Álftanes safnar liði: Dúi Þór kynntur til leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2022 10:31 Kjartan Atli og Dúi Þór handsala samninginn. Álftanes Leikstjórnandinn Dúi Þór Jónsson er genginn til liðs við Álftanes sem leikur í 1.deild karla í körfubolta á komandi leiktíð. Dúi Þór gengur til liðs við Álftnesinga frá Þór Akureyri sem lék í Subway-deild karla á síðustu leiktíð. Dúi Þór kemur til að með að styrkja lið Álftanes gríðarlega en hann var í öðru sæti yfir þá leikmenn sem gáfu flestar stoðsendingar í Subway-deildinni á síðustu leiktíð, gaf hann 7,6 stoðsendingar í leik og skoraði að auki um 15 stig að meðaltali í leik. Var leikstjórnandinn valinn í 26 manna landsliðshóp Íslands sem æfði í síðustu viku. Hluti hópsins fór svo áfram í lokahóp landsliðsins fyrir mikilvæga leiki í undankeppni HM. „Dúi Þór er uppalinn Stjörnumaður. Hann var afar sigursæll í yngri flokkunum með félaginu og steig svo sín fyrstu skref í meistaraflokki með uppeldisfélaginu. Fyrir síðustu leiktíð færði hann sig svo norður á Akureyri. Samstarf Stjörnunnar og Álftaness skilaði því að Dúi Þór lék með liði Álftanes á venslasamningi tímabilið 2019-2020. Hann skoraði þá tæp 18 stig, tók rúmlega sex fráköst og gaf rúmar sex stoðsendingar í leik, en Dúi var 18 ára það leiktímabil,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Það er gott að spila á nesinu og við erum með best mannaða hópinn í deildinni að mínu mati. Ég er virkilega spenntur að spila stórt hlutverk í liði sem ætlar sér stóra hluti á næstu árum,“ sagði Dúi sjálfur en hann hefur áður spilað undir stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar, þjálfara Álftanes í dag en hann þjálfaði áður yngri flokka Stjörnunnar. Dúi er þriðji leikmaðurinn sem bætist við leikmannahóp Álftaness fyrir komandi átök í 1. deildinni. Auk Dúa eru þeir Pálmi Geir Jónsson (sem kom frá Val) og Snjólfur Marel Stefánsson (sem kom frá Njarðvík) gengnir í Álftanes. Körfubolti UMF Álftanes Tengdar fréttir „Veit vel að með því að ræða körfubolta í sjónvarpinu þá vill fólk sjá hvað maður sjálfur gerir“ Kjartan Atli Kjartansson, sem verið hefur umsjónarmaður Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport um árabil, hefur ákveðið að gerast meistaraflokksþjálfari að nýju. Hann stýrir karlaliði Álftaness á næstu leiktíð, fyrir uppeldisfélagið sitt, og ætlar sér að koma því í Subway-deildina sem hann fjallar um í hverri viku. 4. maí 2022 11:06 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira
Dúi Þór kemur til að með að styrkja lið Álftanes gríðarlega en hann var í öðru sæti yfir þá leikmenn sem gáfu flestar stoðsendingar í Subway-deildinni á síðustu leiktíð, gaf hann 7,6 stoðsendingar í leik og skoraði að auki um 15 stig að meðaltali í leik. Var leikstjórnandinn valinn í 26 manna landsliðshóp Íslands sem æfði í síðustu viku. Hluti hópsins fór svo áfram í lokahóp landsliðsins fyrir mikilvæga leiki í undankeppni HM. „Dúi Þór er uppalinn Stjörnumaður. Hann var afar sigursæll í yngri flokkunum með félaginu og steig svo sín fyrstu skref í meistaraflokki með uppeldisfélaginu. Fyrir síðustu leiktíð færði hann sig svo norður á Akureyri. Samstarf Stjörnunnar og Álftaness skilaði því að Dúi Þór lék með liði Álftanes á venslasamningi tímabilið 2019-2020. Hann skoraði þá tæp 18 stig, tók rúmlega sex fráköst og gaf rúmar sex stoðsendingar í leik, en Dúi var 18 ára það leiktímabil,“ segir í tilkynningu frá félaginu. „Það er gott að spila á nesinu og við erum með best mannaða hópinn í deildinni að mínu mati. Ég er virkilega spenntur að spila stórt hlutverk í liði sem ætlar sér stóra hluti á næstu árum,“ sagði Dúi sjálfur en hann hefur áður spilað undir stjórn Kjartans Atla Kjartanssonar, þjálfara Álftanes í dag en hann þjálfaði áður yngri flokka Stjörnunnar. Dúi er þriðji leikmaðurinn sem bætist við leikmannahóp Álftaness fyrir komandi átök í 1. deildinni. Auk Dúa eru þeir Pálmi Geir Jónsson (sem kom frá Val) og Snjólfur Marel Stefánsson (sem kom frá Njarðvík) gengnir í Álftanes.
Körfubolti UMF Álftanes Tengdar fréttir „Veit vel að með því að ræða körfubolta í sjónvarpinu þá vill fólk sjá hvað maður sjálfur gerir“ Kjartan Atli Kjartansson, sem verið hefur umsjónarmaður Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport um árabil, hefur ákveðið að gerast meistaraflokksþjálfari að nýju. Hann stýrir karlaliði Álftaness á næstu leiktíð, fyrir uppeldisfélagið sitt, og ætlar sér að koma því í Subway-deildina sem hann fjallar um í hverri viku. 4. maí 2022 11:06 Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ Sjá meira
„Veit vel að með því að ræða körfubolta í sjónvarpinu þá vill fólk sjá hvað maður sjálfur gerir“ Kjartan Atli Kjartansson, sem verið hefur umsjónarmaður Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport um árabil, hefur ákveðið að gerast meistaraflokksþjálfari að nýju. Hann stýrir karlaliði Álftaness á næstu leiktíð, fyrir uppeldisfélagið sitt, og ætlar sér að koma því í Subway-deildina sem hann fjallar um í hverri viku. 4. maí 2022 11:06