Faraldursveiking gengin til baka og spá frekari hækkun Eiður Þór Árnason skrifar 9. júní 2022 17:07 Hagfræðideild Landsbankans gerir ráð fyrir því að gengi krónunnar verði komið í 132 krónur í lok þessa árs. Vísir/Vilhelm Íslenska krónan hefur styrkst verulega frá því að hún var hvað veikust undir lok árs 2020 þegar áhrifa heimsfaraldurs kórónuveiru gætti hvað mest. Kostar evran núna það sama og fyrir faraldurinn. Þegar krónan var veikust kostaði evran 165 krónur og hefur hún verið milli 135 og 140 krónur á síðustu vikum. Öll veikingin sem kom til í kjölfar faraldursins er þar með gengin til baka. Hagfræðideild Landsbankans spáir hægfara styrkingu krónunnar næstu misseri og að verð á evru verði komið í 132 krónur í lok þessa árs. Eiga von á að halli breytist í afgang á næstu mánuðum Fram kemur í hagsjá Landsbankans að krónan hafi styrkst þrátt fyrir að 50,3 milljarða króna halli hafi verið á viðskiptum við útlönd á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en það er mesti halli síðan fyrir hrun. Fram kom í nýlegum tölum Seðlabankans að hallinn skýrist að miklu leyti af því að innlend eftirspurn, og þar með innflutningur hafi tekið hraðar við sér eftir heimsfaraldurinn en komur erlendra ferðamanna, sem telst til útflutnings. Samhliða fjölgun ferðamanna í sumar á hagfræðideild Landsbankans von á því að hallinn á viðskiptum við útlönd breytist í afgang og að afgangur verið eftir árið í heild. Seðlabankinn hafi lítið gripið inn í „Það kann að virðast skjóta skökku við að krónan styrktist á sama tíma og mesti halli á viðskiptum við útlönd frá því fyrir hrun mælist. Hluti ástæðunnar er að samsvarandi flæði á gjaldeyri fylgir ekki endilega viðskiptajöfnuði. Til að mynda fylgir ekkert gjaldeyrisflæði bættri afkoma innlendra fyrirtækja í erlendri eign, nema hugsanlega í framtíðinni þegar þessi hagnaður er innleystur. Hallinn á viðskiptajöfnuði sem myndast sökum þessa hefur því engin áhrif á krónuna,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Einnig hafi verið veruleg aukning á stöðutöku með krónuna í gegnum framvirka samninga með gjaldeyri. Stöðutakan komi fram í gengi krónunnar þegar samningarnir séu gerðir upp en ekki þegar þeir eru gerðir upp í lok samningstímans. Fram kemur í samantekt hagfræðideildar Landsbankans að Seðlabankinn hafi lítið gripið inn í á gjaldeyrismarkaði síðustu mánuði. Í apríl hafi bankinn selt átján milljarða króna til erlends fjárfestis vegna kaupa á ríkisbréfum en þar fyrir utan hafi Seðlabankinn aðeins gripið inn í til þess að koma í veg fyrir miklar sveiflur innan dags. Íslenska krónan Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Þegar krónan var veikust kostaði evran 165 krónur og hefur hún verið milli 135 og 140 krónur á síðustu vikum. Öll veikingin sem kom til í kjölfar faraldursins er þar með gengin til baka. Hagfræðideild Landsbankans spáir hægfara styrkingu krónunnar næstu misseri og að verð á evru verði komið í 132 krónur í lok þessa árs. Eiga von á að halli breytist í afgang á næstu mánuðum Fram kemur í hagsjá Landsbankans að krónan hafi styrkst þrátt fyrir að 50,3 milljarða króna halli hafi verið á viðskiptum við útlönd á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en það er mesti halli síðan fyrir hrun. Fram kom í nýlegum tölum Seðlabankans að hallinn skýrist að miklu leyti af því að innlend eftirspurn, og þar með innflutningur hafi tekið hraðar við sér eftir heimsfaraldurinn en komur erlendra ferðamanna, sem telst til útflutnings. Samhliða fjölgun ferðamanna í sumar á hagfræðideild Landsbankans von á því að hallinn á viðskiptum við útlönd breytist í afgang og að afgangur verið eftir árið í heild. Seðlabankinn hafi lítið gripið inn í „Það kann að virðast skjóta skökku við að krónan styrktist á sama tíma og mesti halli á viðskiptum við útlönd frá því fyrir hrun mælist. Hluti ástæðunnar er að samsvarandi flæði á gjaldeyri fylgir ekki endilega viðskiptajöfnuði. Til að mynda fylgir ekkert gjaldeyrisflæði bættri afkoma innlendra fyrirtækja í erlendri eign, nema hugsanlega í framtíðinni þegar þessi hagnaður er innleystur. Hallinn á viðskiptajöfnuði sem myndast sökum þessa hefur því engin áhrif á krónuna,“ segir í Hagsjá Landsbankans. Einnig hafi verið veruleg aukning á stöðutöku með krónuna í gegnum framvirka samninga með gjaldeyri. Stöðutakan komi fram í gengi krónunnar þegar samningarnir séu gerðir upp en ekki þegar þeir eru gerðir upp í lok samningstímans. Fram kemur í samantekt hagfræðideildar Landsbankans að Seðlabankinn hafi lítið gripið inn í á gjaldeyrismarkaði síðustu mánuði. Í apríl hafi bankinn selt átján milljarða króna til erlends fjárfestis vegna kaupa á ríkisbréfum en þar fyrir utan hafi Seðlabankinn aðeins gripið inn í til þess að koma í veg fyrir miklar sveiflur innan dags.
Íslenska krónan Seðlabankinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Viðskipti innlent Veiðigjald á kolmunna verður 83 prósent lægra en í Færeyjum Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Ýta undir jákvæðni fólks með pólskumælandi þjálfun Atvinnulíf Líf og fjör á Unglingalandsmótinu um verslunarmannahelgina Samstarf Fleiri fréttir Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur