„Ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. júní 2022 23:40 Birgir Jónsson er forstjóri Play. samsett/vísir Forstjóri flugfélagsins Play tekur undir að hótel sem farþega var boðið eftir að flugferð félagsins var aflýst hafi verið óboðlegt. Hann segir lítið annað hægt að gera en að biðjast afsökunar og læra af reynslunni. Flugfélagið hefur ekki átt sjö dagana sæla en fréttir af aflýstum ferðum og lítt geðslegu hóteli hafa einkennt umfjöllun um flugfélagið í fjölmiðlum síðustu daga. Farþegar sem Vísir náði tali í gær lýstu hótelinu sem viðbjóði og sögðu pöddur, myglu og vond lykt hafa tekið á móti þeim. „Ég er bara sammála þessu fólki sem var á þessu hræðilega hóteli í París, þetta er auðvitað algjörlega óboðlegt,“ sagði Birgir Jónsson í Reykjavík síðdegis í dag. Ástæðu tafa á flugumferð segir Birgir vera villumeldingu um eldsneytisskort sem kom upp í flugi Play. Það hafi orðið til þess að kallað var út neyðarstig og vélin tekin úr umferð. „Þetta hefur keðjuverkandi áhrif á önnur flug en umsvifin okkar hafa aukist mikið á síðustu vikum, þannig þegar ein flugvél dettur út verða tafir og þá verður bara að redda málunum. Þetta tilfelli í París er afleiðing af því. Það eru ákveðin hótel gefa sig út fyrir svona þjónustu, að hýsa fólk sem lendir í töfum hjá flugfélögum.“ Hann segir myndirnar sem birtust í fjölmiðlum ekki vera þær sömu og birtust flugfélaginu á netinu við bókun. „Þannig ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt. En þegar hlutirnir fara svona í skrúfuna er ekkert hægt að gera nema að biðjast afsökunar og læra af þessu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Birgi í spilaranum hér að neðan. Upplýsingagjöf gagnrýnd Birgir var jafnframt spurður út í upplýsingagjöf flugfélaganna en tugir kvartana hafa borist Neytendasamtökunum síðustu daga eftir óvenju mikið af aflýsingum á flugferðum. Breki Karlsson, Formaður samtakanna sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að flugfélögin sleppi því oft að upplýsa fólk um fullan rétt sinn á skaðabótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á. Birgir segir Play kynna farþegum Evrópureglugerð, sem kveði á um skaðabótaskyldu flugfélaga, í öllum skilaboðum sem send eru vegna aflýstra ferða. „Þetta eru fleiri hundruð evra sem við þurfum að borga hverjum farþega, sem bætist við kostnaðinn við töfina, hótelið og þess háttar. Ég held að flest heiðarleg fyrirtæki séu ekki að reyna að koma sér undan þessu.“ Hann segir erfiðara að veita farþegum upplýsingar en margir halda. Fugfélagið hafi ekki alltaf tiltækar upplýsingar um farþega. „Ef fólk hefur keypt þjónustu í gegnum ferðaskrifstofur eða önnur fyrirtæki er ekki víst að við séum með netfangið hjá því fólki." Birgir ítrekar að lokum að grunnurinn að töfunum séu öryggismál. Ekki sé hægt að hafa flugvél í umferð sem vafi leiki á að sé í góðu lagi. „Við verðum því bara að taka þetta högg og skoða þetta í hörgul. Hlutirnir fara stundum á annan veg en maður myndi vilja.“ Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Neytendur Tengdar fréttir „Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. 13. júní 2022 21:49 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Flugfélagið hefur ekki átt sjö dagana sæla en fréttir af aflýstum ferðum og lítt geðslegu hóteli hafa einkennt umfjöllun um flugfélagið í fjölmiðlum síðustu daga. Farþegar sem Vísir náði tali í gær lýstu hótelinu sem viðbjóði og sögðu pöddur, myglu og vond lykt hafa tekið á móti þeim. „Ég er bara sammála þessu fólki sem var á þessu hræðilega hóteli í París, þetta er auðvitað algjörlega óboðlegt,“ sagði Birgir Jónsson í Reykjavík síðdegis í dag. Ástæðu tafa á flugumferð segir Birgir vera villumeldingu um eldsneytisskort sem kom upp í flugi Play. Það hafi orðið til þess að kallað var út neyðarstig og vélin tekin úr umferð. „Þetta hefur keðjuverkandi áhrif á önnur flug en umsvifin okkar hafa aukist mikið á síðustu vikum, þannig þegar ein flugvél dettur út verða tafir og þá verður bara að redda málunum. Þetta tilfelli í París er afleiðing af því. Það eru ákveðin hótel gefa sig út fyrir svona þjónustu, að hýsa fólk sem lendir í töfum hjá flugfélögum.“ Hann segir myndirnar sem birtust í fjölmiðlum ekki vera þær sömu og birtust flugfélaginu á netinu við bókun. „Þannig ég er algjörlega sammála, þetta er bara viðbjóðslegt. En þegar hlutirnir fara svona í skrúfuna er ekkert hægt að gera nema að biðjast afsökunar og læra af þessu.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Birgi í spilaranum hér að neðan. Upplýsingagjöf gagnrýnd Birgir var jafnframt spurður út í upplýsingagjöf flugfélaganna en tugir kvartana hafa borist Neytendasamtökunum síðustu daga eftir óvenju mikið af aflýsingum á flugferðum. Breki Karlsson, Formaður samtakanna sagði í fréttum Stöðvar 2 í vikunni að flugfélögin sleppi því oft að upplýsa fólk um fullan rétt sinn á skaðabótum sem sé mun meiri en flestir átti sig á. Birgir segir Play kynna farþegum Evrópureglugerð, sem kveði á um skaðabótaskyldu flugfélaga, í öllum skilaboðum sem send eru vegna aflýstra ferða. „Þetta eru fleiri hundruð evra sem við þurfum að borga hverjum farþega, sem bætist við kostnaðinn við töfina, hótelið og þess háttar. Ég held að flest heiðarleg fyrirtæki séu ekki að reyna að koma sér undan þessu.“ Hann segir erfiðara að veita farþegum upplýsingar en margir halda. Fugfélagið hafi ekki alltaf tiltækar upplýsingar um farþega. „Ef fólk hefur keypt þjónustu í gegnum ferðaskrifstofur eða önnur fyrirtæki er ekki víst að við séum með netfangið hjá því fólki." Birgir ítrekar að lokum að grunnurinn að töfunum séu öryggismál. Ekki sé hægt að hafa flugvél í umferð sem vafi leiki á að sé í góðu lagi. „Við verðum því bara að taka þetta högg og skoða þetta í hörgul. Hlutirnir fara stundum á annan veg en maður myndi vilja.“
Play Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Reykjavík síðdegis Neytendur Tengdar fréttir „Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. 13. júní 2022 21:49 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
„Viðbjóðslegt“ hótel sem Play bauð strandaglópum í París Það var engin lúxussvíta sem beið farþega sem þáðu hótelgistingu frá Play í París í dag. „Algjör horbjóður“ raunar, samkvæmt einum þeirra farþega sem Vísir náði tali af. Flugfélagið aflýsti ferð sinni frá París til Íslands og bauð farþegum sínum þrjá kosti í kjölfarið; hótelgistingu og fyrsta far heim, seinkun heimferðar eða endurgreiðslu. 13. júní 2022 21:49