„Ofbeldið var engin tilviljun“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. júní 2022 22:00 Fundurinn í gær var sá fyrsti af sjö þar sem reynt verður að varpa ljósi á atburðarrásina þann 6. janúar sem leiddi til að múgur á vegum Trumps braust inn í þinghúsið. Nefndin telur ljóst að Trump hafi verið kveikjan en hann virtist hvetja stuðningsmenn sína til dáða þrátt fyrir ítrekuð áköll úr sínum innsta hring. AP/Andrew Harnik Donald Trump spilaði lykilhlutverk í árásinni á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 að mati þingnefndar. Formaður nefndarinnar segir ofbeldið ekki hafa verið neina tilviljun heldur hafi verið um að ræða tilraun til valdaráns. Þann 6. janúar 2021 voru þingmenn öldunga- og fulltrúadeildarinnar komnir saman Washington-borg til að staðfesta úrslit forsetakosninganna en Joe Biden hafði farið með sigur af hólmi í kosningunum í nóvember 2020. Undir venjulegum kringumstæðum hefði aðeins verið um formsatriði að ræða en dagurinn átti eftir að taka óvænta stefnu. Fyrir árásina hafði Donald Trump þáverandi Bandaríkjaforseti haldið því fram um margra mánaða skeið að forsetakosningunum hafi verið stolið og neitaði að lúta í lægra haldi fyrir Biden. Síðasta tækifæri Trumps til að ná sínu fram gengt var þennan örlagaríka dag í janúar og hvatti hann stuðningsmenn sína til að arka að þinghúsinu til að láta rödd sína heyrast. „Ég má ekki að segja hvað mun að gerast í dag. Því allir verða bara að sjá það með eigin augum,“ sagði ónefndur stuðningsmaður Trumps fyrr um daginn. Nokkrum klukkustundum síðar brutust hundruð stuðningsmanna Trumps, margir þeirra vopnaðir, inn í þinghúsið. Þingnefnd fulltrúadeildarinnar sem hefur haft árásina til rannsóknar segir ljóst hver beri ábyrgð. Myndefni úr búkmyndavélum var meðal annars sýnt á fundinum. AP „Sjötta janúar náði tilraun til valdaráns hámarki sínu. Blygðunarlaus tilraun, eins og einn óeirðaseggurinn sagði skömmu eftir 6. janúar, til að kollvarpa ríkisstjórninni. Ofbeldið var engin tilviljun,“ sagði Bennie Thompson, þingmaður Demókrata og formaður nefndarinnar á opnum fundi í gærkvöldi. Liz Cheney, þingmaður Repúblikana og varaformaður nefndarinnar, hefur gagnrýnt Trump harðlega fyrir árásina á þinghúsið en hún sagði það ekkert vafamál að óeirðarseggirnir hafi verið á staðnum fyrir tilstilli Trumps. „Trump forseti stefndi múgnum þangað, safnaði honum saman og kveikti eld þessarar árásar,“ sagði Cheney. Þá sagði hún Trump hafa ítrekað hunsað marga úr sínum innsta hring, þar á meðal starfsmenn og fjölskyldumeðlimi, sem biðluðu til hans að segja við stuðningsmenn sína að fara heim án tafar. Blóðbað og morðhótanir Á fundinum í gær sýndi nefndin áður óséð myndefni, þar sem hópurinn heyrist meðal annars kalla nafn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Í fyrri yfirheyrslum í tengslum við málið hefur komið fram að múgurinn hafi jafnvel ætlað sér að drepa Pelosi. Þá var nafn Mike Pence, varaforseta Trumps, einnig kallað en þar voru stuðningsmenn Trumps ekkert að skafa af því. „Hengjum Mike Pence,“ heyrðist múgurinn kalla ítrekað. Cheney greindi frá því í ávarpi sínu í gær að sjálfur hafi Trump sagt að Pence ætti það ef til vill skilið. Lögreglumenn réðu ekki við þann fjölda sem hafði safnast við þinghúsið. AP Til átaka kom milli lögreglu og óeirðarseggjanna bæði fyrir utan þinghúsið og innandyra en um hundrað lögreglumenn slösuðust í óeirðunum. Að minnsta kosti einn lést af völdum áverka sem hann hlaut í óeirðunum en fjórir lögreglumenn til viðbótar frömdu sjálfsvíg nokkrum dögum eða vikum síðar. Lögreglukona sem var viðstödd lýsti deginum sem blóðbaði en sjálf hlaut hún heilaskaða. „Ég má ekki að segja hvað mun að gerast í dag. Því allir verða bara að sjá það með eigin augum,“ sagði lögreglukonan Caroline Edwards en hún lýsti því að hún hafi runnið til í blóði annarra lögregluþjóna. Nefndin hefur rætt við ríflega þúsund manns frá því að rannsókn þeirra hófst, þar á meðal einstaklingar úr starfsliði Trumps og jafnvel fjölskyldumeðlimi hans. Elsta dóttir Trumps var meðal þeirra sem bar vitni fyrir nefndinni. AP/Andrew Harnik Sýnt var frá vitnisburði Ivönku Trump í gær þar sem hún sagðist hafa virt niðurstöðu Bill Barr, þáverandi dómsmálaráðherra, og tekið mark á því þegar hann sagði engar vísbendingar um að kosningasvindl hafi átt sér stað. Sjálfur sagði Barr í vitnisburði sínum að tilgátur Trumps væru „kjaftæði.“ Ríflega átta hundruð manns hafa verið ákærðir í tengslum við árásina, margir þeirra frá öfgasamtökum á borð við Proud Boys og the Oathkeepers, en flestir sem nefndin ræddi við sögðust hafa mætt því Trump vildi það. Sjálfur var Trump ákærður til embættismissis fyrir að hvetja til uppreisnar en öldungadeildin samþykkti það ekki. Á komandi vikum verður sýnt frá vitnisburðum fleiri einstaklinga til að reyna að varpa skýrara ljósi á atburðarrásina. Markmið nefndarinnar er þá að koma í veg fyrir að atburður sem þessi eigi sér aldrei aftur stað í Bandaríkjunum. Hægt er að horfa á fyrsta fundinn í heild sinni hér fyrir neðan. Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira
Þann 6. janúar 2021 voru þingmenn öldunga- og fulltrúadeildarinnar komnir saman Washington-borg til að staðfesta úrslit forsetakosninganna en Joe Biden hafði farið með sigur af hólmi í kosningunum í nóvember 2020. Undir venjulegum kringumstæðum hefði aðeins verið um formsatriði að ræða en dagurinn átti eftir að taka óvænta stefnu. Fyrir árásina hafði Donald Trump þáverandi Bandaríkjaforseti haldið því fram um margra mánaða skeið að forsetakosningunum hafi verið stolið og neitaði að lúta í lægra haldi fyrir Biden. Síðasta tækifæri Trumps til að ná sínu fram gengt var þennan örlagaríka dag í janúar og hvatti hann stuðningsmenn sína til að arka að þinghúsinu til að láta rödd sína heyrast. „Ég má ekki að segja hvað mun að gerast í dag. Því allir verða bara að sjá það með eigin augum,“ sagði ónefndur stuðningsmaður Trumps fyrr um daginn. Nokkrum klukkustundum síðar brutust hundruð stuðningsmanna Trumps, margir þeirra vopnaðir, inn í þinghúsið. Þingnefnd fulltrúadeildarinnar sem hefur haft árásina til rannsóknar segir ljóst hver beri ábyrgð. Myndefni úr búkmyndavélum var meðal annars sýnt á fundinum. AP „Sjötta janúar náði tilraun til valdaráns hámarki sínu. Blygðunarlaus tilraun, eins og einn óeirðaseggurinn sagði skömmu eftir 6. janúar, til að kollvarpa ríkisstjórninni. Ofbeldið var engin tilviljun,“ sagði Bennie Thompson, þingmaður Demókrata og formaður nefndarinnar á opnum fundi í gærkvöldi. Liz Cheney, þingmaður Repúblikana og varaformaður nefndarinnar, hefur gagnrýnt Trump harðlega fyrir árásina á þinghúsið en hún sagði það ekkert vafamál að óeirðarseggirnir hafi verið á staðnum fyrir tilstilli Trumps. „Trump forseti stefndi múgnum þangað, safnaði honum saman og kveikti eld þessarar árásar,“ sagði Cheney. Þá sagði hún Trump hafa ítrekað hunsað marga úr sínum innsta hring, þar á meðal starfsmenn og fjölskyldumeðlimi, sem biðluðu til hans að segja við stuðningsmenn sína að fara heim án tafar. Blóðbað og morðhótanir Á fundinum í gær sýndi nefndin áður óséð myndefni, þar sem hópurinn heyrist meðal annars kalla nafn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Í fyrri yfirheyrslum í tengslum við málið hefur komið fram að múgurinn hafi jafnvel ætlað sér að drepa Pelosi. Þá var nafn Mike Pence, varaforseta Trumps, einnig kallað en þar voru stuðningsmenn Trumps ekkert að skafa af því. „Hengjum Mike Pence,“ heyrðist múgurinn kalla ítrekað. Cheney greindi frá því í ávarpi sínu í gær að sjálfur hafi Trump sagt að Pence ætti það ef til vill skilið. Lögreglumenn réðu ekki við þann fjölda sem hafði safnast við þinghúsið. AP Til átaka kom milli lögreglu og óeirðarseggjanna bæði fyrir utan þinghúsið og innandyra en um hundrað lögreglumenn slösuðust í óeirðunum. Að minnsta kosti einn lést af völdum áverka sem hann hlaut í óeirðunum en fjórir lögreglumenn til viðbótar frömdu sjálfsvíg nokkrum dögum eða vikum síðar. Lögreglukona sem var viðstödd lýsti deginum sem blóðbaði en sjálf hlaut hún heilaskaða. „Ég má ekki að segja hvað mun að gerast í dag. Því allir verða bara að sjá það með eigin augum,“ sagði lögreglukonan Caroline Edwards en hún lýsti því að hún hafi runnið til í blóði annarra lögregluþjóna. Nefndin hefur rætt við ríflega þúsund manns frá því að rannsókn þeirra hófst, þar á meðal einstaklingar úr starfsliði Trumps og jafnvel fjölskyldumeðlimi hans. Elsta dóttir Trumps var meðal þeirra sem bar vitni fyrir nefndinni. AP/Andrew Harnik Sýnt var frá vitnisburði Ivönku Trump í gær þar sem hún sagðist hafa virt niðurstöðu Bill Barr, þáverandi dómsmálaráðherra, og tekið mark á því þegar hann sagði engar vísbendingar um að kosningasvindl hafi átt sér stað. Sjálfur sagði Barr í vitnisburði sínum að tilgátur Trumps væru „kjaftæði.“ Ríflega átta hundruð manns hafa verið ákærðir í tengslum við árásina, margir þeirra frá öfgasamtökum á borð við Proud Boys og the Oathkeepers, en flestir sem nefndin ræddi við sögðust hafa mætt því Trump vildi það. Sjálfur var Trump ákærður til embættismissis fyrir að hvetja til uppreisnar en öldungadeildin samþykkti það ekki. Á komandi vikum verður sýnt frá vitnisburðum fleiri einstaklinga til að reyna að varpa skýrara ljósi á atburðarrásina. Markmið nefndarinnar er þá að koma í veg fyrir að atburður sem þessi eigi sér aldrei aftur stað í Bandaríkjunum. Hægt er að horfa á fyrsta fundinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Sjá meira