Frábært ef ég get verið fyrirmynd fyrir unga feður Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2022 10:30 Jayson Tatum, leikmaður Boston Celtics og faðir. Ezra Shaw/Getty Images Jayson Tatum, stjörnuleikmaður Boston Celtics í NBA deildinni, segir það frábært ef hann getur verið fyrirmynd fyrir unga feður. Hinn 24 ára gamli Tatum hefur verið í NBA deildinni frá árinu 2017. Hann lét strax til sín taka og nú fer ekki á milli mála að um er að ræða einn besta leikmann deildarinnar í dag. Tatum er stór ástæða þess að Boston Celtics er loks komið aftur í úrslitaeinvígi deildarinnar en liðið mætir Golden State Warriors í þriðja leik liðanna í nótt. Skömmu eftir að Tatum kom inn í deildina varð hann faðir. Þann 6. desember 2017 eignaðist hann soninn Jayson Tatum Junior eða einfaldlega Deuce eins og hann er nær alltaf kallaður. When Dad throws it down but it s after bedtime pic.twitter.com/xoWKIrF0hr— Boston Celtics (@celtics) March 4, 2022 Í viðtali nýverið fór Tatum yfir það hvernig sonur hans hefur hjálpað honum undanfarin ár, haldið honum einbeittum og í raun gert hann að betri manni. Hann viðurkenndi einnig að það hefði hins vegar verið erfitt að verða faðir aðeins 19 ára gamall. Tatum sér þetta þó jákvæðum augum og vonast til að geta haft áhrif á aðra unga feður. „Ef ég er fyrirmynd fyrir aðra unga feður út í heimi þá er það frábært. Ég held að við þurfum fleiri slíkar fyrirmyndir. Við þurfum einfaldlega að fleiri feður séu til staðar,“ sagði leikmaðurinn nýverið en hann og móðir Deuce, Toriah Lachell, eru ekki saman í dag. Jayson Tatum spoke on what it means to be a father to Deuce while playing in the NBA @jaytatum0 pic.twitter.com/vNiyskyemA— ESPN (@espn) June 7, 2022 Það er hins vegar ljóst að Tatum leggur sig allan fram við að vera góður faðir sem og góður körfuboltamaður. Sem stendur virðist það ganga nokkuð vel og hver veit nema Deuce geti fagnað NBA meistaratitli með pabba sínum fyrr en síðar. Staðan í einvígi Boston Celtics og Golden State Warriors í úrslitum NBA deildarinnar er 1-1 fyrir þriðja leik liðanna í kvöld. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 00.25 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn sjálfur klukkan 01.00. Körfubolti NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira
Hinn 24 ára gamli Tatum hefur verið í NBA deildinni frá árinu 2017. Hann lét strax til sín taka og nú fer ekki á milli mála að um er að ræða einn besta leikmann deildarinnar í dag. Tatum er stór ástæða þess að Boston Celtics er loks komið aftur í úrslitaeinvígi deildarinnar en liðið mætir Golden State Warriors í þriðja leik liðanna í nótt. Skömmu eftir að Tatum kom inn í deildina varð hann faðir. Þann 6. desember 2017 eignaðist hann soninn Jayson Tatum Junior eða einfaldlega Deuce eins og hann er nær alltaf kallaður. When Dad throws it down but it s after bedtime pic.twitter.com/xoWKIrF0hr— Boston Celtics (@celtics) March 4, 2022 Í viðtali nýverið fór Tatum yfir það hvernig sonur hans hefur hjálpað honum undanfarin ár, haldið honum einbeittum og í raun gert hann að betri manni. Hann viðurkenndi einnig að það hefði hins vegar verið erfitt að verða faðir aðeins 19 ára gamall. Tatum sér þetta þó jákvæðum augum og vonast til að geta haft áhrif á aðra unga feður. „Ef ég er fyrirmynd fyrir aðra unga feður út í heimi þá er það frábært. Ég held að við þurfum fleiri slíkar fyrirmyndir. Við þurfum einfaldlega að fleiri feður séu til staðar,“ sagði leikmaðurinn nýverið en hann og móðir Deuce, Toriah Lachell, eru ekki saman í dag. Jayson Tatum spoke on what it means to be a father to Deuce while playing in the NBA @jaytatum0 pic.twitter.com/vNiyskyemA— ESPN (@espn) June 7, 2022 Það er hins vegar ljóst að Tatum leggur sig allan fram við að vera góður faðir sem og góður körfuboltamaður. Sem stendur virðist það ganga nokkuð vel og hver veit nema Deuce geti fagnað NBA meistaratitli með pabba sínum fyrr en síðar. Staðan í einvígi Boston Celtics og Golden State Warriors í úrslitum NBA deildarinnar er 1-1 fyrir þriðja leik liðanna í kvöld. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 00.25 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn sjálfur klukkan 01.00.
Körfubolti NBA Mest lesið Íslenskur doktorsnemi Englandsmeistari: Rannsakar prótín og skorar af línunni í Oxford Sport Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Enski boltinn Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Þróttur 0-4 | Þróttarar á toppinn eftir stórsigur fyrir austan Íslenski boltinn Aron Einar tók þátt í að binda endi á langa bikarbið Al-Gharafa Fótbolti Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Ítalíumeistararnir að landa De Bruyne Fótbolti Garnacho ekki í hóp Enski boltinn Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Körfubolti Ísak Bergmann hljóp mest allra Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Sjá meira