LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 07:53 LeBron James var sáttur með að vera kominn aftur í búningi Los Angeles Lakers og aftur inn á völlinn. Um leið setti hann met með því að byrja sitt 23. tímabil í NBA. Getty/Ronald Martinez LeBron James lék sinn fyrsta leik á þessu NBA-tímabili í 140-126 sigri á Utah Jazz í nótt og hóf þar með sitt 23. keppnistímabil í deildinni, sem er met. Endirkoma goðsagnarinnar hafði frábær áhrif á Lakers-liðið sem var í miklu stuði. James var með 11 stig, 12 stoðsendingar og 3 fráköst á 30 mínútum þegar Lakers skoraði 140 stig, sem er það mesta hjá liðinu á tímabilinu. James skoraði með sniðskoti í þriðja leikhluta og framlengdi þar með met sitt í fjölda leikja í röð með tíu stig eða meira í 1.293 leiki eða hvern einasta leik sem hann hefur spilað síðan 6. janúar 2007. „Mér fannst hann bara spila með réttum anda og hann var mjög óeigingjarn allt kvöldið. Hann var viljugur sendingamaður, þvingaði ekkert fram, tók keyrslur sínar á körfuna og skot þegar færi gafst,“ sagði JJ Redick, þjálfari Lakers. „Vörn andstæðinganna mun alltaf veita honum athygli, sérstaklega þegar hann er með boltann í teignum, sérstaklega þegar hann setur pressu á körfuna, og mér fannst hann bara taka margar frábærar ákvarðanir í kvöld. Virkilega gott að fá hann aftur,“ sagði Redick. Hinn fertugi James var frá keppni í fyrstu fjórtán leikjum tímabilsins vegna taugaklemmu sem hafði áhrif á mjóbakið og leiddi niður hægri hlið líkamans. „Það var bara gaman að vera þarna úti með strákunum,“ sagði James. „Þetta hefur verið andlega erfitt fyrir mig því þetta er í fyrsta skipti sem ég byrja körfuboltatímabil og spila ekki síðan ég byrjaði að spila körfubolta, svona níu ára gamall, ég hef aldrei misst af byrjun körfuboltatímabils,“ sagði Lebron. „Að ganga í gegnum þetta líkamlega, tilfinningalega, andlega og allt saman, þetta reyndi á mig og ég hélt bara áfram að vinna og treysti á trúna. Það hefur komið mér á þennan stað í dag og þetta er bara mikil gleði,“ sagði Lebron. James skoraði ekki á fyrstu ellefu mínútunum sínum á vellinum, en tvær þriggja stiga körfur hans í fyrri hálfleik komu honum upp fyrir Reggie Miller, skyttu Indiana Pacers, í sjötta sætið á listanum yfir flestar þriggja stiga körfur í NBA-deildinni frá upphafi. View this post on Instagram A post shared by Malika Andrews (@malika_andrews) NBA Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira
Endirkoma goðsagnarinnar hafði frábær áhrif á Lakers-liðið sem var í miklu stuði. James var með 11 stig, 12 stoðsendingar og 3 fráköst á 30 mínútum þegar Lakers skoraði 140 stig, sem er það mesta hjá liðinu á tímabilinu. James skoraði með sniðskoti í þriðja leikhluta og framlengdi þar með met sitt í fjölda leikja í röð með tíu stig eða meira í 1.293 leiki eða hvern einasta leik sem hann hefur spilað síðan 6. janúar 2007. „Mér fannst hann bara spila með réttum anda og hann var mjög óeigingjarn allt kvöldið. Hann var viljugur sendingamaður, þvingaði ekkert fram, tók keyrslur sínar á körfuna og skot þegar færi gafst,“ sagði JJ Redick, þjálfari Lakers. „Vörn andstæðinganna mun alltaf veita honum athygli, sérstaklega þegar hann er með boltann í teignum, sérstaklega þegar hann setur pressu á körfuna, og mér fannst hann bara taka margar frábærar ákvarðanir í kvöld. Virkilega gott að fá hann aftur,“ sagði Redick. Hinn fertugi James var frá keppni í fyrstu fjórtán leikjum tímabilsins vegna taugaklemmu sem hafði áhrif á mjóbakið og leiddi niður hægri hlið líkamans. „Það var bara gaman að vera þarna úti með strákunum,“ sagði James. „Þetta hefur verið andlega erfitt fyrir mig því þetta er í fyrsta skipti sem ég byrja körfuboltatímabil og spila ekki síðan ég byrjaði að spila körfubolta, svona níu ára gamall, ég hef aldrei misst af byrjun körfuboltatímabils,“ sagði Lebron. „Að ganga í gegnum þetta líkamlega, tilfinningalega, andlega og allt saman, þetta reyndi á mig og ég hélt bara áfram að vinna og treysti á trúna. Það hefur komið mér á þennan stað í dag og þetta er bara mikil gleði,“ sagði Lebron. James skoraði ekki á fyrstu ellefu mínútunum sínum á vellinum, en tvær þriggja stiga körfur hans í fyrri hálfleik komu honum upp fyrir Reggie Miller, skyttu Indiana Pacers, í sjötta sætið á listanum yfir flestar þriggja stiga körfur í NBA-deildinni frá upphafi. View this post on Instagram A post shared by Malika Andrews (@malika_andrews)
NBA Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Sjá meira