„Af hverju ekki Dóra?“ Snorri Másson skrifar 17. maí 2022 18:06 Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, segir ekki skrýtið að fylgi Vinstri grænna hafi hrapað í undangengnum sveitarstjórnarkosningum. Róttækni flokksins hafi vikið og aðrir flokkar tekið við. Flokkurinn fór úr 4,6% fylgi í Reykjavík 2018 í 4,0% fylgi nú. Sóley kveðst sjálf hafa stutt Samfylkinguna og segir það einföldun að verið sé að refsa Vinstri grænum fyrir að hafa myndað meirihluta aftur með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum eftir síðustu alþingiskosningar. Sóley ræddi niðurstöður sveitarstjórnarkosninga í Íslandi í dag í gærkvöldi. Sóley Tómasdóttir var oddviti Vinstri grænna frá 2009-2016 og var forseti borgarstjórnar frá 2014-2016. Hún segir sinn gamla flokk hafa villst af braut róttækninnar á síðustu árum og að það sjái kjósendur.Vísir/Vilhelm „Ég held að þarna séu þau fyrst að glíma við afleiðingar þess að Vinstri græn hafa verið að breytast mjög mikið á undanförnum árum. Þau hafa snarbreyst. Vinstri græn voru stofnuð af mjög róttæku, hugrökku fólki til að tala fyrir hugmyndafræði sem var bæði róttæk og torskilin,“ segir Sóley. Róttæknin hafi verið á sviði kvenfrelsis, umhverfismála og félagslegs réttlætis og friðarstefnu. En á undanförnum árum hafi róttæknin vikið. „Það hefur tvennt gerst. Annars vegar hafa aðrir flokkar tileinkað sér hugmyndafræðina og búnir að skilja það sem VG talaði fyrir í upphafi. Það er til dæmis kominn vísir að kvenfrelsisstefnu hjá mjög mörgum flokkum og margir einbeita sér að umhverfisvernd með einhverjum hætti. Síðan hafa Vinstri græn ekki uppfært sig, hafa ekki haldið þessari róttækniáru og þá er eiginlega sérstaðan farin. Ég held að hvorki hjá ríki né borg skilji kjósendur almennilega fyrir hvað VG stendur lengur og þá er ekkert skrýtið að fylgið hrapi.“ Setja öðrum flokkum afarkosti Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, tilkynnti um það í gær að Vinstri græn hygðust ekki taka þátt í viðræðum um myndun meirihluta í borginni. Sóley segir eftirstandandi meirihlutaflokkanna, Samfylkingu, Pírata og Viðreisn, hafa gert það klókasta sem þeir hefðu getað gert nú í flókinni stöðu eftir kosningar. Þeir boðuðu að þeir hygðust ganga sameinaðir til viðræðna við aðra flokka. „Þarna eru þau bara að lýsa því yfir, þessir þrír flokkar, að þau vilja halda áfram með þá skýru sýn sem þau hafa verið að kynna og beita sér fyrir í rauninni átta ár, að þétta byggð, að byggja upp borgarlínu og svo framvegis. Þau í rauninni setja öðrum flokkum afarkosti með það. Ég held að það sé bara mjög gott og ég vona að þau nái að mynda þarna sæmilega sterkan meirihluta,“ segir Sóley. Dóra Björt, oddviti Pírata, var ánægð með kosningu flokksins. Hún útilokar ekki samstarf við Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Og ef Framsókn fer inn í þennan meirihluta, getur Dagur haldið áfram að vera borgarstjóri eða þarf hann að gefa Einari það? „Af hverju ekki Dóra?“ spurði Sóley. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Ísland í dag Borgarstjórn Píratar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira
Sóley kveðst sjálf hafa stutt Samfylkinguna og segir það einföldun að verið sé að refsa Vinstri grænum fyrir að hafa myndað meirihluta aftur með Framsóknar- og Sjálfstæðisflokknum eftir síðustu alþingiskosningar. Sóley ræddi niðurstöður sveitarstjórnarkosninga í Íslandi í dag í gærkvöldi. Sóley Tómasdóttir var oddviti Vinstri grænna frá 2009-2016 og var forseti borgarstjórnar frá 2014-2016. Hún segir sinn gamla flokk hafa villst af braut róttækninnar á síðustu árum og að það sjái kjósendur.Vísir/Vilhelm „Ég held að þarna séu þau fyrst að glíma við afleiðingar þess að Vinstri græn hafa verið að breytast mjög mikið á undanförnum árum. Þau hafa snarbreyst. Vinstri græn voru stofnuð af mjög róttæku, hugrökku fólki til að tala fyrir hugmyndafræði sem var bæði róttæk og torskilin,“ segir Sóley. Róttæknin hafi verið á sviði kvenfrelsis, umhverfismála og félagslegs réttlætis og friðarstefnu. En á undanförnum árum hafi róttæknin vikið. „Það hefur tvennt gerst. Annars vegar hafa aðrir flokkar tileinkað sér hugmyndafræðina og búnir að skilja það sem VG talaði fyrir í upphafi. Það er til dæmis kominn vísir að kvenfrelsisstefnu hjá mjög mörgum flokkum og margir einbeita sér að umhverfisvernd með einhverjum hætti. Síðan hafa Vinstri græn ekki uppfært sig, hafa ekki haldið þessari róttækniáru og þá er eiginlega sérstaðan farin. Ég held að hvorki hjá ríki né borg skilji kjósendur almennilega fyrir hvað VG stendur lengur og þá er ekkert skrýtið að fylgið hrapi.“ Setja öðrum flokkum afarkosti Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, tilkynnti um það í gær að Vinstri græn hygðust ekki taka þátt í viðræðum um myndun meirihluta í borginni. Sóley segir eftirstandandi meirihlutaflokkanna, Samfylkingu, Pírata og Viðreisn, hafa gert það klókasta sem þeir hefðu getað gert nú í flókinni stöðu eftir kosningar. Þeir boðuðu að þeir hygðust ganga sameinaðir til viðræðna við aðra flokka. „Þarna eru þau bara að lýsa því yfir, þessir þrír flokkar, að þau vilja halda áfram með þá skýru sýn sem þau hafa verið að kynna og beita sér fyrir í rauninni átta ár, að þétta byggð, að byggja upp borgarlínu og svo framvegis. Þau í rauninni setja öðrum flokkum afarkosti með það. Ég held að það sé bara mjög gott og ég vona að þau nái að mynda þarna sæmilega sterkan meirihluta,“ segir Sóley. Dóra Björt, oddviti Pírata, var ánægð með kosningu flokksins. Hún útilokar ekki samstarf við Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Og ef Framsókn fer inn í þennan meirihluta, getur Dagur haldið áfram að vera borgarstjóri eða þarf hann að gefa Einari það? „Af hverju ekki Dóra?“ spurði Sóley.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Reykjavík Ísland í dag Borgarstjórn Píratar Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Fleiri fréttir Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða Sjá meira