„Ekki hægt að fjalla um strandveiðar öðruvísi en að tala um kvótakerfið“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júní 2022 16:51 Sigurður Þórðarson, varamaður í stjórn Strandveiðifélagsins, segir framkvæmdastjóra hátíðarinnar hafa ávítt sig fyrir að hafa verið með pólitískan áróður. Aðsent Sigurður Þórðarson, meðlimur Strandveiðifélagsins, segir að Anna Björk Árnadóttir, framkvæmdastjóri Sjómannadagsins 2022, hafi ávítt sig fyrir að hafa verið með pólitískan áróður á deginum og sakað félagið um að hafa skemmt hátíðarhöld fyrir gestum. Sigurður segir að ekki sé hægt að fjalla um strandveiðar nema að fjalla um kvótakerfið. Strandveiðibátar í litlu höfninni á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Mynd tengist frétt ekki beint.Vilhelm/Vísir Í samtali við blaðamann sagði Sigurður að Strandveiðifélagið hefði verið með tjald úti á Granda á sjómannadaginn til að kynna fólk fyrir strandveiðum og ræða um kvótakerfið. Hópurinn Við, fólkið í landinu hafi verið þeim innan handar og hjálpað þeim að setja upp tjaldið. Í tjaldinu buðu þau gestum upp á kakó og kleinur og blöðrur og barmmerki með áletruninni „Við eigum fiskinn – ekki Samherji“. Einnig seldu þau boli með sömu áletrun. Að sögn Sigurðar tók fólk gríðarlega vel í tjaldið, barmmerkin ruku út og „það komu þúsund manns að ræða við okkur um kvótakerfið og allt óréttlætið í sambandi við það.“ Þá sagði hann að næst yrðu þau að gera betur og vera með fleiri barmmerki, það er ef þau fengju að vera með næst sem væri ekki víst. Óánægja með framtak félagsins Samkvæmt Sigurði voru ekki allir jafn ánægðir með framtakið. Nú í morgun hafi Anna Björk Árnadóttir sem sá um hátíðarhöldin hringt í hann til að tjá honum að það hefði verið mikil óánægja með framtakið, félagið hefði tekið þátt í hátíðarhöldunum á röngum forsendum og skemmt hátíðahöld fyrir gestum. Hún hafi tjáð honum að ef þau vildu mótmæla þá gætu þau gert það fyrir framan Alþingishúsið, eins og þau væru vön. Hann kannaðist hins vegar ekkert við það og sagði við blaðamann: „Við erum sjómenn og erum á Grandanum á Sjómannadaginn af því þetta er okkar dagur.“ Þegar blaðamaður hringdi í Önnu Björk hjá Eventum vildi hún ekki tjá sig um málið en vísaði blaðamanni á Elísabetu Sveinsdóttur, upplýsingafulltrúa Sjómannadagsins. Elísabet vísaði blaðamanni áfram á Aríel Pétursson, formann Sjómannaráðs. Ekki kynnt strandveiðar heldur gagnrýnt Samherja Í samtali við blaðamann sagði Aríel að á Sjómannadaginn kæmu hin og þessi samtök sem kynntu starf sitt. Þeirra á meðal væri Strandveiðifélagið sem hefði haft samband við skipuleggjandann sem sá um hátíðina og sagðist mundu kynna strandveiðar. En þau hefðu ekki sagt rétt frá. Aríel Pétursson, hér til hægri, segir að Sjómannaráð hafi ekkert út á skilaboð Strandveiðifélagsins að setja en forsendur félagsins fyrir þátttöku hafi verið rangar.Sjómannadagsráð Í stað þess að kynna strandveiðar hefðu þau verið að gagnrýna Samherja og dreift blöðrum merktum „Við eigum fiskinn – ekki Samherji“. Þá sagði hann að Sjómannaráð hefði ekkert út á skilaboð Strandveiðifélagsins að setja og hefði ekkert sagt um hvort félagið fengi að vera með aftur eða ekki. Málið snerist hins vegar um að hafa logið sig inn á hátíðina. Að lokum sagði hann að enginn erfði þetta við Strandveiðifélagið en viðburðarfyrirtækið sem sá um þetta hafi verið skúffað að það væri verið að segja ósatt þegar falast var eftir því að vera með tjald á hátíðinni. Ekki hægt að tala um strandveiðar án þess að tala um kvótakerfið Blaðamaður hringdi aftur í Sigurð til að spyrja hann hvort það væri rétt að félagið hefði ekkert fjallað um strandveiðar í tjaldi sínu á Sjómannadaginn. Hann vísaði því alfarið á bug og sagði um tengsl kvótakerfisins og strandveiðar: „Þegar við tölum um strandveiðar þá verðum við að tala um þær takmarkanir sem eru settar strandveiðimönnum. Það er ekki hægt að fjalla um strandveiðar öðruvísi en að tala um kvótakerfið.“ Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. 12. júní 2022 10:25 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Strandveiðibátar í litlu höfninni á Arnarstapa á Snæfellsnesi. Mynd tengist frétt ekki beint.Vilhelm/Vísir Í samtali við blaðamann sagði Sigurður að Strandveiðifélagið hefði verið með tjald úti á Granda á sjómannadaginn til að kynna fólk fyrir strandveiðum og ræða um kvótakerfið. Hópurinn Við, fólkið í landinu hafi verið þeim innan handar og hjálpað þeim að setja upp tjaldið. Í tjaldinu buðu þau gestum upp á kakó og kleinur og blöðrur og barmmerki með áletruninni „Við eigum fiskinn – ekki Samherji“. Einnig seldu þau boli með sömu áletrun. Að sögn Sigurðar tók fólk gríðarlega vel í tjaldið, barmmerkin ruku út og „það komu þúsund manns að ræða við okkur um kvótakerfið og allt óréttlætið í sambandi við það.“ Þá sagði hann að næst yrðu þau að gera betur og vera með fleiri barmmerki, það er ef þau fengju að vera með næst sem væri ekki víst. Óánægja með framtak félagsins Samkvæmt Sigurði voru ekki allir jafn ánægðir með framtakið. Nú í morgun hafi Anna Björk Árnadóttir sem sá um hátíðarhöldin hringt í hann til að tjá honum að það hefði verið mikil óánægja með framtakið, félagið hefði tekið þátt í hátíðarhöldunum á röngum forsendum og skemmt hátíðahöld fyrir gestum. Hún hafi tjáð honum að ef þau vildu mótmæla þá gætu þau gert það fyrir framan Alþingishúsið, eins og þau væru vön. Hann kannaðist hins vegar ekkert við það og sagði við blaðamann: „Við erum sjómenn og erum á Grandanum á Sjómannadaginn af því þetta er okkar dagur.“ Þegar blaðamaður hringdi í Önnu Björk hjá Eventum vildi hún ekki tjá sig um málið en vísaði blaðamanni á Elísabetu Sveinsdóttur, upplýsingafulltrúa Sjómannadagsins. Elísabet vísaði blaðamanni áfram á Aríel Pétursson, formann Sjómannaráðs. Ekki kynnt strandveiðar heldur gagnrýnt Samherja Í samtali við blaðamann sagði Aríel að á Sjómannadaginn kæmu hin og þessi samtök sem kynntu starf sitt. Þeirra á meðal væri Strandveiðifélagið sem hefði haft samband við skipuleggjandann sem sá um hátíðina og sagðist mundu kynna strandveiðar. En þau hefðu ekki sagt rétt frá. Aríel Pétursson, hér til hægri, segir að Sjómannaráð hafi ekkert út á skilaboð Strandveiðifélagsins að setja en forsendur félagsins fyrir þátttöku hafi verið rangar.Sjómannadagsráð Í stað þess að kynna strandveiðar hefðu þau verið að gagnrýna Samherja og dreift blöðrum merktum „Við eigum fiskinn – ekki Samherji“. Þá sagði hann að Sjómannaráð hefði ekkert út á skilaboð Strandveiðifélagsins að setja og hefði ekkert sagt um hvort félagið fengi að vera með aftur eða ekki. Málið snerist hins vegar um að hafa logið sig inn á hátíðina. Að lokum sagði hann að enginn erfði þetta við Strandveiðifélagið en viðburðarfyrirtækið sem sá um þetta hafi verið skúffað að það væri verið að segja ósatt þegar falast var eftir því að vera með tjald á hátíðinni. Ekki hægt að tala um strandveiðar án þess að tala um kvótakerfið Blaðamaður hringdi aftur í Sigurð til að spyrja hann hvort það væri rétt að félagið hefði ekkert fjallað um strandveiðar í tjaldi sínu á Sjómannadaginn. Hann vísaði því alfarið á bug og sagði um tengsl kvótakerfisins og strandveiðar: „Þegar við tölum um strandveiðar þá verðum við að tala um þær takmarkanir sem eru settar strandveiðimönnum. Það er ekki hægt að fjalla um strandveiðar öðruvísi en að tala um kvótakerfið.“
Sjómannadagurinn Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. 12. júní 2022 10:25 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Sjá meira
Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur Mikil hátíðarhöld fara fram um allt land í dag í tilefni sjómannadagsins. Í Reykjavík hefst dagskráin klukkan ellefu fyrir hádegi og stendur fram eftir degi. 12. júní 2022 10:25
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“