Framsókn í uppbyggingu íbúða í Hafnarfirði Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 12. maí 2022 21:46 Það var skemmtilegt að sjá fréttir af nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um talningu á íbúðum í byggingu á landinu öllu. Undanfarna mánuði hefur því statt og stöðugt verið haldið fram, ranglega auðvitað, að í Hafnarfirði sé ekkert að gerast í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Það skal ítrekað með áherslu; það er alrangt. Hið rétta er að við erum að gera vel, eins og tölurnar sína, og við höfum lagt mikla vinnu í að koma kröftugri uppbyggingu af stað. Talningin er ekki bara tölur á blaði, heldur raunveruleg verk sem í gagni eru um allan bæ, hvort sem um er að ræða byggingar á þéttingarreitum eða nýbyggingarsvæðum. Skipulagsmál sem slík eru þess eðlis að við sjáum ekki afrakstur vinnu okkar jafn hratt og við oft viljum. Þau taka tíma þar sem ferlið er oft flókið fyrir alla aðila sem að málum koma. Fjöldi íbúða í byggingu á hverja þúsund íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu Það er áhugavert að rýna í þær tölur sem nú liggja fyrir eftir síðustu talningu. Fjölmenn sveitarfélög eiga að hafa getu; innviði og starfsfólk til að byggja hratt og vel svo svara megi þeirri uppsöfnuðu þörf sem nú blasir við okkur. Það er hins vegar ljóst að það eru ekki öll sveitarfélög að taka þátt í þessu verkefni af þeim krafti sem þau eiga að hafa getu til og nægir þar að nefna Reykjavíkurborg. Við sjáum það vel þegar við skoðum fjölda íbúða í byggingu á hverja þúsund íbúa í viðkomandi sveitarfélagi. Húsnæði fyrir alla er forgangsmál Það hefur mikið áunnist í skipulagsmálum frá því að við í Framsókn komum að málum fyrir fjórum árum síðan. Segja má að við séum búin að leysa uppbyggingu íbúðarhúsnæðis úr þeim klakaböndum sem hér hafði verið í of langan tíma. Lítið sem ekkert hafði áunnist fyrr en á þessu kjörtímabili. Okkur er full alvara í því verkefni að tryggja íbúum bæjarfélagsins og framtíðar íbúum fjölbreytt búsetuúrræði og góða blöndu húsnæðis. Við sjáum merki þess m.a. með því að nefna uppbyggingu Bjargs leigufélags á 148 íbúðum í Hamranesi og nýlega samþykkt bæjarstjórn um að úthluta Brynju, hússjóði ÖBÍ, 12% stofnframlagi vegna kaupa á 10 íbúðum í Hafnarfirði. Áætlað stofnframlag Hafnarfjarðarbæjar vegna þeirra kaupa er 67.442.742 krónur. Vinnan á kjörtímabilinu er að bera ávöxt og hér eru byggingarkranar um allan bæ. Kröftug uppbygging er því ekki á leiðinni, hún er hafin og er að skila þeim árangri og birtist í þeim tölum sem fram koma í greiningu SI og HMS. Við þurfum áhramhaldandi Framsókn í íbúðauppbyggingu í Hafnarfirði og raunar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Framtíð Hafnarfjarðar ræðst á miðjunni – xB. Höfundur er formaður bæjarráðs og þingmaður Suðvesturkjördæmis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Húsnæðismál Ágúst Bjarni Garðarsson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Það var skemmtilegt að sjá fréttir af nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins (SI) og Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um talningu á íbúðum í byggingu á landinu öllu. Undanfarna mánuði hefur því statt og stöðugt verið haldið fram, ranglega auðvitað, að í Hafnarfirði sé ekkert að gerast í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Það skal ítrekað með áherslu; það er alrangt. Hið rétta er að við erum að gera vel, eins og tölurnar sína, og við höfum lagt mikla vinnu í að koma kröftugri uppbyggingu af stað. Talningin er ekki bara tölur á blaði, heldur raunveruleg verk sem í gagni eru um allan bæ, hvort sem um er að ræða byggingar á þéttingarreitum eða nýbyggingarsvæðum. Skipulagsmál sem slík eru þess eðlis að við sjáum ekki afrakstur vinnu okkar jafn hratt og við oft viljum. Þau taka tíma þar sem ferlið er oft flókið fyrir alla aðila sem að málum koma. Fjöldi íbúða í byggingu á hverja þúsund íbúa hér á höfuðborgarsvæðinu Það er áhugavert að rýna í þær tölur sem nú liggja fyrir eftir síðustu talningu. Fjölmenn sveitarfélög eiga að hafa getu; innviði og starfsfólk til að byggja hratt og vel svo svara megi þeirri uppsöfnuðu þörf sem nú blasir við okkur. Það er hins vegar ljóst að það eru ekki öll sveitarfélög að taka þátt í þessu verkefni af þeim krafti sem þau eiga að hafa getu til og nægir þar að nefna Reykjavíkurborg. Við sjáum það vel þegar við skoðum fjölda íbúða í byggingu á hverja þúsund íbúa í viðkomandi sveitarfélagi. Húsnæði fyrir alla er forgangsmál Það hefur mikið áunnist í skipulagsmálum frá því að við í Framsókn komum að málum fyrir fjórum árum síðan. Segja má að við séum búin að leysa uppbyggingu íbúðarhúsnæðis úr þeim klakaböndum sem hér hafði verið í of langan tíma. Lítið sem ekkert hafði áunnist fyrr en á þessu kjörtímabili. Okkur er full alvara í því verkefni að tryggja íbúum bæjarfélagsins og framtíðar íbúum fjölbreytt búsetuúrræði og góða blöndu húsnæðis. Við sjáum merki þess m.a. með því að nefna uppbyggingu Bjargs leigufélags á 148 íbúðum í Hamranesi og nýlega samþykkt bæjarstjórn um að úthluta Brynju, hússjóði ÖBÍ, 12% stofnframlagi vegna kaupa á 10 íbúðum í Hafnarfirði. Áætlað stofnframlag Hafnarfjarðarbæjar vegna þeirra kaupa er 67.442.742 krónur. Vinnan á kjörtímabilinu er að bera ávöxt og hér eru byggingarkranar um allan bæ. Kröftug uppbygging er því ekki á leiðinni, hún er hafin og er að skila þeim árangri og birtist í þeim tölum sem fram koma í greiningu SI og HMS. Við þurfum áhramhaldandi Framsókn í íbúðauppbyggingu í Hafnarfirði og raunar á höfuðborgarsvæðinu öllu. Framtíð Hafnarfjarðar ræðst á miðjunni – xB. Höfundur er formaður bæjarráðs og þingmaður Suðvesturkjördæmis.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar