóla svo vinna megi markvisst að því að eyða biðlistum sem hefur verið svartur blettur borgarstjórnarmeirihlutans í mörg ár. Höfundur er sálfræðingur, oddviti Flokks fólksins og skipar 1. sæti á lista flokksins í komandi borgarstjórnakosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Árum saman hef ég sem sálfræðingur og borgarfulltrúi barist fyrir því að sálfræðingar hafi aðsetur í skólunum sjálfum frekar en á þjónustumiðstöðvum. Borgarstjórnarmeirihlutinn hefur hunsað þetta mikilvæga mál. Hinn 27. júní 2018 lagði ég sem borgarfulltrúi Flokks fólksins fram tillögu í Skóla- og frístundarráði um að skólasálfræðingur væri í hverjum skóla í Reykjavík og að skólar yrðu valdefldir með þeim hætti að þeir réðu sjálfir til sín skólasálfræðinga með aðsetur í skólum og tækju við verkbeiðnum frá nemendaverndarráðum. Í lögum segir að börn skuli hafa aðgang að sérfræðiþjónustu þar á meðal sálfræðiþjónustu. Tillögunni var vísað til velferðarráðs þar sem henni var hafnað. Biðlisti barna lengst á kjörtímabilinu vegna m.a. fjölgunar tilvísana Sálfræðingar hafa aðsetur á þjónustumiðstöðvum og ferðast þaðan út í þá skóla sem þeim ber að sinna til að þjónusta börn. Á biðlista eftir fagfólki skóla eru nú rúmlega 1800 börn og þar af rúmlega 1000 börn sem bíða eftir sálfræðiþjónustu af einhverju tagi, ýmist viðtölum eða greiningu. Stöðugildi sálfræðinga eru 25,8 sem þjónusta 80 leikskóla og 44 grunnskóla. Áætlað er að u.þ.b. 10 stöðugildi sinni leikskólum og 15,8 sinni grunnskólum borgarinnar. Hinn 4. maí fékk ég svar frá velferðarsviði við eftirfarandi fyrirspurn um kostnað við ferðir sálfræðinga út í skólana, sundurliðun eftir hverfum og eftir ferðamáta:Kostnaður við ferðir sálfræðinga út í skóla með leigubíl er 1.555.359Kostnaður vegna aksturssamninga er 1.821.255Heildarkostnaður 2.852.968 Af svari má sjá að kostnaður við ferðir sálfræðinga til og frá skóla er talsverður en sálfræðingar fara ýmist með leigubílum eða eru með aksturssamninga. Um er að ræða 31 sálfræðing og er meðalkostnaður á hvern tæp hálf milljón. Ef horft er á þetta raunsætt vekur það ekki mikla furðu hvað illa gengur að vinna niður biðlista barna til sálfræðinga og annarra fagaðila skóla s.s. talmeinafræðinga. Biðlistinn hefur lengst gríðarlega en hann var 400 börn árið 2018. Við listann hafa bæst um 1500 börn á kjörtímabilinu. Hvorki í þágu barna né kennara Óskiljanlegt er af hverju þessu er ekki breytt. Að sálfræðingar hafi aðsetur á þjónustumiðstöðvum frekar en út í skólum er bæði óhagkvæmt og hvorki í þágu barnanna né kennara. Sálfræðingar eiga að hafa aðsetur í skólum til að sinna málum barnanna í nálægð og þá sparast háar upphæðir sem fara í leigubílakostnað svo ekki sé minnst á tímann sem tekur að fara á milli staða. Ég var sjálf um 10 ára skeið skólasálfræðingur í Hafnarfirði og var með skrifstofu í skólanum. Þar gat ég verið til taks, veitt ráðgjöf til kennara og foreldra eftir atvikum milli þess sem ég var með börn í viðtölum og greiningu. Ein af þeim rökum sem nefnd hafa verið sem stríðir gegn því að sálfræðingar hafi aðstöðu í skólum er plássleysi. Það kann að vera raunverulegt í sumum skólum en dæmi eru um ýmsar lausnir. Ein slík er að hjúkrunarfræðingur skóla og sálfræðingur skipti með sér skrifstofu. Það er sýnilegur hagur allra að hafa sálfræðinga skóla alfarið innan veggja skólanna og því má telja víst að plássleysi verði ekki ástæða til að hindra það. Fái Flokkur fólksins framgang í komandi kosningum 14. maí mun það vera eitt af fyrstu verkum flokksins að skoða með markvissum hætti með skólastjórnendum hvort hægt sé að flytja aðsetur þeirra út í skólanna. Annað brýnt verkefni er að auka fjárheimildir til velferðarsviðs til að hægt sé að fjölga sálfræðingum skóla svo vinna megi markvisst að því að eyða biðlistum sem hefur verið svartur blettur borgarstjórnarmeirihlutans í mörg ár. Höfundur er sálfræðingur, oddviti Flokks fólksins og skipar 1. sæti á lista flokksins í komandi borgarstjórnakosningum.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun