Messi gat ekki hlaupið í margar vikur eftir smit Sindri Sverrisson skrifar 31. maí 2022 17:30 Lionel Messi fann vel fyrir eftirköstum kórónuveirusmitsins í janúar. Getty/Alvaro Medranda Lionel Messi var lengi að jafna sig eftir að hafa smitast af kórónuveirunni í byrjun árs og kveðst enn hafa verið að jafna sig þegar hann féll úr leik í Meistaradeild Evrópu með liði sínu PSG. Hinn 34 ára gamli Messi ræddi um eftirköstin af kórónuveirusmitinu við argentínska miðilinn TYC Sports í gær. Hann fann fyrir algengum einkennum þegar hann veiktist í fyrstu; særindum í hálsi, hósta og hita. En þegar það var afstaðið átti hann áfram í erfiðleikum varðandi öndun. „Ég glímdi við eftirköst. Þetta hafði áhrif á lungun mín. Ég sneri til baka og í einn og hálfan mánuð var eins og ég gæti ekki hlaupið því þetta hafði áhrif á lungun mín,“ sagði Messi. Hann missti af þremur leikjum í janúar eftir að hafa greinst með smit en sneri svo aftur til keppni og var búinn að ná nokkrum leikjum fyrir einvígið við Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég sneri aftur fyrr en ég hefði átt að gera og það gerði illt verra og seinkaði batanum. En ég gat bara ekki beðið lengur. Ég vildi hlaupa og æfa – koma mér af stað. En á endanum varð þetta verra,“ sagði Messi. Tapið gegn Real Madrid gerði út af við alla Leikirnir við Real Madrid voru 15. febrúar og 9. mars, og eftir að PSG hafði komist í 2-0 vann Real 3-2 með þrennu frá Karim Benzema á síðasta hálftíma einvígisins. „Þegar ég var hálfnaður [í átt að mínu besta formi] gerðist þetta með Real Madrid og það drap okkur alveg. Það gerði út af við mig og okkur alla í búningsklefanum, sem og alla í París, því við áttum okkur stóran draum í þessari keppni. Það hvernig þetta atvikaðist allt saman, leikurinn, úrslitin… þetta var blaut tuska í andlitið,“ sagði Messi sem nú undirbýr sig fyrir leik með Argentínu gegn Ítalíu 1. júní, í Finalissima en það er leikurinn á milli ríkjandi Evrópumeistara og Suður-Ameríkumeistara. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Messi ræddi um eftirköstin af kórónuveirusmitinu við argentínska miðilinn TYC Sports í gær. Hann fann fyrir algengum einkennum þegar hann veiktist í fyrstu; særindum í hálsi, hósta og hita. En þegar það var afstaðið átti hann áfram í erfiðleikum varðandi öndun. „Ég glímdi við eftirköst. Þetta hafði áhrif á lungun mín. Ég sneri til baka og í einn og hálfan mánuð var eins og ég gæti ekki hlaupið því þetta hafði áhrif á lungun mín,“ sagði Messi. Hann missti af þremur leikjum í janúar eftir að hafa greinst með smit en sneri svo aftur til keppni og var búinn að ná nokkrum leikjum fyrir einvígið við Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég sneri aftur fyrr en ég hefði átt að gera og það gerði illt verra og seinkaði batanum. En ég gat bara ekki beðið lengur. Ég vildi hlaupa og æfa – koma mér af stað. En á endanum varð þetta verra,“ sagði Messi. Tapið gegn Real Madrid gerði út af við alla Leikirnir við Real Madrid voru 15. febrúar og 9. mars, og eftir að PSG hafði komist í 2-0 vann Real 3-2 með þrennu frá Karim Benzema á síðasta hálftíma einvígisins. „Þegar ég var hálfnaður [í átt að mínu besta formi] gerðist þetta með Real Madrid og það drap okkur alveg. Það gerði út af við mig og okkur alla í búningsklefanum, sem og alla í París, því við áttum okkur stóran draum í þessari keppni. Það hvernig þetta atvikaðist allt saman, leikurinn, úrslitin… þetta var blaut tuska í andlitið,“ sagði Messi sem nú undirbýr sig fyrir leik með Argentínu gegn Ítalíu 1. júní, í Finalissima en það er leikurinn á milli ríkjandi Evrópumeistara og Suður-Ameríkumeistara.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Golf Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Fótbolti Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Fótbolti Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram Fótbolti Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn Fótbolti „Þeir refsuðu okkur í dag“ Fótbolti „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði og varð Evrópumeistari fótbrotin Kóngafólkið eys lofi yfir enska liðið Rashford mátaði treyjuna í leik sem átti ekki að fara fram „Þeir refsuðu okkur í dag“ Evrópumót kvenna aldrei betur sótt en nú „Þurftum að fá aðeins ferskt blóð inn í þetta“ „Það er að kosta okkur mikið að nýta ekki færin“ Rúnar Kristinsson: Glaðir með stigið Skrifaði undir nýjan samning eftir að hafa verið svo gott sem farinn „Ég klikka ekki á tveimur vítaspyrnum í röð“ Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Luiz Diaz til Bayern Englendingar Evrópumeistarar eftir vítaspyrnukeppni Æfingaleikur United betur sóttur en úrslitaleikur HM Sjáðu mörkin úr Sumardeildinni í gær Arsenal hafði betur í Singapúr Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní PSG semja við væntanlegan eftirmann Donnarumma Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Píndi sig í gegnum beinbrot eftir læknamistök United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Sjá meira