Íris Anna og Daníel Ingi unnu flest gull á meistaramótinu í frjálsum íþróttum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2022 14:32 Íris Anna Skúladóttir (númer 3042) á ferðinni á MÍ um helgina en hún vann þrenn gullverðlaun. Hún er hér á milli þeirra Írisar Dóru Snorradóttur úr FH og Sigþóru Brynju Kristjánsdóttur úr UFA. Instagram/@icelandathletics FH-ingarnir Íris Anna Skúladóttir og Daníel Ingi Egilsson voru sigursælust á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fór fram á heimavelli þeirra í Kaplakrika um helgina. Íris Anna og Daníel Ingi unnu bæði þrenn gullverðlaun á mótinu. Íris Anna vann 1500 metra hlaup og 3000 metra hlaup auk þess að vera í sigursveit FH í 4x400m boðhlaupi kvenna ásamt þeim Írisi Dóru Snorradóttur, Elínu Sóleyju Sigurbjörnsdóttur og Ísold Sævarsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Daníel Ingi vann bæði langstökk og þrístökk og var í sigursveit FH-inga í 4x100m boðhlaupi ásamt Kolbeini Heði Gunnarssyni, Daða Lár Jónssyni og Bjarna Páli Pálssyni. Hann stökk 14,78 metra í þrístökki og 6,92 metra í langstökki. ÍR-ingarnir Guðni Valur Guðnason og Ingibjörg Sigurðardóttir unnu bæði tvö gull eins og FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir. Guðni vann kringlukast og kúluvarp, Ingibjörg vann 400 metra hlaup 40 metra grindarhlaup en Irma vann bæði þristökk og langstökk. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) FH-ingurinn Hilmar Örn Jónsson og ÍR-ingurinn Tiana Ósk Witworth náðu mestu afrekum mótsins þegar kemur að stigagjöf Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Hilmar Örn vann sleggjukast karla með kasti upp á 75,20 metra sem er nýtt mótsmet hjá Hilmari en kastið gaf honum 1120 stig. Tiana Ósk Witworth vann 100 metra hlaup kvenna á tímanum 11,69 sekúndum sem gefur 1054 árangursstig. Það voru FH-ingar sem urðu Íslandsmeistarar félagsliða og hlutu alls 79,5 stig. Þau fengu fjórtán gull, sextán silfur og sex bronsverðlaun. ÍR-ingar voru í öðru sæti með 51,5 stig og Fjölnir í því þriðja með 23 stig. Silfrið fór vel yfir úrslitin á mótinu og má finna þá umfjöllun hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Íris Anna og Daníel Ingi unnu bæði þrenn gullverðlaun á mótinu. Íris Anna vann 1500 metra hlaup og 3000 metra hlaup auk þess að vera í sigursveit FH í 4x400m boðhlaupi kvenna ásamt þeim Írisi Dóru Snorradóttur, Elínu Sóleyju Sigurbjörnsdóttur og Ísold Sævarsdóttur. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) Daníel Ingi vann bæði langstökk og þrístökk og var í sigursveit FH-inga í 4x100m boðhlaupi ásamt Kolbeini Heði Gunnarssyni, Daða Lár Jónssyni og Bjarna Páli Pálssyni. Hann stökk 14,78 metra í þrístökki og 6,92 metra í langstökki. ÍR-ingarnir Guðni Valur Guðnason og Ingibjörg Sigurðardóttir unnu bæði tvö gull eins og FH-ingurinn Irma Gunnarsdóttir. Guðni vann kringlukast og kúluvarp, Ingibjörg vann 400 metra hlaup 40 metra grindarhlaup en Irma vann bæði þristökk og langstökk. View this post on Instagram A post shared by Frjálsíþróttasamband Íslands (@icelandathletics) FH-ingurinn Hilmar Örn Jónsson og ÍR-ingurinn Tiana Ósk Witworth náðu mestu afrekum mótsins þegar kemur að stigagjöf Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Hilmar Örn vann sleggjukast karla með kasti upp á 75,20 metra sem er nýtt mótsmet hjá Hilmari en kastið gaf honum 1120 stig. Tiana Ósk Witworth vann 100 metra hlaup kvenna á tímanum 11,69 sekúndum sem gefur 1054 árangursstig. Það voru FH-ingar sem urðu Íslandsmeistarar félagsliða og hlutu alls 79,5 stig. Þau fengu fjórtán gull, sextán silfur og sex bronsverðlaun. ÍR-ingar voru í öðru sæti með 51,5 stig og Fjölnir í því þriðja með 23 stig. Silfrið fór vel yfir úrslitin á mótinu og má finna þá umfjöllun hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira