Afvegaleiðing Íslandsbankamálsins Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 2. júní 2022 13:30 Íslandsbankamálið er í sérkennilegum farvegi eftir að Bjarni Benediktsson tók fram fyrir hendurnar á Alþingi um það hvar málið yrði rannsakað og beitti sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki upp málið. Eins og ráðherra veit tekur starfssvið og eftirlitshlutverk Ríkisendurskoðunar ekki til stóru spurninganna er varða lögbundnar skyldur hans sjálfs, t.d. hvort hann hafi lagt fullnægjandi grundvöll að ákvörðunum sínum við sölu bankans, fylgt skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttar og rækt eftirlitsskyldur sínar gagnvart Bankasýslunni með viðunandi hætti. Leynd hvílir yfir því hvaða þætti Ríkisendurskoðun er að athuga og hvaða spurningum stofnunin er að leita svara við. Úttektarvinnan fer fram meðan enginn ríkisendurskoðandi er að störfum sem hlotið hefur kosningu Alþingis. Á tímabili úttektarvinnunnar mun Alþingi kjósa ríkisendurskoðanda til næstu sex ára og sá sem nú er starfandi ríkisendurskoðandi og yfir úttektarvinnunni er sjálfur á meðal umsækjenda. Þetta er óheppileg staða fyrir alla. Í lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er hvergi gert ráð fyrir að stjórnvöld eigi með einhverjum hætti frumkvæði að athugunum Ríkisendurskoðunar. Til eru dæmi um slíkt en þetta er ósiður, jafn ankannalegt og ef stjórnvöld færu að stunda það að biðja umboðsmann Alþingis um að hefja frumkvæðisathuganir á tilteknum málum. Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingis og fer í umboði þess með eftirlit með fjárreiðum stjórnvalda. Það samrýmist illa þessu hlutverki að stjórnvöld sjálf, hinir eftirlitsskyldu aðilar, hlutist til um hvernig Alþingi og stofnanir þess rækja eftirlitshlutverk sitt gagnvart þeim og það er ekki traustvekjandi að úttekt á Íslandsbankamálinu fari fram samkvæmt sérstakri beiðni fjármálaráðherra, sama manns og hafði forgöngu um bankasöluna sem er til athugunar og ber lagalega og pólitíska ábyrgð á málinu. Við Kristrún Frostadóttir höfum lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til fjármálaráðherra og hefur hann 15 virka daga til að svara henni samkvæmt þingskapalögum: 1. Hvers vegna óskaði ráðherra eftir því 7. apríl 2022 að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka? 2. Á hvaða lagagrundvelli er beiðni ráðherra til Ríkisendurskoðunar reist? 3. Leitaði ráðherra álits ráðuneytis síns, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, áður en beiðnin var lögð fram? Ef svo er, hvers efnis var ráðgjöfin? 4. Hefur ráðherra áður óskað eftir úttektum frá eftirlitsstofnunum Alþingis á tilteknum málum? Ef svo er, í hvaða tilvikum og af hvaða ástæðum? 5. Hvernig verður gjaldtöku háttað vegna úttektarinnar, sbr. tilvísun Ríkisendurskoðunar til 2. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2016 í svarbréfi til fjármála- og efnahagsráðuneytis 7. apríl 2022? 6. Telur ráðherra það falla undir starfssvið Ríkisendurskoðunar að meta lögfræðileg atriði sem varpað geta ljósi á það hvort ráðherra hafi sjálfur rækt starfsskyldur sínar samkvæmt lögum nr. 155/2012, um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, lögum nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, og stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, við sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka? a. Ef svarið er nei, hafði þetta þýðingu fyrir þá ákvörðun ráðherra að beita sér fyrir því að málið yrði rannsakað af Ríkisendurskoðun en ekki af eftirlitsaðila sem að lögum er bær til þess að fjalla um hvort ráðherra hafi gerst brotlegur við starfsskyldur sínar? b. Ef svarið er já, telur ráðherra að lögbundnar skyldur hans sem ráðherra samkvæmt téðum lögum hafi einskorðast við fjárreiður, sbr. 43. gr. stjórnarskrárinnar, en ekki falið í sér framkvæmd stjórnarmálefna að öðru leyti? Mestu skiptir þó að ríkisendurskoðandi hefur einfaldlega ekki þær víðtæku rannsóknarheimildir sem þarf til að velta við hverjum steini í Íslandsbankamálinu. Síðast þegar ríkisendurskoðandi rannsakaði bankasölu komst hann að þeirri niðurstöðu að ekkert væri við hana að athuga. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis kannaði sama mál og komst að gagnstæðri niðurstöðu benti ríkisendurskoðandi réttilega á að hið sanna hefði komið í ljós vegna víðtækra rannsóknar- og eftirlitsheimilda rannsóknarnefndarinnar sem hann hafði ekki. Alþingi ætti að draga lærdóm af þessari atburðarás. Íslandsbankahneykslið er ærið tilefni til að skipa óháða rannsóknarnefnd með víðtækar heimildir til að kanna alla þætti málsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Samfylkingin Salan á Íslandsbanka Alþingi Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Sjá meira
Íslandsbankamálið er í sérkennilegum farvegi eftir að Bjarni Benediktsson tók fram fyrir hendurnar á Alþingi um það hvar málið yrði rannsakað og beitti sér fyrir því að Ríkisendurskoðun tæki upp málið. Eins og ráðherra veit tekur starfssvið og eftirlitshlutverk Ríkisendurskoðunar ekki til stóru spurninganna er varða lögbundnar skyldur hans sjálfs, t.d. hvort hann hafi lagt fullnægjandi grundvöll að ákvörðunum sínum við sölu bankans, fylgt skráðum og óskráðum reglum stjórnsýsluréttar og rækt eftirlitsskyldur sínar gagnvart Bankasýslunni með viðunandi hætti. Leynd hvílir yfir því hvaða þætti Ríkisendurskoðun er að athuga og hvaða spurningum stofnunin er að leita svara við. Úttektarvinnan fer fram meðan enginn ríkisendurskoðandi er að störfum sem hlotið hefur kosningu Alþingis. Á tímabili úttektarvinnunnar mun Alþingi kjósa ríkisendurskoðanda til næstu sex ára og sá sem nú er starfandi ríkisendurskoðandi og yfir úttektarvinnunni er sjálfur á meðal umsækjenda. Þetta er óheppileg staða fyrir alla. Í lögum nr. 46/2016 um ríkisendurskoðanda og endurskoðun ríkisreikninga er hvergi gert ráð fyrir að stjórnvöld eigi með einhverjum hætti frumkvæði að athugunum Ríkisendurskoðunar. Til eru dæmi um slíkt en þetta er ósiður, jafn ankannalegt og ef stjórnvöld færu að stunda það að biðja umboðsmann Alþingis um að hefja frumkvæðisathuganir á tilteknum málum. Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingis og fer í umboði þess með eftirlit með fjárreiðum stjórnvalda. Það samrýmist illa þessu hlutverki að stjórnvöld sjálf, hinir eftirlitsskyldu aðilar, hlutist til um hvernig Alþingi og stofnanir þess rækja eftirlitshlutverk sitt gagnvart þeim og það er ekki traustvekjandi að úttekt á Íslandsbankamálinu fari fram samkvæmt sérstakri beiðni fjármálaráðherra, sama manns og hafði forgöngu um bankasöluna sem er til athugunar og ber lagalega og pólitíska ábyrgð á málinu. Við Kristrún Frostadóttir höfum lagt fram eftirfarandi fyrirspurn til fjármálaráðherra og hefur hann 15 virka daga til að svara henni samkvæmt þingskapalögum: 1. Hvers vegna óskaði ráðherra eftir því 7. apríl 2022 að Ríkisendurskoðun gerði úttekt á sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka? 2. Á hvaða lagagrundvelli er beiðni ráðherra til Ríkisendurskoðunar reist? 3. Leitaði ráðherra álits ráðuneytis síns, sbr. 1. mgr. 20. gr. laga nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, áður en beiðnin var lögð fram? Ef svo er, hvers efnis var ráðgjöfin? 4. Hefur ráðherra áður óskað eftir úttektum frá eftirlitsstofnunum Alþingis á tilteknum málum? Ef svo er, í hvaða tilvikum og af hvaða ástæðum? 5. Hvernig verður gjaldtöku háttað vegna úttektarinnar, sbr. tilvísun Ríkisendurskoðunar til 2. mgr. 8. gr. laga nr. 46/2016 í svarbréfi til fjármála- og efnahagsráðuneytis 7. apríl 2022? 6. Telur ráðherra það falla undir starfssvið Ríkisendurskoðunar að meta lögfræðileg atriði sem varpað geta ljósi á það hvort ráðherra hafi sjálfur rækt starfsskyldur sínar samkvæmt lögum nr. 155/2012, um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum, lögum nr. 115/2011, um Stjórnarráð Íslands, og stjórnsýslulögum, nr. 37/1993, við sölu eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka? a. Ef svarið er nei, hafði þetta þýðingu fyrir þá ákvörðun ráðherra að beita sér fyrir því að málið yrði rannsakað af Ríkisendurskoðun en ekki af eftirlitsaðila sem að lögum er bær til þess að fjalla um hvort ráðherra hafi gerst brotlegur við starfsskyldur sínar? b. Ef svarið er já, telur ráðherra að lögbundnar skyldur hans sem ráðherra samkvæmt téðum lögum hafi einskorðast við fjárreiður, sbr. 43. gr. stjórnarskrárinnar, en ekki falið í sér framkvæmd stjórnarmálefna að öðru leyti? Mestu skiptir þó að ríkisendurskoðandi hefur einfaldlega ekki þær víðtæku rannsóknarheimildir sem þarf til að velta við hverjum steini í Íslandsbankamálinu. Síðast þegar ríkisendurskoðandi rannsakaði bankasölu komst hann að þeirri niðurstöðu að ekkert væri við hana að athuga. Þegar rannsóknarnefnd Alþingis kannaði sama mál og komst að gagnstæðri niðurstöðu benti ríkisendurskoðandi réttilega á að hið sanna hefði komið í ljós vegna víðtækra rannsóknar- og eftirlitsheimilda rannsóknarnefndarinnar sem hann hafði ekki. Alþingi ætti að draga lærdóm af þessari atburðarás. Íslandsbankahneykslið er ærið tilefni til að skipa óháða rannsóknarnefnd með víðtækar heimildir til að kanna alla þætti málsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun