Þó svo að José Mourinho hafi einokað fyrirsagnirnar eftir nauman 1-0 sigur Roma á Feyenoord þá á Zaniolo skilið sínar fimmtán mínútur af frægð.
Hinn sóknarþenkjandi Zaniolo var á mála hjá Inter Milan áður en hann samdi við Roma sumarið 2018. Síðan hefur óheppnin elt hann á röndum. Í janúar 2020 sleit hann krossband í hægra hné en sneri fljótt aftur og var komin á völlinn í júlí sama ár.
Aðeins tveimur mánuðum síðar varð Zaniolo fyrir því óláni að slíta krossband á nýjan leik. Hann sneri aftur í júlí á síðasta ári og hefur hægt og rólega verið að komast í sitt gamla form.
Alls tók hann þátt í 42 leikjum á leiktíðinni og skoraði 8 mörk ásamt því að leggja upp 9 til viðbótar.
What an evening for Nicolò Zaniolo #UECLfinal pic.twitter.com/x38NLVjGlc
— UEFA Europa Conference League (@europacnfleague) May 25, 2022
Ekkert þó mikilvægara en markið gegn Feyenoord.