Hefndarleiðangur Trump í Georgíu misheppnaðist Kjartan Kjartansson skrifar 25. maí 2022 08:46 Brian Kemp stóð af sér atlögu frambjóðanda Trump í baráttu um ríkisstjóratilnefningu repúblikana í Georgíu. AP/John Bazemore Frambjóðendur sem Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, studdi til að ná sér niður á sitjandi fulltrúum Repúblikanaflokksins í Georgíu töpuðu í forvali sem fór fram í gær. Trump reyndi að fella ríkisstjórann og innanríkisráðherrann þar sem þeir tóku ekki þátt tilraunum hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna við. Brian Kemp, sitjandi ríkisstjóri Georgíu, fór með öruggan sigur af hólmi gegn David Purdue, fyrrverandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, sem Trump handvaldi til að bjóða sig fram gegn Kemp. Fyrir vikið verður Kemp frambjóðandi flokksins til ríkisstjóra og mætir demókratanum Stacey Abrams í kosningum í nóvember. Forval var haldið í fimm ríkjum í gær en Georgía átti hug Trump allan. Hún var ein nokkurra ríkja þar sem litlu munaði á atkvæðafjölda Trump og Joes Biden í forsetakosningunum árið 2020. Trump og bandamenn hans reyndu að hnekkja úrslitunum fyrir dómstólum og með beinum þrýstingi á embættismenn á grundvelli fjarstæðukenndra samsæriskenninga um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað. Fyrir utan að tapa slagnum við Kemp stóð Brad Raffensperger, innanríkisráðherra og æðsti yfirmaður kosningamála í Georgíu í forsetakosningunum 2020, af sér áhlaup frá áskoranda sem Trump studdi. Raffensperger var undir gríðarlegum þrýstingi frá Trump og bandamönnum hans að taka þátt í herferð þeirra til að snúa við kosningaúrslitunum en kiknaði ekki undan honum. Trump hringdi meðal annars beint í Raffensperger og sagðist vilja „finna“ nógu mörg atkvæði í Georgíu til að tryggja sér sigur þar. Allir töluðu um „heilindi“ kosninga í baráttunni Þrátt fyrir ósigurinn í Georgíu sýndu önnur úrslit forvalsins í gær að Trump hefur enn tögl og hagldir á Repúblikanaflokknum. Herschel Walker, frambjóðandinn sem hann studdi til annars öldungadeildarsætis Georgíu, vann öruggan sigur þrátt fyrir áhyggjur sumra repúblikana af kjörþokka hans. Walker á sér sögu um heimilisofbeldi og geðræn vandamál. Einnig í Georgíu hélt Marjorie Taylor Greene velli í forvali um fulltrúadeildarsæti á Bandaríkjaþingi. Hún hefur verið afar umdeild á tveggja ára kjörtímabili sínu og meðal annars verið rekin úr þingnefndum vegna samsæriskenninga og æsings til ofbeldis gegn demókrötum. Sarah Sanders, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í tíð Trump, vann forval repúblikana í Arkansas og verður ríkisstjóraefni flokksins þar. AP-fréttastofan segir að nærri því allir frambjóðendur í forvali repúblikana, jafnvel Kemp ríkisstjóri í Georgíu, hafi verið með „heilindi kosninga“ á stefnuskrá sinni. Repúblikanaflokkurinn hefur gert slík mál að helsta stefnumáli sínu til að friðþægja Trump og taka undir samsæriskenningar hans um forsetakosningarnar. Kosningarnar í Georgíu voru jafnframt þær fyrstu eftir að repúblikanar á ríkisþinginu breyttu kosningalögum vegna óánægju Trump með ósigur sinn. Kjósendum var gert erfiðara að senda inn atkvæði með pósti, strangari kröfur um auðkenni voru gerðar sem gagnrýnendur sögðu gera svörtum erfiðara að kjósa en utankjörfundaratkvæðagreiðsla var gerð auðveldari í dreifbýli þar sem flestir kjósa repúblikana. Þá banna lögin að gefa kjósendum í löngum biðröðum við kjörstaði mat eða vatn. Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira
Brian Kemp, sitjandi ríkisstjóri Georgíu, fór með öruggan sigur af hólmi gegn David Purdue, fyrrverandi öldungadeildarþingmanni repúblikana, sem Trump handvaldi til að bjóða sig fram gegn Kemp. Fyrir vikið verður Kemp frambjóðandi flokksins til ríkisstjóra og mætir demókratanum Stacey Abrams í kosningum í nóvember. Forval var haldið í fimm ríkjum í gær en Georgía átti hug Trump allan. Hún var ein nokkurra ríkja þar sem litlu munaði á atkvæðafjölda Trump og Joes Biden í forsetakosningunum árið 2020. Trump og bandamenn hans reyndu að hnekkja úrslitunum fyrir dómstólum og með beinum þrýstingi á embættismenn á grundvelli fjarstæðukenndra samsæriskenninga um að stórfelld kosningasvik hefðu átt sér stað. Fyrir utan að tapa slagnum við Kemp stóð Brad Raffensperger, innanríkisráðherra og æðsti yfirmaður kosningamála í Georgíu í forsetakosningunum 2020, af sér áhlaup frá áskoranda sem Trump studdi. Raffensperger var undir gríðarlegum þrýstingi frá Trump og bandamönnum hans að taka þátt í herferð þeirra til að snúa við kosningaúrslitunum en kiknaði ekki undan honum. Trump hringdi meðal annars beint í Raffensperger og sagðist vilja „finna“ nógu mörg atkvæði í Georgíu til að tryggja sér sigur þar. Allir töluðu um „heilindi“ kosninga í baráttunni Þrátt fyrir ósigurinn í Georgíu sýndu önnur úrslit forvalsins í gær að Trump hefur enn tögl og hagldir á Repúblikanaflokknum. Herschel Walker, frambjóðandinn sem hann studdi til annars öldungadeildarsætis Georgíu, vann öruggan sigur þrátt fyrir áhyggjur sumra repúblikana af kjörþokka hans. Walker á sér sögu um heimilisofbeldi og geðræn vandamál. Einnig í Georgíu hélt Marjorie Taylor Greene velli í forvali um fulltrúadeildarsæti á Bandaríkjaþingi. Hún hefur verið afar umdeild á tveggja ára kjörtímabili sínu og meðal annars verið rekin úr þingnefndum vegna samsæriskenninga og æsings til ofbeldis gegn demókrötum. Sarah Sanders, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í tíð Trump, vann forval repúblikana í Arkansas og verður ríkisstjóraefni flokksins þar. AP-fréttastofan segir að nærri því allir frambjóðendur í forvali repúblikana, jafnvel Kemp ríkisstjóri í Georgíu, hafi verið með „heilindi kosninga“ á stefnuskrá sinni. Repúblikanaflokkurinn hefur gert slík mál að helsta stefnumáli sínu til að friðþægja Trump og taka undir samsæriskenningar hans um forsetakosningarnar. Kosningarnar í Georgíu voru jafnframt þær fyrstu eftir að repúblikanar á ríkisþinginu breyttu kosningalögum vegna óánægju Trump með ósigur sinn. Kjósendum var gert erfiðara að senda inn atkvæði með pósti, strangari kröfur um auðkenni voru gerðar sem gagnrýnendur sögðu gera svörtum erfiðara að kjósa en utankjörfundaratkvæðagreiðsla var gerð auðveldari í dreifbýli þar sem flestir kjósa repúblikana. Þá banna lögin að gefa kjósendum í löngum biðröðum við kjörstaði mat eða vatn.
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira