Fær rúmlega þrjátíu og tvo milljarða til að eyða í leikmenn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2022 08:00 Thomas Tuchel hugsi yfir hvaða leikmenn hann ætti að fá til Chelsea í sumar. Catherine Ivill/Getty Images Nýir eigendur Chelsea eru tilbúnir að setja rúmlega 200 milljónir punda, eða 32 og hálfan milljarð íslenskra króna, í nýja leikmenn. Í gær, miðvikudag, var tilkynnt að enska úrvalsdeildin og bresk yfirvöld hefði samþykkt kauptilboð fjárfestahópsins sem Todd Boehly fer fyrir. Alls greiðir hópurinn 4,25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarða íslenskra króna fyrir félagið. Þó það sé deginum ljósara að nýir eigendur muni ekki dæla jafn miklu fjármagni í félagið og Roman Abramovich hefur gert á sínum tíma sem eigandi þá fær Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, dágóða summu til að eyða í leikmenn. Sú summa mun koma að góðum notum enda fjöldi leikmanna að renna út á samning og ljóst að Tuchel þarf að fjárfesta í nýjum leikmönnum til að liðið verði samkeppnishæft á næstu leiktíð. Þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger hefur staðfest að hann muni yfirgefa félagið í sumar. Talið er líklegast að hann sé að ganga í raðir Spánarmeistara Real Madríd. Samningar þeirra Andreas Christensen og César Azpilicueta renna einnig út í sumar en báðir eru orðaðir við Barcelona. Börsungar eru einnig taldir hafa áhuga á vinstri vængbakverðinum Marcos Alonso en samningur hans rennur út sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af miðjumanninum Jorginho sem er orðaður við Juventus. Þá er ekki víst hvort framherjarnir Romelu Lukaku og Timo Werner eigi framtíðina fyrir sér á Brúnni. Thomas Tuchel will be given as much as £200m to spend on players this summer by Chelsea's new owners — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 25, 2022 Það er því deginum ljósara að miklar breytingar munu verða á leikmannahóp Chelsea í sumar. Reikna má með að önnur félög séu í sömu hugleiðingum en Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, mun víst fá rúmar 150 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn og þá má ætla að Erik ten Hag fái svigrúm og fjármagn til að bæta leikmannahóp Manchester United. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Í gær, miðvikudag, var tilkynnt að enska úrvalsdeildin og bresk yfirvöld hefði samþykkt kauptilboð fjárfestahópsins sem Todd Boehly fer fyrir. Alls greiðir hópurinn 4,25 milljarða punda eða rúmlega 693 milljarða íslenskra króna fyrir félagið. Þó það sé deginum ljósara að nýir eigendur muni ekki dæla jafn miklu fjármagni í félagið og Roman Abramovich hefur gert á sínum tíma sem eigandi þá fær Thomas Tuchel, þjálfari Chelsea, dágóða summu til að eyða í leikmenn. Sú summa mun koma að góðum notum enda fjöldi leikmanna að renna út á samning og ljóst að Tuchel þarf að fjárfesta í nýjum leikmönnum til að liðið verði samkeppnishæft á næstu leiktíð. Þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger hefur staðfest að hann muni yfirgefa félagið í sumar. Talið er líklegast að hann sé að ganga í raðir Spánarmeistara Real Madríd. Samningar þeirra Andreas Christensen og César Azpilicueta renna einnig út í sumar en báðir eru orðaðir við Barcelona. Börsungar eru einnig taldir hafa áhuga á vinstri vængbakverðinum Marcos Alonso en samningur hans rennur út sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af miðjumanninum Jorginho sem er orðaður við Juventus. Þá er ekki víst hvort framherjarnir Romelu Lukaku og Timo Werner eigi framtíðina fyrir sér á Brúnni. Thomas Tuchel will be given as much as £200m to spend on players this summer by Chelsea's new owners — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) May 25, 2022 Það er því deginum ljósara að miklar breytingar munu verða á leikmannahóp Chelsea í sumar. Reikna má með að önnur félög séu í sömu hugleiðingum en Antonio Conte, þjálfari Tottenham Hotspur, mun víst fá rúmar 150 milljónir punda til að eyða í nýja leikmenn og þá má ætla að Erik ten Hag fái svigrúm og fjármagn til að bæta leikmannahóp Manchester United.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Enski boltinn Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport McIlroy skaut niður dróna Golf „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira