Luka næstur á eftir Wilt og Jordan Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2022 23:01 Luka skoraði 42 stig gegn Golden State Warriors á dögunum en tapaði samt. Harry How/Getty Images Slóveninn Luka Dončić er einstakur körfuboltamaður, á því leikur enginn vafi. Hann ásamt goðsögnunum Wilt Chamberlain og Michael Jordan eru þeir leikmenn sem hafa skorað flest stig í fyrstu 25 leikjum sínum í úrslitakeppni NBA-deildarinnar frá upphafi. Hvort hinn 23 ára gamli Dončić verði einhvern tímann í umræðunni yfir bestu körfuboltamenn allra tíma – líkt og Chamberlain og Jordan – á eftir að koma í ljós en hann er án efa einn besti leikmaður samtímans. Lið hans – Dallas Mavericks – er sem stendur 2-0 undir gegn Golden State Warriors í úrslitum Vesturhluta NBA-deildarinnar. Það breytir því ekki að Luka hefur spilað hreint út sagt frábærlega og er nú kominn í hóp með goðsögnunum. Þannig er mál með vexti að þetta eru einu þrír leikmenn í sögu NBA til að skora yfir 800 stig í fyrstu 25 leikjum sínum í úrslitakeppni deildarinnar. Dončić skoraði 42 stig í síðasta leik og er þar með búinn að skora 813 stig í fyrstu 25 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Hann er þó töluvert frá því að jafna met Michael Jordan sem skoraði 917 stig í 25 fyrstu leikjum sínum í úrslitakeppninni. Luka's name is ranked among the greats pic.twitter.com/lreQdvFtPu— Bleacher Report (@BleacherReport) May 21, 2022 Dončić er eflaust lítið að pæla í þessu enda dugðu 42 stig hans í síðasta leik ekki til sigurs. Dallas þarf að finna leiðir til að koma fleiri leikmönnum á blað ásamt því að stöðva öflugt lið Golden State varnarlega. Þriðji leikur liðanna er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 01.00 á aðfaranótt mánudags. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira
Hvort hinn 23 ára gamli Dončić verði einhvern tímann í umræðunni yfir bestu körfuboltamenn allra tíma – líkt og Chamberlain og Jordan – á eftir að koma í ljós en hann er án efa einn besti leikmaður samtímans. Lið hans – Dallas Mavericks – er sem stendur 2-0 undir gegn Golden State Warriors í úrslitum Vesturhluta NBA-deildarinnar. Það breytir því ekki að Luka hefur spilað hreint út sagt frábærlega og er nú kominn í hóp með goðsögnunum. Þannig er mál með vexti að þetta eru einu þrír leikmenn í sögu NBA til að skora yfir 800 stig í fyrstu 25 leikjum sínum í úrslitakeppni deildarinnar. Dončić skoraði 42 stig í síðasta leik og er þar með búinn að skora 813 stig í fyrstu 25 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Hann er þó töluvert frá því að jafna met Michael Jordan sem skoraði 917 stig í 25 fyrstu leikjum sínum í úrslitakeppninni. Luka's name is ranked among the greats pic.twitter.com/lreQdvFtPu— Bleacher Report (@BleacherReport) May 21, 2022 Dončić er eflaust lítið að pæla í þessu enda dugðu 42 stig hans í síðasta leik ekki til sigurs. Dallas þarf að finna leiðir til að koma fleiri leikmönnum á blað ásamt því að stöðva öflugt lið Golden State varnarlega. Þriðji leikur liðanna er sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 klukkan 01.00 á aðfaranótt mánudags. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Sjá meira