Er kjarnorkuafvopnun á dagskrá ríkisstjórnarinnar? Guttormur Þorsteinsson skrifar 22. júní 2022 08:30 Í vikunni stendur yfir fyrsti fundur aðildarríkja að sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum í Vín. Þetta er tímamótasamningur, sá fyrsti sem hefur öðlast gildi sem alþjóðalög og kveður á um algjört bann við notkun, framleiðslu og flutningi á kjarnorkuvopnum. Þrjú lönd bættust í hóp þeirra landa sem hafa fullgilt sáttmálann í tilefni fundarins, Grænhöfðaeyjar, Austur-Tímor og Grenada og þau eru því orðin 65 talsins. Ásamt þeim þjóðum sem hafa fullgilt sáttmálann mættu á fundinn áheyrnarfulltrúar frá Noregi, Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og Ástralíu. Það gefur von um að það sé að kvarnast úr þeirri samstöðu sem Nató og önnur bandalagsríki Bandaríkjanna hafa sýnt gegn kjarnorkuafvopnun. Kjarnorkuveldin hafa auðvitað gert lítið úr þessum sáttmála sem beinist gegn valdi þeirra til að gjöreyða allri siðmenningu á Jörðinni. Þessi sömu kjarnorkuveldi skýla sér á bak við sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem þau hafa mörg hver fullgilt um leið og þau hunsa ákvæði hans um að þau skuli sjálf stefna að því að leggja niður vopnabúr sín. Nató hefur ekki tekið opinberlega afstöðu gegn sáttmálanum um bann við kjarnorkuvopnum en það má öllum vera ljóst að miklum þrýstingi hefur verið beint til þess að aðildarríki bandalagsins undirriti hann ekki. Þannig hefur t.d. fyrrverandi utanríkisráðherra líst því yfir að Ísland muni bara beita sér fyrir kjarnorkuafvopnun í samráði við ríki sem búa yfir kjarnorkuvopnun, þó að ljóst sé að það hefur ekki skilað neinum árangri síðustu ár. Á þessari öld hafa kjarnorkuveldin þvert á móti undið ofan af þeim árangri sem náðist í kjarnorkuafvopnun í kringum lok Kalda stríðsins. Samningurinn um bann við kjarnorkuvopnum er því besta leiðin til þess að vinna að kjarnorkuafvopnun og á sér fyrirmynd í sáttmálum um bann við jarðsprengjum og klasasprengjum. Hann er enn mikilvægari núna þegar kjarnorkuveldið Rússland heyir stríð nálægt landamærum kjarnorkuvopnabandalagsins Nató. Það er því ánægjulegt að sjá fulltrúa frá ríkjum Nató í samtali við aðildarríki sáttmálans en það er líka sorglegt að Ísland skuli ekki hafa verið þar á meðal. Hagsmunir Íslands af kjarnorkuafvopnun eru augljósir og hættan á kjarnorkuslysum í íslenskri lögsögu eða kjarnorkustríði er raunveruleg. Það er von Samtaka hernaðarandstæðinga að utanríkisráðuneytið, flokkar á Alþingi og ríkistjórnin fari að berjast af krafti fyrir yfirlýstri stefnu sinni um kjarnorkuvopnalaust land og frið á norðurslóðum með undirritun sáttmálans í samstarfi við þau lönd sem hafa tekið af skarið og bannað kjarnorkuvopn. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Kjarnorka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Í vikunni stendur yfir fyrsti fundur aðildarríkja að sáttmála Sameinuðu Þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum í Vín. Þetta er tímamótasamningur, sá fyrsti sem hefur öðlast gildi sem alþjóðalög og kveður á um algjört bann við notkun, framleiðslu og flutningi á kjarnorkuvopnum. Þrjú lönd bættust í hóp þeirra landa sem hafa fullgilt sáttmálann í tilefni fundarins, Grænhöfðaeyjar, Austur-Tímor og Grenada og þau eru því orðin 65 talsins. Ásamt þeim þjóðum sem hafa fullgilt sáttmálann mættu á fundinn áheyrnarfulltrúar frá Noregi, Þýskalandi, Belgíu, Hollandi og Ástralíu. Það gefur von um að það sé að kvarnast úr þeirri samstöðu sem Nató og önnur bandalagsríki Bandaríkjanna hafa sýnt gegn kjarnorkuafvopnun. Kjarnorkuveldin hafa auðvitað gert lítið úr þessum sáttmála sem beinist gegn valdi þeirra til að gjöreyða allri siðmenningu á Jörðinni. Þessi sömu kjarnorkuveldi skýla sér á bak við sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna sem þau hafa mörg hver fullgilt um leið og þau hunsa ákvæði hans um að þau skuli sjálf stefna að því að leggja niður vopnabúr sín. Nató hefur ekki tekið opinberlega afstöðu gegn sáttmálanum um bann við kjarnorkuvopnum en það má öllum vera ljóst að miklum þrýstingi hefur verið beint til þess að aðildarríki bandalagsins undirriti hann ekki. Þannig hefur t.d. fyrrverandi utanríkisráðherra líst því yfir að Ísland muni bara beita sér fyrir kjarnorkuafvopnun í samráði við ríki sem búa yfir kjarnorkuvopnun, þó að ljóst sé að það hefur ekki skilað neinum árangri síðustu ár. Á þessari öld hafa kjarnorkuveldin þvert á móti undið ofan af þeim árangri sem náðist í kjarnorkuafvopnun í kringum lok Kalda stríðsins. Samningurinn um bann við kjarnorkuvopnum er því besta leiðin til þess að vinna að kjarnorkuafvopnun og á sér fyrirmynd í sáttmálum um bann við jarðsprengjum og klasasprengjum. Hann er enn mikilvægari núna þegar kjarnorkuveldið Rússland heyir stríð nálægt landamærum kjarnorkuvopnabandalagsins Nató. Það er því ánægjulegt að sjá fulltrúa frá ríkjum Nató í samtali við aðildarríki sáttmálans en það er líka sorglegt að Ísland skuli ekki hafa verið þar á meðal. Hagsmunir Íslands af kjarnorkuafvopnun eru augljósir og hættan á kjarnorkuslysum í íslenskri lögsögu eða kjarnorkustríði er raunveruleg. Það er von Samtaka hernaðarandstæðinga að utanríkisráðuneytið, flokkar á Alþingi og ríkistjórnin fari að berjast af krafti fyrir yfirlýstri stefnu sinni um kjarnorkuvopnalaust land og frið á norðurslóðum með undirritun sáttmálans í samstarfi við þau lönd sem hafa tekið af skarið og bannað kjarnorkuvopn. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun