Framsókn í uppbyggingu íbúða í Hafnarfirði Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 12. maí 2022 21:46 Það var skemmtilegt að sjá fréttir af nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um talningu á íbúðum í byggingu á landinu öllu. Undanfarna mánuði hefur því statt og stöðugt verið haldið fram, ranglega auðvitað, að í Hafnarfirði sé ekkert að gerast í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Það skal ítrekað með áherslu; það er alrangt. Hið rétta er að við erum að gera vel, eins og tölurnar sína, og við höfum lagt mikla vinnu í að koma kröftugri uppbyggingu af stað. Talningin er ekki bara tölur á blaði, heldur raunveruleg verk sem í gagni eru um allan bæ, hvort sem um er að ræða byggingar á þéttingarreitum eða nýbyggingarsvæðum. Skipulagsmál sem slík eru þess eðlis að við sjáum ekki afrakstur vinnu okkar jafn hratt og við oft viljum. Þau taka tíma þar sem ferlið er oft flókið fyrir alla aðila sem að málum koma. Fjöldi íbúða í byggingu á hverja þúsund íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu Það er áhugavert að rýna í þær tölur sem nú liggja fyrir eftir síðustu talningu. Fjölmenn sveitarfélög eiga að hafa getu; innviði og starfsfólk til að byggja hratt og vel svo svara megi þeirri uppsöfnuðu þörf sem nú blasir við okkur. Það er hins vegar ljóst að það eru ekki öll sveitarfélög að taka þátt í þessu verkefni af þeim krafti sem þau eiga að hafa getu til og nægir þar að nefna Reykjavíkurborg. Við sjáum það vel þegar við skoðum fjölda íbúða í byggingu á hverja þúsund íbúa í viðkomandi sveitarfélagi. Húsnæði fyrir alla er forgangsmál Það hefur mikið áunnist í skipulagsmálum frá því að við í Framsókn komum að málum fyrir fjórum árum síðan. Segja má að við séum búin að leysa uppbyggingu íbúðarhúsnæðis úr þeim klakaböndum sem hér hafði verið í of langan tíma. Lítið sem ekkert hafði áunnist fyrr en á þessu kjörtímabili. Okkur er full alvara í því verkefni að tryggja íbúum bæjarfélagsins og framtíðar íbúum fjölbreytt búsetuúrræði og góða blöndu húsnæðis. Við sjáum merki þess m.a. með því að nefna uppbyggingu Bjargs leigufélags á 148 íbúðum í Hamranesi og nýlega samþykkt bæjarstjórn um að úthluta Brynju, hússjóði ÖBÍ, 12% stofnframlagi vegna kaupa á 10 íbúðum í Hafnarfirði. Áætlað stofnframlag Hafnarfjarðarbæjar vegna þeirra kaupa er 67.442.742 krónur. Vinnan á kjörtímabilinu er að bera ávöxt og hér eru byggingarkranar um allan bæ. Kröftug uppbygging er því ekki á leiðinni, hún er hafin og er að skila þeim árangri og birtist í þeim tölum sem fram koma í greiningu SI og HMS. Við þurfum áhramhaldandi Framsókn í íbúðauppbyggingu í Hafnarfirði og raunar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Framtíð Hafnarfjarðar ræðst á miðjunni – xB. Höfundur er formaður bæjarráðs og þingmaður Suðvesturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Ágúst Bjarni Garðarsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Það var skemmtilegt að sjá fréttir af nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um talningu á íbúðum í byggingu á landinu öllu. Undanfarna mánuði hefur því statt og stöðugt verið haldið fram, ranglega auðvitað, að í Hafnarfirði sé ekkert að gerast í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Það skal ítrekað með áherslu; það er alrangt. Hið rétta er að við erum að gera vel, eins og tölurnar sína, og við höfum lagt mikla vinnu í að koma kröftugri uppbyggingu af stað. Talningin er ekki bara tölur á blaði, heldur raunveruleg verk sem í gagni eru um allan bæ, hvort sem um er að ræða byggingar á þéttingarreitum eða nýbyggingarsvæðum. Skipulagsmál sem slík eru þess eðlis að við sjáum ekki afrakstur vinnu okkar jafn hratt og við oft viljum. Þau taka tíma þar sem ferlið er oft flókið fyrir alla aðila sem að málum koma. Fjöldi íbúða í byggingu á hverja þúsund íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu Það er áhugavert að rýna í þær tölur sem nú liggja fyrir eftir síðustu talningu. Fjölmenn sveitarfélög eiga að hafa getu; innviði og starfsfólk til að byggja hratt og vel svo svara megi þeirri uppsöfnuðu þörf sem nú blasir við okkur. Það er hins vegar ljóst að það eru ekki öll sveitarfélög að taka þátt í þessu verkefni af þeim krafti sem þau eiga að hafa getu til og nægir þar að nefna Reykjavíkurborg. Við sjáum það vel þegar við skoðum fjölda íbúða í byggingu á hverja þúsund íbúa í viðkomandi sveitarfélagi. Húsnæði fyrir alla er forgangsmál Það hefur mikið áunnist í skipulagsmálum frá því að við í Framsókn komum að málum fyrir fjórum árum síðan. Segja má að við séum búin að leysa uppbyggingu íbúðarhúsnæðis úr þeim klakaböndum sem hér hafði verið í of langan tíma. Lítið sem ekkert hafði áunnist fyrr en á þessu kjörtímabili. Okkur er full alvara í því verkefni að tryggja íbúum bæjarfélagsins og framtíðar íbúum fjölbreytt búsetuúrræði og góða blöndu húsnæðis. Við sjáum merki þess m.a. með því að nefna uppbyggingu Bjargs leigufélags á 148 íbúðum í Hamranesi og nýlega samþykkt bæjarstjórn um að úthluta Brynju, hússjóði ÖBÍ, 12% stofnframlagi vegna kaupa á 10 íbúðum í Hafnarfirði. Áætlað stofnframlag Hafnarfjarðarbæjar vegna þeirra kaupa er 67.442.742 krónur. Vinnan á kjörtímabilinu er að bera ávöxt og hér eru byggingarkranar um allan bæ. Kröftug uppbygging er því ekki á leiðinni, hún er hafin og er að skila þeim árangri og birtist í þeim tölum sem fram koma í greiningu SI og HMS. Við þurfum áhramhaldandi Framsókn í íbúðauppbyggingu í Hafnarfirði og raunar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Framtíð Hafnarfjarðar ræðst á miðjunni – xB. Höfundur er formaður bæjarráðs og þingmaður Suðvesturkjördæmis.
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar