Annar hver andardráttur þinn kemur úr hafinu – Hugum að hafinu á Degi hafsins Margrét Hugadóttir skrifar 8. júní 2022 10:30 Á Jörðinni er eitt stórt haf sem þekur meirihluta reikistjörnunnar okkar. Þó að úthöfin eigi sér mismunandi nöfn er erfitt að sjá hvar eitt haf endar og annað haf byrjar. Breytingar á einum stað, hafa því áhrif annarsstaðar. Við erum því öll tengd. 8. júní er alþjóðlegur Dagur hafsins og er því við hæfi að rifja upp hvaða áhrif hafið hefur á líf okkar, og hvaða áhrif við höfum á hafið. Suðurskautslandið. Öll stór úthöf líkt og Atlantshafið, Kyrrahafið og Indlandshaf eru tengd og mynda eitt stórt haf. Hafið gerir Jörðina lífvænlega Líf eins og við þekkjum það gæti ekki þrifist án hafsins. Hafið leikur lykilhlutverk í hringrás vatns og svo kemur annar hver andardráttur sem við öndum að okkur frá hafinu, - helmingur þess súrefnis sem við öndum að okkur kemur frá örsmáum lífverum í hafinu sem heita plöntusvif. Við eigum því hafinu mikið að þakka. Í hafinu má finna allt frá smæstu örverum til stærstu dýra Jarðarinnar, steypireyðar sem er stærsta dýrið sem nokkru sinni hefur verið til á Jörðinni, stærri en risaeðlur, eða um 22-33 metrar á lengd, sem er álíka og meðal sundlaug! Hafið er kraftmikið og mótar Jörðina. Krafturinn í öldunum sem skella á landið myndar kletta, björg og strendur. Lífverur í hafinu setja einnig mark sitt á Jörðina, en kóraldýr mynda kóralrif sem eru mikilvæg búsvæði fyrir fjölda lífvera. Stærsta kóralrif á Jörðinni er um 2000 km á lengd og yfir 140 km á breytt og sést utan úr geimnum! Kórallar við Íslandsstrendur.Hafrannsóknarstofnun Hafið hefur áhrif á loftslag og veður Hafið jafnar út hitastigið á Jörðinni. Hitabreytingar eru hægari í hafinu en lofti og flytja hafstraumarnir varma á milli svæða. Golfstraumurinn kemur með hlýjan sjó að sunnan. Kaldur Austur-Íslandsstraumurinn og Austur-Grænlandsstraumurinn flytja kaldan sjó og jafnvel ísjaka frá Grænlandi og Norðurpólnum. Ef golfstraumurinn kæmi ekki að norðurslóðum, þá væri mun kaldara á Íslandi. Við getum ekki án hafsins verið Hafið tengir saman löndin og líka fólkið. Hafið er matarkista okkar og sækjum við í það fjölbreytta fæðu úr dýra- og jurtaríkinu sem og salt og bætiefni. Efni úr hafinu og lífverum sem þar búa eru notuð í krem og lyf. Lækning við sjúkdómum sem eru ólæknandi í dag gæti leynst á hafsbotni. Hafið veitir okkur innblástur til listsköpunar og það hefur sýnt sig að nálægð við hafið getur verið hin fínasta heilsubót. Mengun virðir engin landamæri. Plastmengun veldur skaða í lífríkinu. Súla að gefa unga plastdræsu.Bo Eide Athafnir mannanna ógna heilbrigði hafsins Loftslagsbreytingar, plastmengun í hafi, ofveiði, eyðing búsvæða og önnur mengunarhætta steðjar að lífinu í sjónum og þar af leiðandi lífinu á landi. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Heilbrigði hafsins er hnattrænt málefni sem snertir alla á Jörðinni. Hvernig vilt þú hjálpa hafinu? Kynntu þér nokkrar leiðir í bókinni Hreint haf - Plast á norðurslóðum. Hugum að hafinu á Degi hafsins sem og alla aðra daga. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd og höfundur bókarinnar Hreint haf - Plast á norðurslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Margrét Hugadóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Á Jörðinni er eitt stórt haf sem þekur meirihluta reikistjörnunnar okkar. Þó að úthöfin eigi sér mismunandi nöfn er erfitt að sjá hvar eitt haf endar og annað haf byrjar. Breytingar á einum stað, hafa því áhrif annarsstaðar. Við erum því öll tengd. 8. júní er alþjóðlegur Dagur hafsins og er því við hæfi að rifja upp hvaða áhrif hafið hefur á líf okkar, og hvaða áhrif við höfum á hafið. Suðurskautslandið. Öll stór úthöf líkt og Atlantshafið, Kyrrahafið og Indlandshaf eru tengd og mynda eitt stórt haf. Hafið gerir Jörðina lífvænlega Líf eins og við þekkjum það gæti ekki þrifist án hafsins. Hafið leikur lykilhlutverk í hringrás vatns og svo kemur annar hver andardráttur sem við öndum að okkur frá hafinu, - helmingur þess súrefnis sem við öndum að okkur kemur frá örsmáum lífverum í hafinu sem heita plöntusvif. Við eigum því hafinu mikið að þakka. Í hafinu má finna allt frá smæstu örverum til stærstu dýra Jarðarinnar, steypireyðar sem er stærsta dýrið sem nokkru sinni hefur verið til á Jörðinni, stærri en risaeðlur, eða um 22-33 metrar á lengd, sem er álíka og meðal sundlaug! Hafið er kraftmikið og mótar Jörðina. Krafturinn í öldunum sem skella á landið myndar kletta, björg og strendur. Lífverur í hafinu setja einnig mark sitt á Jörðina, en kóraldýr mynda kóralrif sem eru mikilvæg búsvæði fyrir fjölda lífvera. Stærsta kóralrif á Jörðinni er um 2000 km á lengd og yfir 140 km á breytt og sést utan úr geimnum! Kórallar við Íslandsstrendur.Hafrannsóknarstofnun Hafið hefur áhrif á loftslag og veður Hafið jafnar út hitastigið á Jörðinni. Hitabreytingar eru hægari í hafinu en lofti og flytja hafstraumarnir varma á milli svæða. Golfstraumurinn kemur með hlýjan sjó að sunnan. Kaldur Austur-Íslandsstraumurinn og Austur-Grænlandsstraumurinn flytja kaldan sjó og jafnvel ísjaka frá Grænlandi og Norðurpólnum. Ef golfstraumurinn kæmi ekki að norðurslóðum, þá væri mun kaldara á Íslandi. Við getum ekki án hafsins verið Hafið tengir saman löndin og líka fólkið. Hafið er matarkista okkar og sækjum við í það fjölbreytta fæðu úr dýra- og jurtaríkinu sem og salt og bætiefni. Efni úr hafinu og lífverum sem þar búa eru notuð í krem og lyf. Lækning við sjúkdómum sem eru ólæknandi í dag gæti leynst á hafsbotni. Hafið veitir okkur innblástur til listsköpunar og það hefur sýnt sig að nálægð við hafið getur verið hin fínasta heilsubót. Mengun virðir engin landamæri. Plastmengun veldur skaða í lífríkinu. Súla að gefa unga plastdræsu.Bo Eide Athafnir mannanna ógna heilbrigði hafsins Loftslagsbreytingar, plastmengun í hafi, ofveiði, eyðing búsvæða og önnur mengunarhætta steðjar að lífinu í sjónum og þar af leiðandi lífinu á landi. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Heilbrigði hafsins er hnattrænt málefni sem snertir alla á Jörðinni. Hvernig vilt þú hjálpa hafinu? Kynntu þér nokkrar leiðir í bókinni Hreint haf - Plast á norðurslóðum. Hugum að hafinu á Degi hafsins sem og alla aðra daga. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd og höfundur bókarinnar Hreint haf - Plast á norðurslóðum.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun