Ummæli um meðferð trans barna grafi undan starfi transteymis Árni Sæberg skrifar 27. maí 2022 21:53 Barna-og unglingageðdeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir á barna- og unglingageðdeild Landspítala hefur beðist velvirðingar á ummælum sínum um meðferðir barna með svokallaðan kynama, sem birtust í grein á Stundinni í dag. Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir greinina grafa undan mikilvægu starfi transteymis BUGL. Í frétt á Stundinni í dag var haft eftir Birni Hjálmarssyni, nýjum yfirlækni BUGL, að læknar bíði í ofvæni eftir gagnreyndum rannsóknarniðurstöðum um viðkvæman hóp trans barna. „Í dag erum við öll í myrkri aktívisma og fákunnáttu“ er haft eftir honum. „Þetta er rangt og ég biðst velvirðingar á þeim orðum,“ segir Björn í pistli á vefsíðu Landspítalans. Fréttin hefur vakið hörð viðbrögð meðal þeirra sem berjast fyrir réttindum trans fólks og barna. „Þetta kom okkur virkilega á óvart að þetta væri orðræða yfirlæknisins. Það kom á óvart hvernig þessi grein grefur undan öllu sem hefur verið byggt upp mjög faglega hjá BUGL á síðustu árum,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, í samtali við Vísi. Björn segir í pistlinum að sú þjónusta sem transteymi BUGL veitir börnum og ungmennum byggi á alþjóðlegum viðmiðum og gagnreyndum rannsóknum. Daníel tekur undir þetta og segir ekkert barn sem leitað hefur til samtakanna hafa kvartað undan þjónustu transteymisins. Þess þó heldur hefur vandamálið frekar verið að erfitt sé að komast þar að. Reynslan spanni ekki marga áratugi Björn segir að mikilvægt sé að fylgjast vel með alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum þar sem reynslan af meðferð trans barna spanni ekki marga áratugi. Daníel segir allar rannsóknir um málefni trans barna sýna fram á að betra sé að hefja meðferð trans barna frekar en að bíða með það þar til þau verði fullorðin. Það sé þrátt fyrir að meðferðinni geti fylgt ákveðnar aukaverkanir en Daníel bendir á að aukaverkanir fylgi meðferðum annarra skjólstæðinga BUGL en engum detti í hug að sleppa þeim. Fréttin hafi komið á erfiðum tíma Daníel gagnrýnir að grein Stundarinnar hafi verið birt í dag, svo skömmu eftir að trans börn sem eru skjólstæðingar Samtakanna '78 greindu frá því í Kastljósi Ríkisútvarpsins að þau hefðu orðið fyrir miklu aðkasti í samfélaginu. „Börnin okkar þurfa að líða öráreiti og fordóma á hverjum einasta degi frá samfélaginu. En að þurfa að upplifa það líka þarna frá kerfinu, frá fjölmiðlum og valdafólki, það er bara sorglegt að ekki einu sinni það fólk geti verið með þeim í liði. Leiði vonandi til aukins samstarfs Daníel segist fagna því að Björn hafi befist afsökunar á ummælum sínum í Stundinni í dag. „Það er honum alveg til tekna að koma fram og biðjast afsökunar, það er gott. Ég lít á það svoleiðis að við getum mögulega byggt upp eitthvað sterkara eftir þetta,“ segir Daníel. Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Málefni trans fólks Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Í frétt á Stundinni í dag var haft eftir Birni Hjálmarssyni, nýjum yfirlækni BUGL, að læknar bíði í ofvæni eftir gagnreyndum rannsóknarniðurstöðum um viðkvæman hóp trans barna. „Í dag erum við öll í myrkri aktívisma og fákunnáttu“ er haft eftir honum. „Þetta er rangt og ég biðst velvirðingar á þeim orðum,“ segir Björn í pistli á vefsíðu Landspítalans. Fréttin hefur vakið hörð viðbrögð meðal þeirra sem berjast fyrir réttindum trans fólks og barna. „Þetta kom okkur virkilega á óvart að þetta væri orðræða yfirlæknisins. Það kom á óvart hvernig þessi grein grefur undan öllu sem hefur verið byggt upp mjög faglega hjá BUGL á síðustu árum,“ segir Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna '78, í samtali við Vísi. Björn segir í pistlinum að sú þjónusta sem transteymi BUGL veitir börnum og ungmennum byggi á alþjóðlegum viðmiðum og gagnreyndum rannsóknum. Daníel tekur undir þetta og segir ekkert barn sem leitað hefur til samtakanna hafa kvartað undan þjónustu transteymisins. Þess þó heldur hefur vandamálið frekar verið að erfitt sé að komast þar að. Reynslan spanni ekki marga áratugi Björn segir að mikilvægt sé að fylgjast vel með alþjóðlegum rannsóknarniðurstöðum þar sem reynslan af meðferð trans barna spanni ekki marga áratugi. Daníel segir allar rannsóknir um málefni trans barna sýna fram á að betra sé að hefja meðferð trans barna frekar en að bíða með það þar til þau verði fullorðin. Það sé þrátt fyrir að meðferðinni geti fylgt ákveðnar aukaverkanir en Daníel bendir á að aukaverkanir fylgi meðferðum annarra skjólstæðinga BUGL en engum detti í hug að sleppa þeim. Fréttin hafi komið á erfiðum tíma Daníel gagnrýnir að grein Stundarinnar hafi verið birt í dag, svo skömmu eftir að trans börn sem eru skjólstæðingar Samtakanna '78 greindu frá því í Kastljósi Ríkisútvarpsins að þau hefðu orðið fyrir miklu aðkasti í samfélaginu. „Börnin okkar þurfa að líða öráreiti og fordóma á hverjum einasta degi frá samfélaginu. En að þurfa að upplifa það líka þarna frá kerfinu, frá fjölmiðlum og valdafólki, það er bara sorglegt að ekki einu sinni það fólk geti verið með þeim í liði. Leiði vonandi til aukins samstarfs Daníel segist fagna því að Björn hafi befist afsökunar á ummælum sínum í Stundinni í dag. „Það er honum alveg til tekna að koma fram og biðjast afsökunar, það er gott. Ég lít á það svoleiðis að við getum mögulega byggt upp eitthvað sterkara eftir þetta,“ segir Daníel.
Börn og uppeldi Landspítalinn Heilbrigðismál Málefni trans fólks Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“