Curry loks mikilvægastur í úrslitaeinvíginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. júní 2022 10:31 Curry og gómurinn frægi. Elsa/Getty Images Stephen Curry var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaeinvígis NBA deildarinnar þar sem lið hans Golden State Warriors lagði Boston Celtics í sex leikja rimmu. Curry vann verðskuldað en hann hafði ekki hlotið þann heiður áður þrátt fyrir að vera vinn sinn fjórða NBA hring. Stephen Curry er án efa einn besti leikmaður NBA deildarinnar í dag. Raunar er það þannig að talað er um að Curry hafi í raun breytt leiknum með sínum ótrúlegu þriggja stiga körfum. Í stað þess að vera þekktur fyrir sín þrumuskoti virðist hann geta skotið boltanum hvar sem er á vellinum með slíkri nákvæmni að reyndustu leyniskyttur væru stoltar. Á leiktíðinni fór Curry fyrir sínum mönnum í Golden State líkt og svo oft áður. Liðið varð þrívegis meistari frá 2015 til 2018 ásamt því að tapa fyrir Cleveland Cavaliers í eftirminnilegasta úrslitaeinvígi síðari ára. Mögulega fer einvígið í ár ekki í sama flokk en Stríðsmönnunum gæti vart verið sama. Eftir að fara í gegnum mikinn öldudal þar sem Kevin Durant yfirgaf liðið, Klay Thompson virtist aldrei ætla að snúa til baka eftir erfið meiðsli þá reif hinn 34 ára gamli Curry liðið upp í hæstu hæðir á nýjan leik. Reynsla Curry, Thompson, Draymond Green og Andre Iguodala reyndist ómetanleg þegar á hólminn var komið. Boston Celtics vann tvo af fyrstu þremur leikjum einvígisins en eftir það sagði Curry „hingað og ekki lengra.“ Þá hjálpaði til að Draymond hætti að einbeita sér að hlaðvarpi sínu og fór að spila vörn. Golden State kláraði dæmið í nótt með 13 stiga sigri. Lokatölur í Boston 90-103 og Golden State vann einvígið 4-2. Skotbakvörðurinn var í kjölfarið valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann skoraði að meðaltali 31 stig í leikjunum sex, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þrátt fyrir að vera vinna sinn fjórða titil og vera almennt talinn einn besti leikmaður deildarinnar hafði Curry ekki áður verið valinn MVP (e. Most Valuable Player) - verðmætasti leikmaður - úrslitaeinvígisins. Check out the best of @StephenCurry30 in the 2022 #NBAFinals to see the plays that earned him the 2022 Bill Russell Trophy as Finals MVP! 31.2 PPG | 6 RPG | 5 APG pic.twitter.com/baNC3x67Rj— NBA (@NBA) June 17, 2022 Það er fyrr en nú. Það var sem ekki nóg fyrir raðsigurvegarann Steve Kerr, þjálfara liðsins. Hann gantaðist með það í viðtali eftir leik að Curry ætti eftir að vinna Ólympíugull og þyrfti því að einbeita sér að því að komast í liðið fyrir leikana 2024. Kerr bætti svo einlægur við að ekkert af þessu - enginn af titlunum fjórunum - hefði skilað sér í hús ef ekki væri fyrir Steph Curry. Wardell Stephen Curry II pic.twitter.com/izsBGYHbTV— Golden State Warriors (@warriors) June 17, 2022 Besti leikur Curry í einvíginu kom í leik fjögur þegar Golden State jafnaði metin í 2-2. Þá skoraði hann 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Var Curry stigahæstur í liði Warriors í fimm af sex leikjum einvígisins. Körfubolti NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Stephen Curry er án efa einn besti leikmaður NBA deildarinnar í dag. Raunar er það þannig að talað er um að Curry hafi í raun breytt leiknum með sínum ótrúlegu þriggja stiga körfum. Í stað þess að vera þekktur fyrir sín þrumuskoti virðist hann geta skotið boltanum hvar sem er á vellinum með slíkri nákvæmni að reyndustu leyniskyttur væru stoltar. Á leiktíðinni fór Curry fyrir sínum mönnum í Golden State líkt og svo oft áður. Liðið varð þrívegis meistari frá 2015 til 2018 ásamt því að tapa fyrir Cleveland Cavaliers í eftirminnilegasta úrslitaeinvígi síðari ára. Mögulega fer einvígið í ár ekki í sama flokk en Stríðsmönnunum gæti vart verið sama. Eftir að fara í gegnum mikinn öldudal þar sem Kevin Durant yfirgaf liðið, Klay Thompson virtist aldrei ætla að snúa til baka eftir erfið meiðsli þá reif hinn 34 ára gamli Curry liðið upp í hæstu hæðir á nýjan leik. Reynsla Curry, Thompson, Draymond Green og Andre Iguodala reyndist ómetanleg þegar á hólminn var komið. Boston Celtics vann tvo af fyrstu þremur leikjum einvígisins en eftir það sagði Curry „hingað og ekki lengra.“ Þá hjálpaði til að Draymond hætti að einbeita sér að hlaðvarpi sínu og fór að spila vörn. Golden State kláraði dæmið í nótt með 13 stiga sigri. Lokatölur í Boston 90-103 og Golden State vann einvígið 4-2. Skotbakvörðurinn var í kjölfarið valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins en hann skoraði að meðaltali 31 stig í leikjunum sex, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þrátt fyrir að vera vinna sinn fjórða titil og vera almennt talinn einn besti leikmaður deildarinnar hafði Curry ekki áður verið valinn MVP (e. Most Valuable Player) - verðmætasti leikmaður - úrslitaeinvígisins. Check out the best of @StephenCurry30 in the 2022 #NBAFinals to see the plays that earned him the 2022 Bill Russell Trophy as Finals MVP! 31.2 PPG | 6 RPG | 5 APG pic.twitter.com/baNC3x67Rj— NBA (@NBA) June 17, 2022 Það er fyrr en nú. Það var sem ekki nóg fyrir raðsigurvegarann Steve Kerr, þjálfara liðsins. Hann gantaðist með það í viðtali eftir leik að Curry ætti eftir að vinna Ólympíugull og þyrfti því að einbeita sér að því að komast í liðið fyrir leikana 2024. Kerr bætti svo einlægur við að ekkert af þessu - enginn af titlunum fjórunum - hefði skilað sér í hús ef ekki væri fyrir Steph Curry. Wardell Stephen Curry II pic.twitter.com/izsBGYHbTV— Golden State Warriors (@warriors) June 17, 2022 Besti leikur Curry í einvíginu kom í leik fjögur þegar Golden State jafnaði metin í 2-2. Þá skoraði hann 43 stig, tók 10 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Var Curry stigahæstur í liði Warriors í fimm af sex leikjum einvígisins.
Körfubolti NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira