Tími kominn á innhverfin Hjálmar Sveinsson skrifar 11. maí 2022 12:46 Reykjavík byggðist í marga áratugi út á við. Í meira en 50 ár fólst allur vöxtur borgarinnar í því að byggja ný og ný úthverfi. Sífellt meira land var brotið undir nýja byggð, vegalengdir jukust, erfiðara varð um alla þjónustu og kostnaður við gerð innviða jókst stöðugt. Við eigum mörg góða úthverfi. Við þurfum ekki fleiri í bili. Nú er kominn tími á innhverfin. Það er komið að hverfunum sem við búum í, nýjum og gömlum. Við þurfum að fjárfesta í þeim næstu 10 árin. Sú fjárfesting er reyndar hafin af fullum krafti. Bylting hefur átt sé stað í gerð hjólastíga um alla borg, enda hefur hjólreiðafólki fjölgað verulega, skólalóðir hafa verið endurbættar í stórum stíl, sama er segja um hverfissundlaugar, gerð hafa verið falleg torg, bókasöfn eru smám saman að breytast í menningarhús, fjölnota íþróttahús hafa risið og aðstaða fyrir fimleika stórbætt. Og framtíðarsýnin er skýr. Í Græna planinu, fjárfestingaáætlun Reykjavíkur til 2030, eru lagðar línur fyrir grænar fjárfestingar og kraftmikla innviðauppbyggingu í öllum hverfum. Það þýðir að á næstu árum verður fjárfest fyrir tugi milljarða í hverfunum sem við búum í nú þegar. Leikskólar og grunnskólar munu rísa í þeim hverfum innan borgarmarkanna sem nú eru að byggjast býsna hratt. Skólar í grónum hverfum verða stækkaðir, áhersla verður lögð á græn svæði, gott aðgengi, list og menningu, hverfiskjarna, torg, göngugötur borgargötur, hjólastíga, endurbætur á Ylströnd og sérakreinar fyrir Borgarlínu, náttúrulaug í Fossvogsdal og verulegar endurbætur á Laugardalslaug. Þetta eru fjárfestingar í lífgæðum í hverfunum okkar Hugmyndir um að hefja á ný útþenslu byggðarinnar og þar með dreifingu hennar ganga gegn þessari áætlun og munu kippa fótunum undan mikilvægri fjárfestingu í hverfunum okkar næstu 10 árin. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skipulag Mest lesið Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík byggðist í marga áratugi út á við. Í meira en 50 ár fólst allur vöxtur borgarinnar í því að byggja ný og ný úthverfi. Sífellt meira land var brotið undir nýja byggð, vegalengdir jukust, erfiðara varð um alla þjónustu og kostnaður við gerð innviða jókst stöðugt. Við eigum mörg góða úthverfi. Við þurfum ekki fleiri í bili. Nú er kominn tími á innhverfin. Það er komið að hverfunum sem við búum í, nýjum og gömlum. Við þurfum að fjárfesta í þeim næstu 10 árin. Sú fjárfesting er reyndar hafin af fullum krafti. Bylting hefur átt sé stað í gerð hjólastíga um alla borg, enda hefur hjólreiðafólki fjölgað verulega, skólalóðir hafa verið endurbættar í stórum stíl, sama er segja um hverfissundlaugar, gerð hafa verið falleg torg, bókasöfn eru smám saman að breytast í menningarhús, fjölnota íþróttahús hafa risið og aðstaða fyrir fimleika stórbætt. Og framtíðarsýnin er skýr. Í Græna planinu, fjárfestingaáætlun Reykjavíkur til 2030, eru lagðar línur fyrir grænar fjárfestingar og kraftmikla innviðauppbyggingu í öllum hverfum. Það þýðir að á næstu árum verður fjárfest fyrir tugi milljarða í hverfunum sem við búum í nú þegar. Leikskólar og grunnskólar munu rísa í þeim hverfum innan borgarmarkanna sem nú eru að byggjast býsna hratt. Skólar í grónum hverfum verða stækkaðir, áhersla verður lögð á græn svæði, gott aðgengi, list og menningu, hverfiskjarna, torg, göngugötur borgargötur, hjólastíga, endurbætur á Ylströnd og sérakreinar fyrir Borgarlínu, náttúrulaug í Fossvogsdal og verulegar endurbætur á Laugardalslaug. Þetta eru fjárfestingar í lífgæðum í hverfunum okkar Hugmyndir um að hefja á ný útþenslu byggðarinnar og þar með dreifingu hennar ganga gegn þessari áætlun og munu kippa fótunum undan mikilvægri fjárfestingu í hverfunum okkar næstu 10 árin. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun