Leigubílstjórar eru ekki börn Jóhannes Stefánsson skrifar 11. júní 2022 13:01 Íslenskir leigubílstjórar hafa það ekkert sérstaklega gott. Á síðasta ári voru regluleg heildarlaun einka- leigu- og sendibifreiðastjóra kr. 579.000,- á mánuði, að meðaltali. Eins og við hin þurfa þeir að hafa í sig og á, borga af lánum og þvíumlíkt. En þeir þurfa líka (flestir) að kaupa mikið eldsneyti, borga dýrar tryggingar af leigubílnum, viðhald, dekk og annað slíkt. Í ofanálag borga þeir stöðvargjald á leigubílastöð, sirka 100.000 krónur á mánuði, sem þeir verða ennþá að gera samkvæmt lögum þótt það standi til bóta. Það situr líklega ekki mjög mikið eftir í lok mánaðar. Vinnuálagið sveiflast síðan á milli þess að bíða löngum stundum eftir verkefnum á virkum dögum, en anna ekki eftirspurn um helgar og á frídögum. Leigubílstjórar þurfa oft að vinna á næturnar og þegar við hin erum í fríi að njóta tíma með vinum og fjölskyldu. Farþegarnir eru ekkert alltaf upp á sitt besta. Bundnir í báða skó Leigubílstjórar ákveða ekki verð fyrir þjónustuna sjálfir og geta ekki aðlagað hana að því sem neytendur biðja um. Þeir mega til dæmis ekki bjóða lægra verð þegar það er lítið að gera og geta því ekki freistað þess að hafa meira að gera á daginn. Þeir gætu kannski haft meira upp úr krafsinu þannig. Leigubílastöðvarnar ákveða verðið fyrir þá, með undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu. Það er bara ein ríkislausn í boði. Leigubílstjórar eru síðan í harðnandi samkeppni við aðra valkosti. Almenningssamgöngur, hjól, hlaupahjól, deilibíla en líka ólöglega skutlara. Þessir síðastnefndu eru til þjónustu reiðubúnir hverju sem tautar og raular og þurfa aldeilis ekki ekki að borga sama kostnað og leigubílstjórarnir. Það er spurning hvort það sé ekki betra að taka þá bara inn í kerfið með einhverjum skynsamlegum hætti, allavega þá sem uppfylla lágmarksskilyrði. Leigubílstjórar mega ekki stofna fyrirtæki utan um reksturinn, ólíkt okkur. Þeir geta ekki bundist böndum og stofnað félög sem sjá til dæmis um að kaupa bíla með magnafslætti eða tryggingar á betri kjörum. Þeir þurfa sjálfir að sjá um allt viðhald og þrif. Ef bíllinn bilar eða þeir veikjast, þá bera þeir einir áhættuna og kostnaðinn. Þeir eru bundnir vistarböndum. Þessu á ekki að breyta. Full á torgum bæjarins Á hinum endanum erum það við, neytendurnir. Stundum er ekkert mál að fá bíl. Stundum er það alls ekki hægt, eins og á álagstímum um helgar. Þá safnast fólk saman á götum og torgum bæjarins þar sem það bíður jafnvel klukkutímum saman eftir að röðin komi að sér. Það er ekki gott að fólk í misjöfnu ástandi sé að bíða mjög lengi eftir að komast heim til sín (eða annarra). Stundum gefst fólk upp á biðinni og keyrir eða tekur hlaupahjól heim. Sumir eiga erfitt með að haga sér undir áhrifum og beita ofbeldi. Þetta getur verið mjög hættulegt. Stundum þegar maður pantar leigubíl þá kemur glæsileg lúxuskerra. Einstaka sinnum kemur bíll sem maður veltir fyrir sér hvernig geti verið með skoðunarmiða. Það er samt sama verðið fyrir þá báða. Flestum finnst frekar dýrt að taka leigubíl, þótt bílstjórarnir hafi heilt yfir ekki mikið upp úr akstrinum. Það er þó rétt að taka það fram að það er mun ódýrara að taka stundum leigubíl í staðinn fyrir að eiga bíl sjálfur, ef maður getur. Leigubílstjórar eru traustsins verðir Þetta er semsagt ekki fullkomið kerfi, þótt eigendur leigubifreiðastöðva haldi því fram. Leigubílstjórar og neytendur njóta ekki góðs af haftafyrirkomulaginu, þótt eigendur stöðvanna vilji telja þeim trú um það. Leigubílstjórar eru ekki börn og það á ekki að koma fram við þá eins og þeir séu það. Þeim er fyllilega treystandi til þess að veita okkur hinum þjónustuna sem við viljum. En þeir mega bara ekki gera það, því það er búið að banna það með lögum. Þeir geta ekki boðið upp á nýjungar og þjónustan er bundin í fortíðarfyrirkomulagi. Núna er Alþingi á lokametrunum við að afgreiða ný leigubílalög. Þau gera áfram ráð fyrir því að komið sé fram við leigubílstjóra eins og þeir séu börn. Eins og þeir geti ekki ákveðið sjálfir hvernig þjónustu þeir vilja veita og komið til móts við þarfir okkar, neytendanna. Framtíðin bíður eftir leigubílstjórum. Eigum við ekki að hleypa þeim þangað? Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Umsagnir Viðskiptaráðs um leigubílafrumvarpið má skoða hér, hér og hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhannes Stefánsson Leigubílar Alþingi Mest lesið Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir leigubílstjórar hafa það ekkert sérstaklega gott. Á síðasta ári voru regluleg heildarlaun einka- leigu- og sendibifreiðastjóra kr. 579.000,- á mánuði, að meðaltali. Eins og við hin þurfa þeir að hafa í sig og á, borga af lánum og þvíumlíkt. En þeir þurfa líka (flestir) að kaupa mikið eldsneyti, borga dýrar tryggingar af leigubílnum, viðhald, dekk og annað slíkt. Í ofanálag borga þeir stöðvargjald á leigubílastöð, sirka 100.000 krónur á mánuði, sem þeir verða ennþá að gera samkvæmt lögum þótt það standi til bóta. Það situr líklega ekki mjög mikið eftir í lok mánaðar. Vinnuálagið sveiflast síðan á milli þess að bíða löngum stundum eftir verkefnum á virkum dögum, en anna ekki eftirspurn um helgar og á frídögum. Leigubílstjórar þurfa oft að vinna á næturnar og þegar við hin erum í fríi að njóta tíma með vinum og fjölskyldu. Farþegarnir eru ekkert alltaf upp á sitt besta. Bundnir í báða skó Leigubílstjórar ákveða ekki verð fyrir þjónustuna sjálfir og geta ekki aðlagað hana að því sem neytendur biðja um. Þeir mega til dæmis ekki bjóða lægra verð þegar það er lítið að gera og geta því ekki freistað þess að hafa meira að gera á daginn. Þeir gætu kannski haft meira upp úr krafsinu þannig. Leigubílastöðvarnar ákveða verðið fyrir þá, með undanþágu frá Samkeppniseftirlitinu. Það er bara ein ríkislausn í boði. Leigubílstjórar eru síðan í harðnandi samkeppni við aðra valkosti. Almenningssamgöngur, hjól, hlaupahjól, deilibíla en líka ólöglega skutlara. Þessir síðastnefndu eru til þjónustu reiðubúnir hverju sem tautar og raular og þurfa aldeilis ekki ekki að borga sama kostnað og leigubílstjórarnir. Það er spurning hvort það sé ekki betra að taka þá bara inn í kerfið með einhverjum skynsamlegum hætti, allavega þá sem uppfylla lágmarksskilyrði. Leigubílstjórar mega ekki stofna fyrirtæki utan um reksturinn, ólíkt okkur. Þeir geta ekki bundist böndum og stofnað félög sem sjá til dæmis um að kaupa bíla með magnafslætti eða tryggingar á betri kjörum. Þeir þurfa sjálfir að sjá um allt viðhald og þrif. Ef bíllinn bilar eða þeir veikjast, þá bera þeir einir áhættuna og kostnaðinn. Þeir eru bundnir vistarböndum. Þessu á ekki að breyta. Full á torgum bæjarins Á hinum endanum erum það við, neytendurnir. Stundum er ekkert mál að fá bíl. Stundum er það alls ekki hægt, eins og á álagstímum um helgar. Þá safnast fólk saman á götum og torgum bæjarins þar sem það bíður jafnvel klukkutímum saman eftir að röðin komi að sér. Það er ekki gott að fólk í misjöfnu ástandi sé að bíða mjög lengi eftir að komast heim til sín (eða annarra). Stundum gefst fólk upp á biðinni og keyrir eða tekur hlaupahjól heim. Sumir eiga erfitt með að haga sér undir áhrifum og beita ofbeldi. Þetta getur verið mjög hættulegt. Stundum þegar maður pantar leigubíl þá kemur glæsileg lúxuskerra. Einstaka sinnum kemur bíll sem maður veltir fyrir sér hvernig geti verið með skoðunarmiða. Það er samt sama verðið fyrir þá báða. Flestum finnst frekar dýrt að taka leigubíl, þótt bílstjórarnir hafi heilt yfir ekki mikið upp úr akstrinum. Það er þó rétt að taka það fram að það er mun ódýrara að taka stundum leigubíl í staðinn fyrir að eiga bíl sjálfur, ef maður getur. Leigubílstjórar eru traustsins verðir Þetta er semsagt ekki fullkomið kerfi, þótt eigendur leigubifreiðastöðva haldi því fram. Leigubílstjórar og neytendur njóta ekki góðs af haftafyrirkomulaginu, þótt eigendur stöðvanna vilji telja þeim trú um það. Leigubílstjórar eru ekki börn og það á ekki að koma fram við þá eins og þeir séu það. Þeim er fyllilega treystandi til þess að veita okkur hinum þjónustuna sem við viljum. En þeir mega bara ekki gera það, því það er búið að banna það með lögum. Þeir geta ekki boðið upp á nýjungar og þjónustan er bundin í fortíðarfyrirkomulagi. Núna er Alþingi á lokametrunum við að afgreiða ný leigubílalög. Þau gera áfram ráð fyrir því að komið sé fram við leigubílstjóra eins og þeir séu börn. Eins og þeir geti ekki ákveðið sjálfir hvernig þjónustu þeir vilja veita og komið til móts við þarfir okkar, neytendanna. Framtíðin bíður eftir leigubílstjórum. Eigum við ekki að hleypa þeim þangað? Höfundur er lögfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Umsagnir Viðskiptaráðs um leigubílafrumvarpið má skoða hér, hér og hér.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar