Baldvin valinn verðmætastur Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2022 15:30 Baldvin Þór Magnússon hefur staðið sig frábærlega fyrir Eastern Michigan háskólann. Instagram/@vinnym_99 Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon bætti við sig nafnbót um helgina þegar hann var valinn verðmætasti keppandinn á svæðismóti Mið-Ameríku háskólariðilsins í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð svæðismeistari í kúluvarpi. Baldvin stóð sig frábærlega fyrir Eastern Michigan háskólann og varð þrefaldur svæðismeistari. Hann byrjaði á að vinna 10.000 metra hlaup á fimmtudaginn og fylgdi því svo eftir með því að vinna bæði 1.500 og 5.000 metra hlaup á laugardaginn, með aðeins rúmlega tveggja klukkutíma millibili! Baldvin hljóp 1.500 metra hlaupið á 3:47,52 mínútum og kom í mark 27/100 úr sekúndu á undan næsta manni. Í 5.000 metra hlaupinu hljóp hann svo á 14:41,99 mínútum. Sigurvegari í hverri grein hlaut safnaði 10 stigum fyrir sinn skóla og Baldvin safnaði því heilum 30 stigum fyrir Eastern Michigan. Í karlakeppninni endaði Eastern Michigan í 2. sæti með 155 stig en Kent State vann stigakeppnina með 196 stig. Baldvin var samt eins og fyrr segir valinn verðmætasti keppandinn. Baldvin hefur átt frábært keppnisár til þessa en í mars keppti hann í fyrsta sinn á stórmóti fullorðinna, á HM innanhúss í Belgrad, og komst þá í úrslit í 3.000 metra hlaupi og hafnaði í 14. sæti. Erna Sóley Gunnarsdóttir heldur áfram að gera það gott í Bandaríkjunum.mynd/frí Erna nærri Íslandsmeti sínu Erna Sóley Gunnarsdóttir var nálægt Íslandsmeti sínu þegar hún varð svæðismeistari í kúluvarpi, í C-USA riðlinum. Erna keppir fyrir Rice háskólann í Texas og stórbætti eigið Íslandsmet í mars þegar hún varpaði kúlunni 17,29 metra. Um helgina kastaði hún 17,15 metra og vann afar öruggan sigur. Áður hafði Dagbjartur Daði Jónsson orðið svæðismeistari í spjótkasti með 76,39 metra kasti, í Southeastern Conference riðlinum, en hann keppir fyrir Mississippi State háskólann. Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR keppti á svæðismeistaramóti ACC (Atlantic Coast Conference) í kringlukasti. Hún kastaði lengst 51,43 metra og hafnaði í 6 sæti. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Baldvin stóð sig frábærlega fyrir Eastern Michigan háskólann og varð þrefaldur svæðismeistari. Hann byrjaði á að vinna 10.000 metra hlaup á fimmtudaginn og fylgdi því svo eftir með því að vinna bæði 1.500 og 5.000 metra hlaup á laugardaginn, með aðeins rúmlega tveggja klukkutíma millibili! Baldvin hljóp 1.500 metra hlaupið á 3:47,52 mínútum og kom í mark 27/100 úr sekúndu á undan næsta manni. Í 5.000 metra hlaupinu hljóp hann svo á 14:41,99 mínútum. Sigurvegari í hverri grein hlaut safnaði 10 stigum fyrir sinn skóla og Baldvin safnaði því heilum 30 stigum fyrir Eastern Michigan. Í karlakeppninni endaði Eastern Michigan í 2. sæti með 155 stig en Kent State vann stigakeppnina með 196 stig. Baldvin var samt eins og fyrr segir valinn verðmætasti keppandinn. Baldvin hefur átt frábært keppnisár til þessa en í mars keppti hann í fyrsta sinn á stórmóti fullorðinna, á HM innanhúss í Belgrad, og komst þá í úrslit í 3.000 metra hlaupi og hafnaði í 14. sæti. Erna Sóley Gunnarsdóttir heldur áfram að gera það gott í Bandaríkjunum.mynd/frí Erna nærri Íslandsmeti sínu Erna Sóley Gunnarsdóttir var nálægt Íslandsmeti sínu þegar hún varð svæðismeistari í kúluvarpi, í C-USA riðlinum. Erna keppir fyrir Rice háskólann í Texas og stórbætti eigið Íslandsmet í mars þegar hún varpaði kúlunni 17,29 metra. Um helgina kastaði hún 17,15 metra og vann afar öruggan sigur. Áður hafði Dagbjartur Daði Jónsson orðið svæðismeistari í spjótkasti með 76,39 metra kasti, í Southeastern Conference riðlinum, en hann keppir fyrir Mississippi State háskólann. Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR keppti á svæðismeistaramóti ACC (Atlantic Coast Conference) í kringlukasti. Hún kastaði lengst 51,43 metra og hafnaði í 6 sæti.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn