Óvænt símtal skömmu eftir brottför setti allt úr skorðum Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 20:22 Niceair tilkynnti fyrr í dag að öllu Bretlandsflugi flugfélagsins í júní hefði verið aflýst. Vísir/Tryggvi Tíu mínútum eftir að flugvél Niceair hélt í jómfrúarflug flugfélagsins til Bretlands barst símtal á skrifstofur félagsins þar sem þeim var tjáð að þau fengju ekki að taka farþega með til Íslands í því flugi. Hann segir ekki sameiginlegan skilning á skýringum varðandi hvert vandamálið sé. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Niceair, segir frá þessu í pistli á Facebook. Hann greinir frá því að símtalið óvænta hafi borist tíu mínútum eftir flugtak í jómfrúarfluginu til Bretlands. Þar var tilkynnt að þar sem leyfismál væru ekki á hreinu fengi félagið ekki að taka með farþega til Íslands. „Þetta kom flatt upp á okkur þar sem þessi mál höfðu aldrei borið á góma í þriggja mánaða ferli með breskum yfirvöldum og ekkert skriflegt hafði borist félaginu,“ skrifar Þorvaldur Lúðvík. Hann segir að félagið hafi unnið ötullega að því að fá skýringu á vandamálinu og að þau hafi fengið óljósa mynd af því framan af. Síðar hafi borist skýring sem ekki sé endilega sameiginlegur skilningur á. Þorvaldur Lúðvík segir að þrátt fyrir þetta hafi öllum farþegum verið komið á áfangastað. Félagið hafi unnið að útfærslum á lausnum en hafi síðan fengið þau svör í gærkvöldi að nú væri að koma helgi og ekki væri tími til að vinna öll mál á svo stuttum tíma. Farþegar ósáttir að hafa ekki fengið tilkynningu um aflýsingu Ennfremur skrifar Þorvaldur Lúðvík að starfsfólk Niceair hafi unnið þrekvirki í að koma öllum farþegum, sem bókaðir voru og þáðu hjálp, áfram á áfangastað eftir örðum leiðum. „Við urðum að grípa til þess óyndisúrræðis að aflýsa flugum út júni. Þetta gerðum við í varúðarskyni, en við vonumst vitanlega til þess að leysa þessi mál innan þess tíma.“ Hann segir að félagið hafi lent í aðstæðum sem rekja megi til Brexit og flækjustigs alþjóðasamninga sem þrjú þjóðríki og tvö viðskiptabandalög eiga aðild að. „Við þurftum að koma þessum tíðindum sem fyrst til flestra og því var send út fréttatilkynning um hádegisbil. Ekki var búið að senda aflýsingu á flugi á mánudag til farþega og eru einhverjir ósáttir með það, sem ég skil vel, en þetta var mat okkar að ná til sem flestra fyrst.“ Fréttir af flugi Akureyri Brexit Bretland Neytendur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Niceair, segir frá þessu í pistli á Facebook. Hann greinir frá því að símtalið óvænta hafi borist tíu mínútum eftir flugtak í jómfrúarfluginu til Bretlands. Þar var tilkynnt að þar sem leyfismál væru ekki á hreinu fengi félagið ekki að taka með farþega til Íslands. „Þetta kom flatt upp á okkur þar sem þessi mál höfðu aldrei borið á góma í þriggja mánaða ferli með breskum yfirvöldum og ekkert skriflegt hafði borist félaginu,“ skrifar Þorvaldur Lúðvík. Hann segir að félagið hafi unnið ötullega að því að fá skýringu á vandamálinu og að þau hafi fengið óljósa mynd af því framan af. Síðar hafi borist skýring sem ekki sé endilega sameiginlegur skilningur á. Þorvaldur Lúðvík segir að þrátt fyrir þetta hafi öllum farþegum verið komið á áfangastað. Félagið hafi unnið að útfærslum á lausnum en hafi síðan fengið þau svör í gærkvöldi að nú væri að koma helgi og ekki væri tími til að vinna öll mál á svo stuttum tíma. Farþegar ósáttir að hafa ekki fengið tilkynningu um aflýsingu Ennfremur skrifar Þorvaldur Lúðvík að starfsfólk Niceair hafi unnið þrekvirki í að koma öllum farþegum, sem bókaðir voru og þáðu hjálp, áfram á áfangastað eftir örðum leiðum. „Við urðum að grípa til þess óyndisúrræðis að aflýsa flugum út júni. Þetta gerðum við í varúðarskyni, en við vonumst vitanlega til þess að leysa þessi mál innan þess tíma.“ Hann segir að félagið hafi lent í aðstæðum sem rekja megi til Brexit og flækjustigs alþjóðasamninga sem þrjú þjóðríki og tvö viðskiptabandalög eiga aðild að. „Við þurftum að koma þessum tíðindum sem fyrst til flestra og því var send út fréttatilkynning um hádegisbil. Ekki var búið að senda aflýsingu á flugi á mánudag til farþega og eru einhverjir ósáttir með það, sem ég skil vel, en þetta var mat okkar að ná til sem flestra fyrst.“
Fréttir af flugi Akureyri Brexit Bretland Neytendur Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira