Sport

Dagskráin í dag: Körfubolti, golf og rafíþróttir á þjóðhátíðardaginn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Rory McIlroy fór vel af stað á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi.
Rory McIlroy fór vel af stað á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. David Cannon/Getty Images

Þegar skrúðgöngur og sælgætisát eru á enda er gott að geta sest í sófan og fylgst með íþróttum, en sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á átta beinar útsendingar á þjóðhátíðardegi okkar Íslendinga.

Þeir sem taka daginn snemma geta stillt á Stöð 2 sport 2 klukkan 06:30 þegar bein útsending frá The Amateur Championship hefst. Aramco Team Series - London á LET-mótaröðinni tekur svo við klukkan 12:00 á Stöð 2 Sport 4.

Golfið heldur svo áfram á Stöð 2 Golf klukkan 15:00 þegar bein útsending frá öðrum degi Opna bandaríska meistaramótsins hefst áður en Meijer LPGA Classic lokar golfdeginum á Stöð 2 Sport 4 frá klukkan 19:00.

Undanúrslitin í BLAST Premier í CS:GO verða einnig leikinn í dag, en upphitun hefst klukkan 14:00 á Stöð 2 eSport. Fyrri undanúrslitaviðureignin hefst klukkan 14:30 en sú síðari klukkan 18:00.

Þá er þriðji leikur Real Madrid og Barcelona í úrslitum spænsku ACB-deildarinnar í körfubolta á dagskrá klukkan 18:50 á Stöð 2 Sport 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×