Danmerkurmeistarinn Viktor Gísli: „Staðráðinn í að láta þetta ganga upp“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júní 2022 09:00 Viktor Gísli fagnar titlinum með liðsfélögum sínum. Aðsend „Það var ekki verið að haga sér, það voru tekin nokkur pissustopp og rútuferð sem átti að taka tvo og hálfan tíma tók örugglega fjóra og hálfan tíma,“ sagði markvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson um heimferðina eftir að GOG varð Danmerkurmeistari í handbolta um liðna helgi. GOG varð danskur meistari í áttunda sinn í sögu félagsins á sunnudag. Viktor Gísli ræddi við Vísi um sigurinn, heimförina og framhaldið en landsliðsmarkvörðurinn heldur til franska stórliðsins Nantes í næsta mánuði. Hann gat því vart endað þriggja ára dvöl sína í Danmörku betur. „Það var alvöru stemmning í rútunni og við fengum geggjaðar móttökur þegar við loks skiluðum okkur heim. Heill haugur af fólki, flugeldum skotið upp, blys og allur pakkinn bara,“ sagði Viktor Gísli um fagnaðarlæti sunnudagsins. Það var þó ekki numið staðar þar og hafa fagnaðarlætin haldið áfram: „Erum búnir að fagna síðustu tvo daga og þriðji hittingurinn er núna í kvöld,“ bætti Viktor Gísli við en Vísir heyrði í honum á þriðjudag. GOG is a special club. Nordic Story followed closely when the club won the first Danish championship title in 15 years. Nice production! : GOG/Nordic Story#handball pic.twitter.com/W3vKouKSZQ— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 15, 2022 Reynslan skipti sköpum Blaðamaður á alltaf erfitt með þegar fyrirkomulag er ekki eins og þekkist á Íslandi. Viktor Gísli útskýrði yfirvegað að í Danmörku þyrfti í raun að ná í þrjú stig til að klára úrslitaeinvígi. Það var því ljóst að eftir fyrri leikinn – sem lauk með jafntefli – að sigurvegari sunnudagsins yrði Danmerkurmeistari. Eftir langt og strembið tímabil voru allir frekar sáttir við að eiga möguleika á að klára dæmið. „Það var geggjuð stemmning á leiðinni til Álaborgar líka. Vorum allir mjög sáttir við að þetta yrði síðasti leikurinn á tímabilinu. Erum sérstaklega sáttir núna. Geggjað að leggja Álaborg loksins, erum búnir að reyna í þrjú ár og það tókst loksins.“ „Myndi segja að aukin reynsla sé það sem gerði gæfumuninn. Höfum fengið inn reynslumikla menn og höfum almennt verið að bæta við reynslu síðan ég kom, svo erum við sem höfum verið hér allan tímann líka reynslunni ríkari.“ „Aldrei náð að klára þá.“ „Í gegnum þessi þrjú tímabil sem ég hef verið hérna höfum við alltaf staðið í Álaborg en aldrei náð að klára þá. Höfum kannski staðið í þeim fyrstu 40 mínúturnar og svo kastað því frá okkur undir lokin. Nú náðum við að halda ró okkar og í raun stela þessu í lokin, við áttum ekki skilið að vinna en náðum að stela þessu á síðasta korterinu. Það sýndi reynsluna sem býr í liðinu.“ Meistaralið GOG.Aðsend Frá Fjóni til Frakklands Viktor Gísli, sem er uppalinn hjá Fram í Reykjavík, hefur búið í Óðinsvé á Fjóni síðan hann flutti til Danmerkur fyrir þremur árum síðan. Þó um sé að ræða nokkuð stóra borg á danskan mælikvarða þá heldur stærri og meiri borg sem og félagið er töluvert stærra í sniðum en GOG. Hinn 21 árs gamli Viktor Gísli er þó hvergi smeykur og segir að sem stendur sé allt að fara eftir áætlun. „Það var alltaf planið að vera þrjú ár í Danmörku og færa mig svo yfir í Meistaradeildarlið. GOG er vissulega slíkt lið núna – sem er mjög gaman – en það var alltaf planið að fara í stærra lið og stærra umhverfi eftir þrjú ár.“ „Ég spilaði á móti Nantes stuttu eftir jól og náði aðeins að skoða aðstæður þá. Svo fæ ég íbúðina sem Emil Nielsen – markvörður liðsins á síðustu leiktíð – var í. Klúbburinn sér alveg um það, sem er mjög jákvætt. Ég sé því bara um að pakka hérna og mæti svo hress til Frakklands 20. júlí.“ Viktor Gísli sáttur með titilinn í hönd.Aðsend Tók þýsku í menntaskóla Franska er ekki einfaldasta mál í heimi og það hjálpar Viktori Gísla ekki mikið að hafa tekið þýsku í menntaskóla á sínum tíma. Hann hefur hins vegar þegar hafið undirbúning og verður eflaust orðinn franskur áður en langt um líður. „Ég er byrjaður í frönsku námi, það gengur samt ekkert alltof vel. Þarf að vera duglegur að taka aukatíma þegar ég kem til Frakklands, reyna að bulla eitthvað og gera mig að fífli. Ætla að reyna að vera fljótari að koma mér inn í hlutina þar heldur en ég var hér.“ „Ég var mjög heppinn að vera með tvo Íslendinga með mér þegar ég kom út til Danmerkur á sínum tíma. Annars vegar Óðinn Þór (Ríkharðsson) og svo Arnar Frey (Arnarsson) sem var með mér í Fram. Það er var í raun algjör draumastaða fyrir ungan leikmann eins og mig.“ Bjó þríeykið – líkt og allir leikmenn GOG – Óðinsvé. Þaðan er keyrt til Gudme, þar sem GOG er staðsett, á æfingar og í leiki. „Þetta er rúmlega hálftíma keyrsla, sem er bara fínt.“ „Staðráðinn í að láta þetta ganga upp.“ „Fyrsta tímabilið var frekar stutt út af Covid-19, var farinn heim í lok febrúar eða snemma í mars,“ sagði markvörðurinn aðspurður hvaða áhrif kórónuveiran hefði haft á feril hans sem atvinnumaður en hún skall á skömmu eftir að Viktor Gísli flutti til Danmerkur. „Annað var árið var svo í raun erfiðasta árið. Þá var maður byrjaður að reyna tala dönsku og komast almennilega inn í liði. Það voru samt erfiðir mánuðir því Covid-19 var enn í gangi og allt sem fylgdi því. Maður lét það þó ekki stoppa sig þar sem manni hefur dreymt um þetta í fleiri ár. Ég var staðráðinn i að láta þetta ganga upp.“ View this post on Instagram A post shared by Viktor Gi sli Hallgri msson (@viktorhallgrimsson) „Ég er samt mjög spenntur að koma heim í smá, þetta er búið að vera langt tímabil. Fæ þrjár og hálfa viku áður en ég fer til Frakklands. Eins spenntur og ég er að halda áfram með minn feril þá er ég feginn að komast í smá frí. Þetta getur verið svolítið brútal og það er ekki langt frí sem maður fær á milli tímabili en þetta er fórnin sem maður þarf að færa til að ná langt í þessu og ég kvarta ekki,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson að endingu. Handbolti Franski handboltinn Tímamót Danski handboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
GOG varð danskur meistari í áttunda sinn í sögu félagsins á sunnudag. Viktor Gísli ræddi við Vísi um sigurinn, heimförina og framhaldið en landsliðsmarkvörðurinn heldur til franska stórliðsins Nantes í næsta mánuði. Hann gat því vart endað þriggja ára dvöl sína í Danmörku betur. „Það var alvöru stemmning í rútunni og við fengum geggjaðar móttökur þegar við loks skiluðum okkur heim. Heill haugur af fólki, flugeldum skotið upp, blys og allur pakkinn bara,“ sagði Viktor Gísli um fagnaðarlæti sunnudagsins. Það var þó ekki numið staðar þar og hafa fagnaðarlætin haldið áfram: „Erum búnir að fagna síðustu tvo daga og þriðji hittingurinn er núna í kvöld,“ bætti Viktor Gísli við en Vísir heyrði í honum á þriðjudag. GOG is a special club. Nordic Story followed closely when the club won the first Danish championship title in 15 years. Nice production! : GOG/Nordic Story#handball pic.twitter.com/W3vKouKSZQ— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 15, 2022 Reynslan skipti sköpum Blaðamaður á alltaf erfitt með þegar fyrirkomulag er ekki eins og þekkist á Íslandi. Viktor Gísli útskýrði yfirvegað að í Danmörku þyrfti í raun að ná í þrjú stig til að klára úrslitaeinvígi. Það var því ljóst að eftir fyrri leikinn – sem lauk með jafntefli – að sigurvegari sunnudagsins yrði Danmerkurmeistari. Eftir langt og strembið tímabil voru allir frekar sáttir við að eiga möguleika á að klára dæmið. „Það var geggjuð stemmning á leiðinni til Álaborgar líka. Vorum allir mjög sáttir við að þetta yrði síðasti leikurinn á tímabilinu. Erum sérstaklega sáttir núna. Geggjað að leggja Álaborg loksins, erum búnir að reyna í þrjú ár og það tókst loksins.“ „Myndi segja að aukin reynsla sé það sem gerði gæfumuninn. Höfum fengið inn reynslumikla menn og höfum almennt verið að bæta við reynslu síðan ég kom, svo erum við sem höfum verið hér allan tímann líka reynslunni ríkari.“ „Aldrei náð að klára þá.“ „Í gegnum þessi þrjú tímabil sem ég hef verið hérna höfum við alltaf staðið í Álaborg en aldrei náð að klára þá. Höfum kannski staðið í þeim fyrstu 40 mínúturnar og svo kastað því frá okkur undir lokin. Nú náðum við að halda ró okkar og í raun stela þessu í lokin, við áttum ekki skilið að vinna en náðum að stela þessu á síðasta korterinu. Það sýndi reynsluna sem býr í liðinu.“ Meistaralið GOG.Aðsend Frá Fjóni til Frakklands Viktor Gísli, sem er uppalinn hjá Fram í Reykjavík, hefur búið í Óðinsvé á Fjóni síðan hann flutti til Danmerkur fyrir þremur árum síðan. Þó um sé að ræða nokkuð stóra borg á danskan mælikvarða þá heldur stærri og meiri borg sem og félagið er töluvert stærra í sniðum en GOG. Hinn 21 árs gamli Viktor Gísli er þó hvergi smeykur og segir að sem stendur sé allt að fara eftir áætlun. „Það var alltaf planið að vera þrjú ár í Danmörku og færa mig svo yfir í Meistaradeildarlið. GOG er vissulega slíkt lið núna – sem er mjög gaman – en það var alltaf planið að fara í stærra lið og stærra umhverfi eftir þrjú ár.“ „Ég spilaði á móti Nantes stuttu eftir jól og náði aðeins að skoða aðstæður þá. Svo fæ ég íbúðina sem Emil Nielsen – markvörður liðsins á síðustu leiktíð – var í. Klúbburinn sér alveg um það, sem er mjög jákvætt. Ég sé því bara um að pakka hérna og mæti svo hress til Frakklands 20. júlí.“ Viktor Gísli sáttur með titilinn í hönd.Aðsend Tók þýsku í menntaskóla Franska er ekki einfaldasta mál í heimi og það hjálpar Viktori Gísla ekki mikið að hafa tekið þýsku í menntaskóla á sínum tíma. Hann hefur hins vegar þegar hafið undirbúning og verður eflaust orðinn franskur áður en langt um líður. „Ég er byrjaður í frönsku námi, það gengur samt ekkert alltof vel. Þarf að vera duglegur að taka aukatíma þegar ég kem til Frakklands, reyna að bulla eitthvað og gera mig að fífli. Ætla að reyna að vera fljótari að koma mér inn í hlutina þar heldur en ég var hér.“ „Ég var mjög heppinn að vera með tvo Íslendinga með mér þegar ég kom út til Danmerkur á sínum tíma. Annars vegar Óðinn Þór (Ríkharðsson) og svo Arnar Frey (Arnarsson) sem var með mér í Fram. Það er var í raun algjör draumastaða fyrir ungan leikmann eins og mig.“ Bjó þríeykið – líkt og allir leikmenn GOG – Óðinsvé. Þaðan er keyrt til Gudme, þar sem GOG er staðsett, á æfingar og í leiki. „Þetta er rúmlega hálftíma keyrsla, sem er bara fínt.“ „Staðráðinn í að láta þetta ganga upp.“ „Fyrsta tímabilið var frekar stutt út af Covid-19, var farinn heim í lok febrúar eða snemma í mars,“ sagði markvörðurinn aðspurður hvaða áhrif kórónuveiran hefði haft á feril hans sem atvinnumaður en hún skall á skömmu eftir að Viktor Gísli flutti til Danmerkur. „Annað var árið var svo í raun erfiðasta árið. Þá var maður byrjaður að reyna tala dönsku og komast almennilega inn í liði. Það voru samt erfiðir mánuðir því Covid-19 var enn í gangi og allt sem fylgdi því. Maður lét það þó ekki stoppa sig þar sem manni hefur dreymt um þetta í fleiri ár. Ég var staðráðinn i að láta þetta ganga upp.“ View this post on Instagram A post shared by Viktor Gi sli Hallgri msson (@viktorhallgrimsson) „Ég er samt mjög spenntur að koma heim í smá, þetta er búið að vera langt tímabil. Fæ þrjár og hálfa viku áður en ég fer til Frakklands. Eins spenntur og ég er að halda áfram með minn feril þá er ég feginn að komast í smá frí. Þetta getur verið svolítið brútal og það er ekki langt frí sem maður fær á milli tímabili en þetta er fórnin sem maður þarf að færa til að ná langt í þessu og ég kvarta ekki,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson að endingu.
Handbolti Franski handboltinn Tímamót Danski handboltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira