Danir og Færeyingar semja um sjö milljarða ratsjárstöð NATO Kristján Már Unnarsson skrifar 9. júní 2022 18:59 Utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirrita viljayfirlýsingu um ratsjána í Þórshöfn í dag. Landsstjórn Færeyja Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og Morten Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar á Sornfelli í Færeyjum. Yfirlýsingin var undirrituð í Þórshöfn í tengslum við ríkisfund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með þeim Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, sem undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál. Ratsjárstöðin mun treysta eftirlit NATO með loftrýminu milli Íslands, Noregs og Bretlands og er gert ráð fyrir að hún hafi 3-400 kílómetra drægni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu danska varnamálaráðuneytisins. Þar segir að 390 milljónir danskra króna, andvirði 7,2 milljarða íslenskra króna, hafi verið teknar frá til uppsetningar ratsjárinnar. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, funduðu í Færeyjum í dag og undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál.Landsstjórn Færeyja Stöðin verður reist á grunni eldri stöðvar, sem tekin var úr notkun árið 2007. Við það myndaðist gat í eftirlitskeðju Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi, sem rússneskar herflugvélar gátu komist óséðar í gegnum. Ratsjárstöð var upphaflega reist á Sornfelli á árunum upp úr 1960 í tengslum við uppsetningu samskonar stöðva á Íslandi, en henni fylgdi umdeild herstöð þar sem voru allt að tvöhundruð hermenn þegar mest var. Á blaðamannafundi í dag sagði Jenis av Rana að hvorki vopn né hermenn myndu fylgja nýju ratsjárstöðinni í Færeyjum heldur yrði hún ómönnuð og fjarstýrð. Ratsjáin myndi jafnframt nýtast borgaralegu flugi og flugumferðarstjórar fá aðgang að ratsjárgögnum. Þá myndu færeyskir verktakar fá tækifæri til að bjóða í verkið til jafns við aðra. „Viljayfirlýsingin undirstrikar það góða samstarf sem er milli Færeyja og Danmerkur í öryggismálum,“ segir varnarmálaráðherra Dana, Morten Bødskov, í fréttatilkynningu. „Ratsjáin verður hluti af því eftirlitskerfi sem er með loftrými á svæðinu. Það mun gagnast samfélaginu á sama tíma og öryggi Evrópu er ógnað. Þetta sýnir að bæði Danmörk og Færeyjar taka ábyrgð á öryggi konungsríkisins,“ segir danski ráðherrann. Færeyjar Danmörk Grænland NATO Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. 5. júní 2022 09:25 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Ratsjárstöðin mun treysta eftirlit NATO með loftrýminu milli Íslands, Noregs og Bretlands og er gert ráð fyrir að hún hafi 3-400 kílómetra drægni, að því er fram kemur í fréttatilkynningu danska varnamálaráðuneytisins. Þar segir að 390 milljónir danskra króna, andvirði 7,2 milljarða íslenskra króna, hafi verið teknar frá til uppsetningar ratsjárinnar. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, funduðu í Færeyjum í dag og undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál.Landsstjórn Færeyja Stöðin verður reist á grunni eldri stöðvar, sem tekin var úr notkun árið 2007. Við það myndaðist gat í eftirlitskeðju Atlantshafsbandalagsins á Norður-Atlantshafi, sem rússneskar herflugvélar gátu komist óséðar í gegnum. Ratsjárstöð var upphaflega reist á Sornfelli á árunum upp úr 1960 í tengslum við uppsetningu samskonar stöðva á Íslandi, en henni fylgdi umdeild herstöð þar sem voru allt að tvöhundruð hermenn þegar mest var. Á blaðamannafundi í dag sagði Jenis av Rana að hvorki vopn né hermenn myndu fylgja nýju ratsjárstöðinni í Færeyjum heldur yrði hún ómönnuð og fjarstýrð. Ratsjáin myndi jafnframt nýtast borgaralegu flugi og flugumferðarstjórar fá aðgang að ratsjárgögnum. Þá myndu færeyskir verktakar fá tækifæri til að bjóða í verkið til jafns við aðra. „Viljayfirlýsingin undirstrikar það góða samstarf sem er milli Færeyja og Danmerkur í öryggismálum,“ segir varnarmálaráðherra Dana, Morten Bødskov, í fréttatilkynningu. „Ratsjáin verður hluti af því eftirlitskerfi sem er með loftrými á svæðinu. Það mun gagnast samfélaginu á sama tíma og öryggi Evrópu er ógnað. Þetta sýnir að bæði Danmörk og Færeyjar taka ábyrgð á öryggi konungsríkisins,“ segir danski ráðherrann.
Færeyjar Danmörk Grænland NATO Öryggis- og varnarmál Fréttir af flugi Norðurslóðir Tengdar fréttir Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. 5. júní 2022 09:25 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Fleiri fréttir Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Sjá meira
Skrifa undir samning um nýja ratsjárstöð NATO í Færeyjum Landsstjórn Færeyja og ríkisstjórn Danmerkur hafa náð samkomulagi um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar NATO á Sornfelli í Færeyjum. Áformað er að utanríkisráðherra Færeyja, Jenis av Rana, og varnarmálaráðherra Danmerkur, Morten Bødskov, undirriti samninginn í Hoyvík næstkomandi fimmtudag í tengslum við fund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með leiðtogum Færeyinga og Grænlendinga í Þórshöfn í vikunni. 5. júní 2022 09:25