Baldvin valinn verðmætastur Sindri Sverrisson skrifar 16. maí 2022 15:30 Baldvin Þór Magnússon hefur staðið sig frábærlega fyrir Eastern Michigan háskólann. Instagram/@vinnym_99 Hlauparinn Baldvin Þór Magnússon bætti við sig nafnbót um helgina þegar hann var valinn verðmætasti keppandinn á svæðismóti Mið-Ameríku háskólariðilsins í frjálsum íþróttum í Bandaríkjunum. Erna Sóley Gunnarsdóttir varð svæðismeistari í kúluvarpi. Baldvin stóð sig frábærlega fyrir Eastern Michigan háskólann og varð þrefaldur svæðismeistari. Hann byrjaði á að vinna 10.000 metra hlaup á fimmtudaginn og fylgdi því svo eftir með því að vinna bæði 1.500 og 5.000 metra hlaup á laugardaginn, með aðeins rúmlega tveggja klukkutíma millibili! Baldvin hljóp 1.500 metra hlaupið á 3:47,52 mínútum og kom í mark 27/100 úr sekúndu á undan næsta manni. Í 5.000 metra hlaupinu hljóp hann svo á 14:41,99 mínútum. Sigurvegari í hverri grein hlaut safnaði 10 stigum fyrir sinn skóla og Baldvin safnaði því heilum 30 stigum fyrir Eastern Michigan. Í karlakeppninni endaði Eastern Michigan í 2. sæti með 155 stig en Kent State vann stigakeppnina með 196 stig. Baldvin var samt eins og fyrr segir valinn verðmætasti keppandinn. Baldvin hefur átt frábært keppnisár til þessa en í mars keppti hann í fyrsta sinn á stórmóti fullorðinna, á HM innanhúss í Belgrad, og komst þá í úrslit í 3.000 metra hlaupi og hafnaði í 14. sæti. Erna Sóley Gunnarsdóttir heldur áfram að gera það gott í Bandaríkjunum.mynd/frí Erna nærri Íslandsmeti sínu Erna Sóley Gunnarsdóttir var nálægt Íslandsmeti sínu þegar hún varð svæðismeistari í kúluvarpi, í C-USA riðlinum. Erna keppir fyrir Rice háskólann í Texas og stórbætti eigið Íslandsmet í mars þegar hún varpaði kúlunni 17,29 metra. Um helgina kastaði hún 17,15 metra og vann afar öruggan sigur. Áður hafði Dagbjartur Daði Jónsson orðið svæðismeistari í spjótkasti með 76,39 metra kasti, í Southeastern Conference riðlinum, en hann keppir fyrir Mississippi State háskólann. Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR keppti á svæðismeistaramóti ACC (Atlantic Coast Conference) í kringlukasti. Hún kastaði lengst 51,43 metra og hafnaði í 6 sæti. Frjálsar íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira
Baldvin stóð sig frábærlega fyrir Eastern Michigan háskólann og varð þrefaldur svæðismeistari. Hann byrjaði á að vinna 10.000 metra hlaup á fimmtudaginn og fylgdi því svo eftir með því að vinna bæði 1.500 og 5.000 metra hlaup á laugardaginn, með aðeins rúmlega tveggja klukkutíma millibili! Baldvin hljóp 1.500 metra hlaupið á 3:47,52 mínútum og kom í mark 27/100 úr sekúndu á undan næsta manni. Í 5.000 metra hlaupinu hljóp hann svo á 14:41,99 mínútum. Sigurvegari í hverri grein hlaut safnaði 10 stigum fyrir sinn skóla og Baldvin safnaði því heilum 30 stigum fyrir Eastern Michigan. Í karlakeppninni endaði Eastern Michigan í 2. sæti með 155 stig en Kent State vann stigakeppnina með 196 stig. Baldvin var samt eins og fyrr segir valinn verðmætasti keppandinn. Baldvin hefur átt frábært keppnisár til þessa en í mars keppti hann í fyrsta sinn á stórmóti fullorðinna, á HM innanhúss í Belgrad, og komst þá í úrslit í 3.000 metra hlaupi og hafnaði í 14. sæti. Erna Sóley Gunnarsdóttir heldur áfram að gera það gott í Bandaríkjunum.mynd/frí Erna nærri Íslandsmeti sínu Erna Sóley Gunnarsdóttir var nálægt Íslandsmeti sínu þegar hún varð svæðismeistari í kúluvarpi, í C-USA riðlinum. Erna keppir fyrir Rice háskólann í Texas og stórbætti eigið Íslandsmet í mars þegar hún varpaði kúlunni 17,29 metra. Um helgina kastaði hún 17,15 metra og vann afar öruggan sigur. Áður hafði Dagbjartur Daði Jónsson orðið svæðismeistari í spjótkasti með 76,39 metra kasti, í Southeastern Conference riðlinum, en hann keppir fyrir Mississippi State háskólann. Thelma Lind Kristjánsdóttir úr ÍR keppti á svæðismeistaramóti ACC (Atlantic Coast Conference) í kringlukasti. Hún kastaði lengst 51,43 metra og hafnaði í 6 sæti.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sjá meira