Minnkum báknið og fækkum borgarfulltrúum Kjartan Magnússon skrifar 11. maí 2022 20:31 Fyrir fjórum árum var borgarfulltrúum í Reykjavík fjölgað úr 15 í 23 eða um 53%. Fjölgunina mátti rekja til breytinga á sveitarstjórnarlögum, sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG beitti sér fyrir árið 2011 en fjölgunin tók gildi 2018. Nú er komin fjögurra ára reynsla á umrædda breytingu og ekki dettur nokkrum manni í hug að vinnbrögð borgastjórnar hafi batnað á þessum tíma þrátt fyrir þessa miklu fjölgun og kostnaðarauka. Á sínum tíma kom fram að borgarfulltrúar Samfylkingar og VG hefðu átt frumkvæði að breytingu ákvæðisins og orðið hefði verið við því vegna þrábeiðni þeirra. Þegar umrætt lagaákvæði var samþykkt var Dagur B. Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar og sat þingflokksfundi hennar sem slíkur. Stærra stjórnsýslubákn Fjölgun borgarfulltrúa um 53%, úr 15 í 23, hefur engu skilað nema auknum launagreiðslum til borgarfulltrúa, stærra bákni, auknum kerfiskostnaði og þá hefur óráðsían í rekstri borgarinnar aukist. Umrædd lagabreyting vinstri flokkanna hefur ekki einungis haft áhrif á fjölgun kjörinna fulltrúa í Reykjavík heldur einnig í nokkrum fleiri sveitarfélögum. Það hefur einnig haft áhrif til fjölgunar bæjarfulltrúa í Garðabæ, Mofellsbæ og Vestmannaeyjabæ í mikilli óþökk meirihluta íbúa og bæjarfulltrúa í þessum sveitarfélögum, sem eru ekki sammála Samfylkingunni og VG um að æskilegt sé að stækka stjórnsýslubáknið. Allt frá því umrætt lagaákvæði var samþykkt árið 2011, hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins oft lagt til að borgarstjórn óski eftir því við Alþingi að lögunum verði breytt, þannig að heimilt verði á ný að fækka borgarfulltrúum í 15, kjósi borgarstjórn það. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og aðrir borgarfulltrúar Samfylkingar og VG, hafa aldrei viljað samþykkja slíkar tillögur heldur fellt þær, svæft eða vísað frá. Sjálfstjórn sveitarfélaga Allir þingmenn og sveitarstjórnarmenn eru a.m.k. í orði kveðnu sammála því að sveitarfélög eigi að hafa sem mest að segja um skipulag stjórnsýslu sinnar. Þrátt fyrir tyllidagaskvaldur Samfylkingar um víðtæka sjálfstjórn og sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga, vilja þingmenn og borgarfulltrúar hennar þvinga Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög með lagaboði til að stækka of stórt bákn enn frekar með því að fjölga kjörnum fulltrúum. Þegar ég tók sæti á Alþingi sem varamaður í vetur, lagði ég fram frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Breytingin felur í sér að svigrúm sveitarfélaga verði aukið til að ákveða fjölgda kjörinna fulltrúa í sveitarfstjórnum sínum. Í tilviki Reykjavíkur verði t.d. afnumin sú skylda að hafa borgarfulltrúa ekki færri en 23. Verði frumvarpið að lögum yrði einungis um heimild að ræða þannig að borgarstjórn geti t.d. sjálf ákveðið hvort hún vilji hafa borgarfulltrúa 23 eða 15 eins og var lengi vel. Frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu á þinginu í vetur. Borgarfulltrúar XD munu halda áfram baráttu sinni fyrir því að borgarfulltrúum verði aftur fækkað í 15. Þannig yrði að sjálfsögðu dregið úr kostnaði í borgarkerfinu, sem og flækjustigi þess. Með slíkri breytingu myndi borgarstjórn sjálf auk þess ganga á undan með góðu fordæmi varðandi þá víðtæku hagræðingu sem þarf að eiga sér stað í borgarkerfinu. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarmál Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Fyrir fjórum árum var borgarfulltrúum í Reykjavík fjölgað úr 15 í 23 eða um 53%. Fjölgunina mátti rekja til breytinga á sveitarstjórnarlögum, sem ríkisstjórn Samfylkingarinnar og VG beitti sér fyrir árið 2011 en fjölgunin tók gildi 2018. Nú er komin fjögurra ára reynsla á umrædda breytingu og ekki dettur nokkrum manni í hug að vinnbrögð borgastjórnar hafi batnað á þessum tíma þrátt fyrir þessa miklu fjölgun og kostnaðarauka. Á sínum tíma kom fram að borgarfulltrúar Samfylkingar og VG hefðu átt frumkvæði að breytingu ákvæðisins og orðið hefði verið við því vegna þrábeiðni þeirra. Þegar umrætt lagaákvæði var samþykkt var Dagur B. Eggertsson varaformaður Samfylkingarinnar og sat þingflokksfundi hennar sem slíkur. Stærra stjórnsýslubákn Fjölgun borgarfulltrúa um 53%, úr 15 í 23, hefur engu skilað nema auknum launagreiðslum til borgarfulltrúa, stærra bákni, auknum kerfiskostnaði og þá hefur óráðsían í rekstri borgarinnar aukist. Umrædd lagabreyting vinstri flokkanna hefur ekki einungis haft áhrif á fjölgun kjörinna fulltrúa í Reykjavík heldur einnig í nokkrum fleiri sveitarfélögum. Það hefur einnig haft áhrif til fjölgunar bæjarfulltrúa í Garðabæ, Mofellsbæ og Vestmannaeyjabæ í mikilli óþökk meirihluta íbúa og bæjarfulltrúa í þessum sveitarfélögum, sem eru ekki sammála Samfylkingunni og VG um að æskilegt sé að stækka stjórnsýslubáknið. Allt frá því umrætt lagaákvæði var samþykkt árið 2011, hafa borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins oft lagt til að borgarstjórn óski eftir því við Alþingi að lögunum verði breytt, þannig að heimilt verði á ný að fækka borgarfulltrúum í 15, kjósi borgarstjórn það. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og aðrir borgarfulltrúar Samfylkingar og VG, hafa aldrei viljað samþykkja slíkar tillögur heldur fellt þær, svæft eða vísað frá. Sjálfstjórn sveitarfélaga Allir þingmenn og sveitarstjórnarmenn eru a.m.k. í orði kveðnu sammála því að sveitarfélög eigi að hafa sem mest að segja um skipulag stjórnsýslu sinnar. Þrátt fyrir tyllidagaskvaldur Samfylkingar um víðtæka sjálfstjórn og sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga, vilja þingmenn og borgarfulltrúar hennar þvinga Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög með lagaboði til að stækka of stórt bákn enn frekar með því að fjölga kjörnum fulltrúum. Þegar ég tók sæti á Alþingi sem varamaður í vetur, lagði ég fram frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum ásamt nokkrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, Miðflokksins og Flokks fólksins. Breytingin felur í sér að svigrúm sveitarfélaga verði aukið til að ákveða fjölgda kjörinna fulltrúa í sveitarfstjórnum sínum. Í tilviki Reykjavíkur verði t.d. afnumin sú skylda að hafa borgarfulltrúa ekki færri en 23. Verði frumvarpið að lögum yrði einungis um heimild að ræða þannig að borgarstjórn geti t.d. sjálf ákveðið hvort hún vilji hafa borgarfulltrúa 23 eða 15 eins og var lengi vel. Frumvarpið hlaut ekki afgreiðslu á þinginu í vetur. Borgarfulltrúar XD munu halda áfram baráttu sinni fyrir því að borgarfulltrúum verði aftur fækkað í 15. Þannig yrði að sjálfsögðu dregið úr kostnaði í borgarkerfinu, sem og flækjustigi þess. Með slíkri breytingu myndi borgarstjórn sjálf auk þess ganga á undan með góðu fordæmi varðandi þá víðtæku hagræðingu sem þarf að eiga sér stað í borgarkerfinu. Höfundur skipar 3. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna komandi borgarstjórnarkosninga.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun