Nýsköpun og menntarannsóknir Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 15. júní 2022 14:01 Hvaða máli skipta grunnrannsóknir og nýsköpun í menntavísundum? Stutta svarið er að grunnrannsóknir og nýsköpun eru og hafa lengi verið eins mikilvægar fyrir menntavísindi og þau eru fyrir öll önnur vísindi og fræði. Gróskan í menntavísindum teygir sig aftur í aldir en segja má að nú á 21. öldin kalli aldrei sem fyrr á að við styrkjum stoðir samfélaga okkar með öflugum menntarannsóknir, í ljósi þeirri byltingu sem orðið hefur á samskiptaformi og lífsháttum, sem og stórum áskorunum á heimsvísu. Nýsköpun á sviði menntunar snýr meðal annars að stafrænni þróun, s.s. nýtingu hugbúnaðar og nýrra kennslutækja í skólastofunni, tækni sem hefur verið á hvers manns vörum síðastliðin misseri. En nýsköpun á sviði menntunar lýtur er ekki síður samfélagslegs eðlis og lýtur að því að skilja, þróa og í sumum tilvikum umbylta þeim félagslegu ferlum sem einkenna og umvefja öll menntakerfi. Grunnrannsóknir í menntavísindum hafa gert okkur kleift að skilja stöðu jaðarsettra hóp, innflytjenda og þeirra sem búa við skerta námsgetu, og hanna aðferðir og kerfi sem koma til móts við alla nemendahópa. Miklu skiptir að horfa til, læra af og nýta erlendar rannsóknarniðurstöður, jafnvel byggja á þeim, en menntarannsóknir þarf að framkvæma í íslensku samhengi, í þeim félagslega og sögulega veruleika sem við mannfólkið sköpum hér á þessari stórkostlegu og kraftmiklu eldfjallaeyju í miðju Atlantshafi. Í því samhengi skiptir höfuð máli að við beitum fjölbreyttum rannsóknaraðferðum sem útvega stjórnvöldum og öðrum hagaðilum heilsteypt gögn til að taka ákvarðanir og skipuleggja samfélag okkar. En þekkingarleit og skipulegar rannsóknir skipta líka máli í sjálfu sér og það er vert að hafa í huga að sumar af mögnuðustu áhrifum vísinda hafa jafnvel orðið til vegna blöndu tilviljana og vandvirkni. Til dæmis varð pensilín til þegar vísindamaðurinn Alexander Fleming tók sér tveggja vikna frí frá rannsóknarvinnu á vírusum og á meðan hann var í burtu óx mygla í rannsóknarglösunum sem hindraði framgang vírussins og átti sinn þátt í að þetta árangursríka lyf varð til. Kjarni málsins er sá að við vitum ekki endilega fyrir fram hverju rannsóknir muni skila og það væri fráleitt að krefjast hagnýtingar af öllum rannsóknum. Innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands er lögð stund á mikilvægar grunnrannsóknir á ólíkum fræðasviðum menntavísinda, s.s. kennslufræða, uppeldis- og menntunarfræða, íþrótta- og heilsufræða, þroskaþjálfafræða og tómstunda- og félagsmálafræða. Þau eru fjölmörg rannsóknarefni sem nú eru í gangi, en ég vil nefna tvö dæmi um umfangsmiklar og áhrifaríkar rannsóknir: annars vegar alþjóðlegu QUINT (Quality in Nordic Teaching) rannsóknina á gæðakennslu og árangursríkum kennsluháttum á unglingastigi sem 10 grunnskólar taka þátt í hér á landi; og hinsvegar íslensku æskulýðsrannsóknina um heilsu og velferð barna og ungmenna, en í þeirri fjölþjóðlegu rannsókn taka þátt nánast allir grunnskólar og framhaldsskólar landsins. Þessi tvö rannsóknarverkefni eru dæmi um frábær rannsóknarverkefni sem stuðla að mikilvægri samfélagslegri nýsköpun því niðurstöður þeirra nýtast til að bregðast við, bæta og þróa nýjar leiðir með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Mikil gróska hefur verið á sviði menntavísinda á undanförnum árum, en það er mikil áskorun að fjármagna slíkar rannsóknir. Þó tókst rannsakendum að tvöfalda styrkjafjármögnun milli áranna 2020 til 2021, en sértekjur MVS fóru úr 327 m.kr. í 707 m.kr. Erum við í Háskóla Íslands gríðarlega stolt af þeim árangri. Stofnun hagnýts menntarannsóknasjóðs árið 2020 var mikið framfaraskref og bind ég vonir við að sá sjóður verði lögbundinn og að skerpt verði á þeirri áherslu sjóðsins að fjármagna hagnýtar menntarannsóknir unnar í samvinnu við fagfólk á vettvangi skóla- og frístundastarfs. Á þeim vettvangi fer fram gróskumiklu nýsköpun og má nefna margskonar frumkvöðla- og þróunarstarf tengd stafrænu námi og nýjum aðferðum sem stuðla að virkri þátttöku nemenda. Sama gildir um atvinnulíf þar sem fjórða iðnbylting og sífelld þróun starfshátta kallar á þjálfun og nýja hæfni starfsfólks. Því hafa Háskóli Íslands og Reykjavíkurborg tekið saman höndum um Nýsköpunarstofu menntunar sem tekur formlega til starfa næsta haust í Mýrinni, nýsköpunarsetri háskólans í Grósku. Nýsköpunarstofunni er ætlað að leiða saman fræðasamfélagið, frumkvöðla, fagfólk og atvinnulíf til að efla og þróa nýjar leiðir í námi, kennslu, þjálfun, fræðslu og símenntun. Fjölmargir hagaðilar, stofnanir, faghópar og fyrirtæki hafa lýst yfir vilja til að taka þátt, og verður bakhjarlahópur verkefnisins því stór og sterkur. Kjarni málsins er sá að við verðum að styðja vel við rannsakendur sem sökkva sér í þekkingarleitina, brenna fyrir því að skilja m.a. hvernig bæði félagsleg og lífeðlisfræðileg öfl móta þroskaferil fólks; hvernig kennsluhættir geta hvatt eða latt nemendur; hvernig félagsleg- og efnahagsleg staða getur skilgreint tækifæri til menntunar. Sú þekking sem slíkar rannsóknir skapa er forsenda framfara, nýsköpunar og enn betra samfélags. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Greinin byggir á ávarpi sem höfundur flutti á ársfundi Háskóla Íslands 15. júní 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Nýsköpun Háskólar Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Hvaða máli skipta grunnrannsóknir og nýsköpun í menntavísundum? Stutta svarið er að grunnrannsóknir og nýsköpun eru og hafa lengi verið eins mikilvægar fyrir menntavísindi og þau eru fyrir öll önnur vísindi og fræði. Gróskan í menntavísindum teygir sig aftur í aldir en segja má að nú á 21. öldin kalli aldrei sem fyrr á að við styrkjum stoðir samfélaga okkar með öflugum menntarannsóknir, í ljósi þeirri byltingu sem orðið hefur á samskiptaformi og lífsháttum, sem og stórum áskorunum á heimsvísu. Nýsköpun á sviði menntunar snýr meðal annars að stafrænni þróun, s.s. nýtingu hugbúnaðar og nýrra kennslutækja í skólastofunni, tækni sem hefur verið á hvers manns vörum síðastliðin misseri. En nýsköpun á sviði menntunar lýtur er ekki síður samfélagslegs eðlis og lýtur að því að skilja, þróa og í sumum tilvikum umbylta þeim félagslegu ferlum sem einkenna og umvefja öll menntakerfi. Grunnrannsóknir í menntavísindum hafa gert okkur kleift að skilja stöðu jaðarsettra hóp, innflytjenda og þeirra sem búa við skerta námsgetu, og hanna aðferðir og kerfi sem koma til móts við alla nemendahópa. Miklu skiptir að horfa til, læra af og nýta erlendar rannsóknarniðurstöður, jafnvel byggja á þeim, en menntarannsóknir þarf að framkvæma í íslensku samhengi, í þeim félagslega og sögulega veruleika sem við mannfólkið sköpum hér á þessari stórkostlegu og kraftmiklu eldfjallaeyju í miðju Atlantshafi. Í því samhengi skiptir höfuð máli að við beitum fjölbreyttum rannsóknaraðferðum sem útvega stjórnvöldum og öðrum hagaðilum heilsteypt gögn til að taka ákvarðanir og skipuleggja samfélag okkar. En þekkingarleit og skipulegar rannsóknir skipta líka máli í sjálfu sér og það er vert að hafa í huga að sumar af mögnuðustu áhrifum vísinda hafa jafnvel orðið til vegna blöndu tilviljana og vandvirkni. Til dæmis varð pensilín til þegar vísindamaðurinn Alexander Fleming tók sér tveggja vikna frí frá rannsóknarvinnu á vírusum og á meðan hann var í burtu óx mygla í rannsóknarglösunum sem hindraði framgang vírussins og átti sinn þátt í að þetta árangursríka lyf varð til. Kjarni málsins er sá að við vitum ekki endilega fyrir fram hverju rannsóknir muni skila og það væri fráleitt að krefjast hagnýtingar af öllum rannsóknum. Innan Menntavísindasviðs Háskóla Íslands er lögð stund á mikilvægar grunnrannsóknir á ólíkum fræðasviðum menntavísinda, s.s. kennslufræða, uppeldis- og menntunarfræða, íþrótta- og heilsufræða, þroskaþjálfafræða og tómstunda- og félagsmálafræða. Þau eru fjölmörg rannsóknarefni sem nú eru í gangi, en ég vil nefna tvö dæmi um umfangsmiklar og áhrifaríkar rannsóknir: annars vegar alþjóðlegu QUINT (Quality in Nordic Teaching) rannsóknina á gæðakennslu og árangursríkum kennsluháttum á unglingastigi sem 10 grunnskólar taka þátt í hér á landi; og hinsvegar íslensku æskulýðsrannsóknina um heilsu og velferð barna og ungmenna, en í þeirri fjölþjóðlegu rannsókn taka þátt nánast allir grunnskólar og framhaldsskólar landsins. Þessi tvö rannsóknarverkefni eru dæmi um frábær rannsóknarverkefni sem stuðla að mikilvægri samfélagslegri nýsköpun því niðurstöður þeirra nýtast til að bregðast við, bæta og þróa nýjar leiðir með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Mikil gróska hefur verið á sviði menntavísinda á undanförnum árum, en það er mikil áskorun að fjármagna slíkar rannsóknir. Þó tókst rannsakendum að tvöfalda styrkjafjármögnun milli áranna 2020 til 2021, en sértekjur MVS fóru úr 327 m.kr. í 707 m.kr. Erum við í Háskóla Íslands gríðarlega stolt af þeim árangri. Stofnun hagnýts menntarannsóknasjóðs árið 2020 var mikið framfaraskref og bind ég vonir við að sá sjóður verði lögbundinn og að skerpt verði á þeirri áherslu sjóðsins að fjármagna hagnýtar menntarannsóknir unnar í samvinnu við fagfólk á vettvangi skóla- og frístundastarfs. Á þeim vettvangi fer fram gróskumiklu nýsköpun og má nefna margskonar frumkvöðla- og þróunarstarf tengd stafrænu námi og nýjum aðferðum sem stuðla að virkri þátttöku nemenda. Sama gildir um atvinnulíf þar sem fjórða iðnbylting og sífelld þróun starfshátta kallar á þjálfun og nýja hæfni starfsfólks. Því hafa Háskóli Íslands og Reykjavíkurborg tekið saman höndum um Nýsköpunarstofu menntunar sem tekur formlega til starfa næsta haust í Mýrinni, nýsköpunarsetri háskólans í Grósku. Nýsköpunarstofunni er ætlað að leiða saman fræðasamfélagið, frumkvöðla, fagfólk og atvinnulíf til að efla og þróa nýjar leiðir í námi, kennslu, þjálfun, fræðslu og símenntun. Fjölmargir hagaðilar, stofnanir, faghópar og fyrirtæki hafa lýst yfir vilja til að taka þátt, og verður bakhjarlahópur verkefnisins því stór og sterkur. Kjarni málsins er sá að við verðum að styðja vel við rannsakendur sem sökkva sér í þekkingarleitina, brenna fyrir því að skilja m.a. hvernig bæði félagsleg og lífeðlisfræðileg öfl móta þroskaferil fólks; hvernig kennsluhættir geta hvatt eða latt nemendur; hvernig félagsleg- og efnahagsleg staða getur skilgreint tækifæri til menntunar. Sú þekking sem slíkar rannsóknir skapa er forsenda framfara, nýsköpunar og enn betra samfélags. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Greinin byggir á ávarpi sem höfundur flutti á ársfundi Háskóla Íslands 15. júní 2022.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar