Þess vegna bjóðum við okkur fram Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar 12. maí 2022 14:45 Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki við styrkjum frá fyrirtækjum því það er mikilvægt að vera óháður fjársterkum hagsmunaöflum. Við leggjum áherslu á öðruvísi mál eins og að auðvelda fólki að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, því að við vitum að kjörnir fulltrúar vita ekki alltaf best. Við hugsum til framtíðar, því við vitum að ákvarðanir sem við tökum í dag munu hafa mikil áhrif á þau sem á eftir okkur koma. En á sama tíma erum við ekkert sérstaklega óvenjuleg. Þvert á móti erum við hópur fólks sem endurspeglar vel íbúasamsetningu Kópavogs. Meðalaldurinn í Kópavogi er tæplega 40 ár, rétt eins og meðal fimm efstu frambjóðenda Pírata. Við erum fjölskyldufólk sem þekkir það að reka heimili og ala upp börn en mæta samt í vinnuna á réttum tíma. Við finnum hvað það er mikilvægt að öll kerfin í bænum okkar virki fyrir þau sem þurfa á þeim að halda - því mörg okkar þurfa á þeim að halda. Við trúum því að kjörnir fulltrúar þurfi að endurspegla íbúana sem ljá þeim atkvæði sitt. Bæjarfulltrúar þurfa að vita hvernig það er að búa í bænum, þekkja þjónustuna sem bærin veitir og finna á eigin skinni hvar betur má fara. Í stuttu máli: Vera í tengslum við daglegt líf bæjarbúa. Þetta er ekki bara mikilvægt í bæjarpólitíkinni, við sjáum einfaldlega hvað getur gerst þegar rödd ólíkra hópa heyrist ekki þegar ákvarðanir eru teknar. Íbúar Kópavogs eru fjölbreyttir og því er mikilvægt að fjölbreyttar raddir heyrist við bæjarstjórnarborðið. Eins og sagt er: Ekkert um okkur án okkar. Þetta er hægt Þetta er líka stór ástæða þess að mörg okkar ákváðu að fara í framboð. Við viljum stuðla að auknu lýðræði og að stjórnvöld taki upplýstar ákvarðanir. Við viljum meira samráð, við viljum heyra skoðanir og álit fólks áður en við framkvæmum því þannig aukum við líkurnar á að niðurstaðan verði farsæl. Það er þess vegna sem við viljum auka aðgengi íbúa að lýðræðisverkefnum, koma á fót íbúaráðum í hverju hverfi fyrir sig og auka samráð við íbúa um mál sem þá varða. Við viljum líka hugsa til framtíðar. Ekki bara eitt kjörtímabil fram í tímann, heldur áratugi, og þar spila skipulagsmálin lykilhlutverk. Við viljum tryggja gæði byggðar, græn svæði og heilnæmt umhverfi í Kópavogi: Mannvænt og lifandi skipulag sem tekur mið af algildri hönnun og aðgengi fyrir öll, þar sem vistvænir ferðamátar og gróður eru í forgrunni og húsnæði á viðráðanlegu verði. Við viljum að Kópavogsbær sé fjölmenningarlegt, dýravænt samfélag og barnvænasti bær landsins með jöfnu aðgengi og jafnrétti í öllu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi. Við erum sannfærð um að það sé hægt. Þess vegna bjóðum við okkur fram. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Pírata í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Píratar Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Við Píratar erum stundum sögð vera óvenjulegur stjórnmálaflokkur. Við stundum öðruvísi stjórnmál, til dæmis tökum við ekki við styrkjum frá fyrirtækjum því það er mikilvægt að vera óháður fjársterkum hagsmunaöflum. Við leggjum áherslu á öðruvísi mál eins og að auðvelda fólki að hafa áhrif á nærumhverfi sitt, því að við vitum að kjörnir fulltrúar vita ekki alltaf best. Við hugsum til framtíðar, því við vitum að ákvarðanir sem við tökum í dag munu hafa mikil áhrif á þau sem á eftir okkur koma. En á sama tíma erum við ekkert sérstaklega óvenjuleg. Þvert á móti erum við hópur fólks sem endurspeglar vel íbúasamsetningu Kópavogs. Meðalaldurinn í Kópavogi er tæplega 40 ár, rétt eins og meðal fimm efstu frambjóðenda Pírata. Við erum fjölskyldufólk sem þekkir það að reka heimili og ala upp börn en mæta samt í vinnuna á réttum tíma. Við finnum hvað það er mikilvægt að öll kerfin í bænum okkar virki fyrir þau sem þurfa á þeim að halda - því mörg okkar þurfa á þeim að halda. Við trúum því að kjörnir fulltrúar þurfi að endurspegla íbúana sem ljá þeim atkvæði sitt. Bæjarfulltrúar þurfa að vita hvernig það er að búa í bænum, þekkja þjónustuna sem bærin veitir og finna á eigin skinni hvar betur má fara. Í stuttu máli: Vera í tengslum við daglegt líf bæjarbúa. Þetta er ekki bara mikilvægt í bæjarpólitíkinni, við sjáum einfaldlega hvað getur gerst þegar rödd ólíkra hópa heyrist ekki þegar ákvarðanir eru teknar. Íbúar Kópavogs eru fjölbreyttir og því er mikilvægt að fjölbreyttar raddir heyrist við bæjarstjórnarborðið. Eins og sagt er: Ekkert um okkur án okkar. Þetta er hægt Þetta er líka stór ástæða þess að mörg okkar ákváðu að fara í framboð. Við viljum stuðla að auknu lýðræði og að stjórnvöld taki upplýstar ákvarðanir. Við viljum meira samráð, við viljum heyra skoðanir og álit fólks áður en við framkvæmum því þannig aukum við líkurnar á að niðurstaðan verði farsæl. Það er þess vegna sem við viljum auka aðgengi íbúa að lýðræðisverkefnum, koma á fót íbúaráðum í hverju hverfi fyrir sig og auka samráð við íbúa um mál sem þá varða. Við viljum líka hugsa til framtíðar. Ekki bara eitt kjörtímabil fram í tímann, heldur áratugi, og þar spila skipulagsmálin lykilhlutverk. Við viljum tryggja gæði byggðar, græn svæði og heilnæmt umhverfi í Kópavogi: Mannvænt og lifandi skipulag sem tekur mið af algildri hönnun og aðgengi fyrir öll, þar sem vistvænir ferðamátar og gróður eru í forgrunni og húsnæði á viðráðanlegu verði. Við viljum að Kópavogsbær sé fjölmenningarlegt, dýravænt samfélag og barnvænasti bær landsins með jöfnu aðgengi og jafnrétti í öllu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi. Við erum sannfærð um að það sé hægt. Þess vegna bjóðum við okkur fram. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Pírata í Kópavogi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar