Tíminn er takmörkuð auðlind! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 3. júní 2022 07:00 Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af ranglæti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu. Stórir samráðshópar Ég fór í mikla þverpólitíska vinnu á síðasta kjörtímabili við að gera breytingar á strandveiðikerfinu ásamt ýmsum ráðstöfunum sem gögnuðust sjávarbygggðunum og minni útgerðum og hefði gjarnan viljað að haldið yrði áfram á þeirri braut. Ég þekki vel til vinnu í stórum samráðshópum um fiskveiðistjórnarkerfið eins og þeirri sem sett var á fót árin 2009 til 2012 þar sem útkoman var fjöldi sérálita og bókana og frumvarp sem endaði í skrúfunni í lok kjörtímabilsins. Hverjir vilja engu breyta Það eru ekki bara stórútgerðirnar sem vilja engar breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu heldur eru það líka fjármálafyrirtækin sem setja stólinn fyrir dyrnar með veðsetningu í auðlindinni þetta vitum við sem höfum setið í slíkum nefndum og glímt við þessi mál á þingi. Ég hefði gjarnan viljað sjá að nýttar væru allar þær skýrslur og upplýsingar sem nú þegar liggja fyrir með aðkoma allra flokka og ótal sérfræðinga og hafist yrði handa við að gera þær breytingar strax sem blasir við að gera þurfi. Hefjast handa á fyrirliggjandi upplýsingum Þar má nefna t.d. að koma útgerðum undir kvótaþakið og nýta og efla félagslega hluta kerfisins markvisst til þeirra sem því var ætlað að nýtast í upphafi ,taka á endurvigtun,brottkasti og kvótabraski/að þeir borgi veiðigjöld sem leigi frá sér kvóta og koma á leigupotti ríkisins fyrir kvótalitlar útgerðir eða kvótalausar og skylda hluta afla á uppboð á fiskmarkaði og að innlendar fiskvinnslu hafi forganga í að bjóða í fisk sem seldur er óunninn úr landi svo tekin séu nokkur brýn dæmi. Því miður er það lenska í íslenskum stjórnmálum að ætla alltaf að finna upp hjólið í stað þess að skipta strax um þá hlekki í keðjunni sem ónýtar eru. Sporin hræða Sporin hræða um útkomu úr stórum nefndum um heildarendurskoðun á fiskveiðistjórnarkerfinu þó markmiðin séu göfug þá eru þau vörðuð ótal pyttum og ekki miklar líkur á að hægt verði að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað þarf til svo skapa megi meiri sátt um fiskveiðistjórnarkerfið til framtíðar, nema að það yrði þá minnsti samnefnari sem litlu skipti eða eingöngu hækkun veiðigjalda og engin kerfisbreyting. Tíminn til aðgerða er skammur Tíminn er takmörkuð auðlind og brýnt er að nýta hann vel í þágu þeirra sem órétti eru beittir í ranglátu kvótakerfi sem er að festa sig enn betur í sessi eftir því sem árin líða. Tryggja þarf atvinnurétt og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna og koma í veg fyrir enn meiri samþjöppun í greininn og auðsöfnunn fárra. Tryggja þarf sameign þjóðarinnar í stjórnarskrá og að greinin skili þjóðinni sanngjarnri rentu af sameiginlegri auðlind með sjálfbærri nýtingu að leiðarljósi. Varaþingmaður VG NV kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lilja Rafney Magnúsdóttir Sjávarútvegur Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á sjávarútvegsmálum enda kannski ekki skrítið búandi á Vestfjörðum þar sem birtingarmynd af ranglæti kvótakerfisins hefur verið hvað sterkust í gegnum árin og voru þættirnir um Verbúðina að rifja ágætlega upp þá sögu. Stórir samráðshópar Ég fór í mikla þverpólitíska vinnu á síðasta kjörtímabili við að gera breytingar á strandveiðikerfinu ásamt ýmsum ráðstöfunum sem gögnuðust sjávarbygggðunum og minni útgerðum og hefði gjarnan viljað að haldið yrði áfram á þeirri braut. Ég þekki vel til vinnu í stórum samráðshópum um fiskveiðistjórnarkerfið eins og þeirri sem sett var á fót árin 2009 til 2012 þar sem útkoman var fjöldi sérálita og bókana og frumvarp sem endaði í skrúfunni í lok kjörtímabilsins. Hverjir vilja engu breyta Það eru ekki bara stórútgerðirnar sem vilja engar breytingar á fiskveiðistjórnarkerfinu heldur eru það líka fjármálafyrirtækin sem setja stólinn fyrir dyrnar með veðsetningu í auðlindinni þetta vitum við sem höfum setið í slíkum nefndum og glímt við þessi mál á þingi. Ég hefði gjarnan viljað sjá að nýttar væru allar þær skýrslur og upplýsingar sem nú þegar liggja fyrir með aðkoma allra flokka og ótal sérfræðinga og hafist yrði handa við að gera þær breytingar strax sem blasir við að gera þurfi. Hefjast handa á fyrirliggjandi upplýsingum Þar má nefna t.d. að koma útgerðum undir kvótaþakið og nýta og efla félagslega hluta kerfisins markvisst til þeirra sem því var ætlað að nýtast í upphafi ,taka á endurvigtun,brottkasti og kvótabraski/að þeir borgi veiðigjöld sem leigi frá sér kvóta og koma á leigupotti ríkisins fyrir kvótalitlar útgerðir eða kvótalausar og skylda hluta afla á uppboð á fiskmarkaði og að innlendar fiskvinnslu hafi forganga í að bjóða í fisk sem seldur er óunninn úr landi svo tekin séu nokkur brýn dæmi. Því miður er það lenska í íslenskum stjórnmálum að ætla alltaf að finna upp hjólið í stað þess að skipta strax um þá hlekki í keðjunni sem ónýtar eru. Sporin hræða Sporin hræða um útkomu úr stórum nefndum um heildarendurskoðun á fiskveiðistjórnarkerfinu þó markmiðin séu göfug þá eru þau vörðuð ótal pyttum og ekki miklar líkur á að hægt verði að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvað þarf til svo skapa megi meiri sátt um fiskveiðistjórnarkerfið til framtíðar, nema að það yrði þá minnsti samnefnari sem litlu skipti eða eingöngu hækkun veiðigjalda og engin kerfisbreyting. Tíminn til aðgerða er skammur Tíminn er takmörkuð auðlind og brýnt er að nýta hann vel í þágu þeirra sem órétti eru beittir í ranglátu kvótakerfi sem er að festa sig enn betur í sessi eftir því sem árin líða. Tryggja þarf atvinnurétt og atvinnuöryggi íbúa sjávarbyggðanna og koma í veg fyrir enn meiri samþjöppun í greininn og auðsöfnunn fárra. Tryggja þarf sameign þjóðarinnar í stjórnarskrá og að greinin skili þjóðinni sanngjarnri rentu af sameiginlegri auðlind með sjálfbærri nýtingu að leiðarljósi. Varaþingmaður VG NV kjördæmi.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun