Nei eða já: „Ég var andvaka yfir þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2022 11:01 Stephen Curry er kominn með Golden State Warriors í úrslit NBA-deildarinnar. Getty Stærsta fullyrðingin sem sett var fram í liðnum skemmtilega „Nei eða já“, í körfuboltaþættinum Lögmál leiksins í gærkvöld, var sú að Steph Curry væri búinn að eiga betri feril en Kevin Durant. „Þið voruð andvaka yfir leiknum [oddaleik Boston og Miami], ég var andvaka yfir þessu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson um fyrstu fullyrðinguna. Niðurstaða hans var þó sú að Curry, sem kominn er í úrslit NBA-deildarinnar með Golden State Warriors, væri búinn að afreka meira en Durant. „Mér finnst þetta mjög erfitt. Báðir hafa átt stórkostlega ferla. En ég er alltaf að predika að maður eigi að vera „vinningsmiðaður“. Því meira sem þú vinnur því meiri virðingu áttu skilið, hvort sem það er að vera alltaf með frábær lið á „regular season“ eða vinna titla, og Steph Curry gerir bæði, alltaf,“ sagði Sigurður en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson voru honum sammála: „Ég er sammála og það er akkúrat þetta ár [sem kemur Curry yfir]. Seinni hluti ferilsins hjá Steph Curry er að þróast í svo mikið jákvæðari átt en hjá Kevin Durant. Ef að þær eru réttar þessar fréttir frá Brooklyn um að hann sé að reyna að losa sig í burtu og hafi ekki heyrt í Sean Marks síðan í síðasta mánuði þá er það rosalega alvarlegt – ef hann ætlar að fara að losa sig í burtu enn og aftur. Þá er hann búinn að eiga rosaleg gloppóttan feril sem mun ekkert koma rosalega vel út í sögunni. Hann endar klárlega í topp 20 allra tíma, eða mögulega topp 15, en ég held að Steph Curry eigi séns á að enda ofar og hvað þá ef hann klárar þennan titil í ár,“ sagði Hörður. Afrekaði það að breyta leiknum Tómas benti svo á hvernig Curry hefði í rauninni breytt íþróttinni: „Hann er líka með það „legacy“ að hafa nánast breytt leiknum upp á eigin spýtur. Þetta þriggja stiga dæmi sem kom í kjölfar hans,“ sagði Tómas. „Það er skemmtilegt við þetta að Steph Curry breytti leiknum í „þriggja stiga leik“ en Kevin Durant, ásamt kannski tveimur öðrum, er sá sem hefur haldið virði „miðfærisins“ lifandi í þriggja stiga byltingunni,“ sagði Sigurður. Fleiri mál voru á dagskrá eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan og voru þessar fullyrðingar einnig ræddar: Deandre Ayton verður leikmaður Phoenix Suns á næsta tímabili Demar Derozan mun eiga svipað gott tímabil aftur Tim Connelly til Úlfanna mun skipta máli fyrir Wolves og Nuggets NBA Körfubolti Lögmál leiksins Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM Sjá meira
„Þið voruð andvaka yfir leiknum [oddaleik Boston og Miami], ég var andvaka yfir þessu,“ sagði Sigurður Orri Kristjánsson um fyrstu fullyrðinguna. Niðurstaða hans var þó sú að Curry, sem kominn er í úrslit NBA-deildarinnar með Golden State Warriors, væri búinn að afreka meira en Durant. „Mér finnst þetta mjög erfitt. Báðir hafa átt stórkostlega ferla. En ég er alltaf að predika að maður eigi að vera „vinningsmiðaður“. Því meira sem þú vinnur því meiri virðingu áttu skilið, hvort sem það er að vera alltaf með frábær lið á „regular season“ eða vinna titla, og Steph Curry gerir bæði, alltaf,“ sagði Sigurður en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson voru honum sammála: „Ég er sammála og það er akkúrat þetta ár [sem kemur Curry yfir]. Seinni hluti ferilsins hjá Steph Curry er að þróast í svo mikið jákvæðari átt en hjá Kevin Durant. Ef að þær eru réttar þessar fréttir frá Brooklyn um að hann sé að reyna að losa sig í burtu og hafi ekki heyrt í Sean Marks síðan í síðasta mánuði þá er það rosalega alvarlegt – ef hann ætlar að fara að losa sig í burtu enn og aftur. Þá er hann búinn að eiga rosaleg gloppóttan feril sem mun ekkert koma rosalega vel út í sögunni. Hann endar klárlega í topp 20 allra tíma, eða mögulega topp 15, en ég held að Steph Curry eigi séns á að enda ofar og hvað þá ef hann klárar þennan titil í ár,“ sagði Hörður. Afrekaði það að breyta leiknum Tómas benti svo á hvernig Curry hefði í rauninni breytt íþróttinni: „Hann er líka með það „legacy“ að hafa nánast breytt leiknum upp á eigin spýtur. Þetta þriggja stiga dæmi sem kom í kjölfar hans,“ sagði Tómas. „Það er skemmtilegt við þetta að Steph Curry breytti leiknum í „þriggja stiga leik“ en Kevin Durant, ásamt kannski tveimur öðrum, er sá sem hefur haldið virði „miðfærisins“ lifandi í þriggja stiga byltingunni,“ sagði Sigurður. Fleiri mál voru á dagskrá eins og sjá má í myndbandinu hér að ofan og voru þessar fullyrðingar einnig ræddar: Deandre Ayton verður leikmaður Phoenix Suns á næsta tímabili Demar Derozan mun eiga svipað gott tímabil aftur Tim Connelly til Úlfanna mun skipta máli fyrir Wolves og Nuggets
NBA Körfubolti Lögmál leiksins Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM Sjá meira