Alþjóðasundsambandið takmarkar þátttöku transkvenna í kvennaflokki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 09:00 Lia Thomas mun ekki geta keppt á Ólympíuleikunum í París eins og til stóð eftir ákvörðun FINA. Rich von Biberstein/Getty Images FINA, Alþjóðasundsambandið, hefur tilkynnt breytingu á regluverki sambandsins. Samkvæmt nýjum reglum þurfa transkonur að sýna fram á að þær hafi hafið kynleiðréttingarferlið áður en þær gengu í gegnum kynþroska til að mega keppa í kvennaflokki. The Guardian greinir frá en breytingin hlaut yfirburðakosningu á HM í sundi sem nú fer fram í Búdapest í Ungverjalandi. Fékk lagabreytingin 71 prósent kosningu en alls kusu 152 landssambönd. Í rannsókn sem FINA stóð fyrir kom í ljós að þær transkonur sem höfðu hafið eða farið í gegnum kynþroskaskeið áður en kynleiðrétting átti sér stað, höfðu of mikið forskot á aðra keppendur í kvennaflokki. Þetta átti einnig við eftir að testósterón í líkama þeirra var lækkað með lyfjagjöf. Flest íþróttasambönd styðjast við testósterón mælingar er kemur að því að ákvarða hvort transkonur mega keppa í kvennaflokki eða ekki. FINA hefur ákveðið að fara aðrar leiðir. Í 34 blaðsíðna regluverki sambandsins segir nú að transkonur geti aðeins keppt í kvennaflokki geti þær sýnt fram á að þær hafi ekki hafið kynþroska áður en þær hófu kynleiðréttingarferlið. Í regluverkinu er miðað við 12 ára aldur. „Við þurfum að vernda rétt íþróttafólks okkar til keppni en að sama skapi þurfum við að vernda samkeppnishæfni á mótum okkar,“ sagði Husain al-Musallam, forseti FINA. Hann bætti við að það yrðu stofnaðir „opnir“ flokkar þar sem transkonur sem geta ekki lengur keppt í kvennaflokki gætu keppt. Husain Al-Musallam, forseti FINA.Andrea Staccioli/Getty Images Sundkonurnar fyrrverandi Sharron Davies og Karen Pickering fagna ákvörðun sambandsins. „Ég get ekki sagt ykkur hversu stolt ég er af íþróttinni minni, FINA og forseta þess fyrir að nýta vísindin. Fyrir að tala við bæði þjálfara og keppendur og standa upp fyrir sanngirni í kvennaíþróttum. Sund mun alltaf bjóða alla velkomna en sanngirni er hornsteinn íþrótta,“ sagði Davies á Twitter-síðu sinni. I can t tell you how proud I am of my sport @fina & @fina_president for doing the science, asking the athletes/coaches and standing up for fair sport for females. Swimming will always welcome everyone no matter how you identify but fairness is the cornerstone of sport https://t.co/1IaMkIFOkX— Sharron Davies MBE (@sharrond62) June 19, 2022 „Ég var á þinginu þar sem FINA kynnti regluverk sitt og kosning fór fram. Ég get staðfest umhyggju og samúð sem þeim keppendum sem geta ekki lengur keppt í flokki til samræmis við kyn sitt. En það verður að vernda samkeppnishæfni í kvennaíþróttum,“ sagði Pickering. Innan sundheimsins skapaðist mikil umræða er Lia Thomas, sem var miðlungs sundmaður áður en hún gekkst undir kynleiðréttingu, vann NCAA-titil í sundi. Var henni hampað sem brautryðjanda af sumum á meðan aðrir sáu hana ógna samkeppnishæfni kvennaíþrótta. Lia Thomas banned from competing against women as swimming cracks down on transgender athletes. @JWTelegraph reports.https://t.co/5dIhb9rDtm— Telegraph Sport (@TelegraphSport) June 19, 2022 Regluverk FINA gerir það að verkum að Thomas getur ekki keppt í kvennaflokki á Ólympíuleikunum í París sumarið 2024 eins og hún ætlaði sér að gera. Sund Málefni trans fólks Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira
The Guardian greinir frá en breytingin hlaut yfirburðakosningu á HM í sundi sem nú fer fram í Búdapest í Ungverjalandi. Fékk lagabreytingin 71 prósent kosningu en alls kusu 152 landssambönd. Í rannsókn sem FINA stóð fyrir kom í ljós að þær transkonur sem höfðu hafið eða farið í gegnum kynþroskaskeið áður en kynleiðrétting átti sér stað, höfðu of mikið forskot á aðra keppendur í kvennaflokki. Þetta átti einnig við eftir að testósterón í líkama þeirra var lækkað með lyfjagjöf. Flest íþróttasambönd styðjast við testósterón mælingar er kemur að því að ákvarða hvort transkonur mega keppa í kvennaflokki eða ekki. FINA hefur ákveðið að fara aðrar leiðir. Í 34 blaðsíðna regluverki sambandsins segir nú að transkonur geti aðeins keppt í kvennaflokki geti þær sýnt fram á að þær hafi ekki hafið kynþroska áður en þær hófu kynleiðréttingarferlið. Í regluverkinu er miðað við 12 ára aldur. „Við þurfum að vernda rétt íþróttafólks okkar til keppni en að sama skapi þurfum við að vernda samkeppnishæfni á mótum okkar,“ sagði Husain al-Musallam, forseti FINA. Hann bætti við að það yrðu stofnaðir „opnir“ flokkar þar sem transkonur sem geta ekki lengur keppt í kvennaflokki gætu keppt. Husain Al-Musallam, forseti FINA.Andrea Staccioli/Getty Images Sundkonurnar fyrrverandi Sharron Davies og Karen Pickering fagna ákvörðun sambandsins. „Ég get ekki sagt ykkur hversu stolt ég er af íþróttinni minni, FINA og forseta þess fyrir að nýta vísindin. Fyrir að tala við bæði þjálfara og keppendur og standa upp fyrir sanngirni í kvennaíþróttum. Sund mun alltaf bjóða alla velkomna en sanngirni er hornsteinn íþrótta,“ sagði Davies á Twitter-síðu sinni. I can t tell you how proud I am of my sport @fina & @fina_president for doing the science, asking the athletes/coaches and standing up for fair sport for females. Swimming will always welcome everyone no matter how you identify but fairness is the cornerstone of sport https://t.co/1IaMkIFOkX— Sharron Davies MBE (@sharrond62) June 19, 2022 „Ég var á þinginu þar sem FINA kynnti regluverk sitt og kosning fór fram. Ég get staðfest umhyggju og samúð sem þeim keppendum sem geta ekki lengur keppt í flokki til samræmis við kyn sitt. En það verður að vernda samkeppnishæfni í kvennaíþróttum,“ sagði Pickering. Innan sundheimsins skapaðist mikil umræða er Lia Thomas, sem var miðlungs sundmaður áður en hún gekkst undir kynleiðréttingu, vann NCAA-titil í sundi. Var henni hampað sem brautryðjanda af sumum á meðan aðrir sáu hana ógna samkeppnishæfni kvennaíþrótta. Lia Thomas banned from competing against women as swimming cracks down on transgender athletes. @JWTelegraph reports.https://t.co/5dIhb9rDtm— Telegraph Sport (@TelegraphSport) June 19, 2022 Regluverk FINA gerir það að verkum að Thomas getur ekki keppt í kvennaflokki á Ólympíuleikunum í París sumarið 2024 eins og hún ætlaði sér að gera.
Sund Málefni trans fólks Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Dagskráin í dag: Opna breska heldur áfram Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Sjá meira