Vaxandi þensla og barátta um vinnuafl Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2022 19:31 Framkvæmdum við byggingu viðbyggingar við forsætisráðuneytið verður frestað um eitt til tvö ár vegna þenslunnar. forsætisráðuneytið Vaxandi þensla er í efnahagslífinu eftir að kórónuveirufaraldrinum lauk. Ferðaþjónustan er komin á fullan skrið og aukinn þrýstingur er ábyggingaframkvæmdir. Seðlabankastjóri segir þetta geta leitt til þess að atvinnugreinar fari að bítast um starfsfólk. Efnahagslífið á Íslandi er komið á mikinn snúning eftir að kórónuveirufaraldurinn leið.Á sama tíma er tekist á við mikla og vaxandi verðbólgu víða í heiminum sem skapaðist af hráefnisskorti vegna skorts á vinnuafli í faraldrinum og síðan vegna stríðsins í Úkraínu. Nú þegar ferðaþjónustan er komin á fulla ferð og þrýst er á byggingaframkvæmdir skortir vinnuafl ofan á allt annað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri íslenskt efnahagslíf standa vel. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að svo geti farið að atvinnugreinar fari að bítast um vinnuaflið.Vísir/Vilhelm „Við erum bara núna með mikinn efnahagsbata á Íslandi. Vinnumarkað sem í rauninni hefur aldrei verið betri frá árinu 2007 hvað varðar atvinnu. Auðvitað þegar ungt fólk kemur inn á vinnumarkaðinn vill það líka koma inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Ásgeir. Í kórónuveirufaraldrinum þegar mörg fyrirtæki sögðu upp fjölda manns jók ríkið útgjöld sín til alls kyns atvinnuskapandi framkvæmda. Við núverandi aðstæður er hins vegar talið eðlilegt að ríkið haldi að sér höndum. Við afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára á Alþingi í vor var því mörgum framkvæmdum frestað, eins og viðbyggingu við forsætisráðuneytið sem lengi hefur staðið til að byggja. Katrín Jakobsdóttir segir ríkið fresta ýmsum framkvæmdum vegna þenslunnar.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að upphafi framkvæmda verði frestað um ár. „Já við erum að færa þá framkvæmd til. Í raun og veru hliðra þeirri framkvæmd til að draga úr þenslu í samfélaginu. Það á auðvitað við um fleiri fjárfestingarverkefni á vegum ríkisins. Við lögðum af stað í miklar fjárfestingar til að örva hagkerfið í heimsfaraldri. Sum eru farin af stað en þar sem hægt er að hliðra til núna þá gerum við það,“ segir Katrín. Aðstæður smærri og stærri fyrirtækja til að fá til sín starfsfólk á samkeppnishæfum launum, ekki hvað síst innan ferðaþjónustunnar, eru hins vegar afar misjafnar. „Ég held að við séum kannski að lenda í þeirri stöðu að atvinnugreinar fari að bítast um fólk í miklum meiri mæli. Þetta er eitthvað sem við sáum á árum áður. Og það gæti mögulega leitt til töluverðrar spennu á vinnumarkaði,“ segir Ásgeir Jónsson. Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Efnahagslífið á Íslandi er komið á mikinn snúning eftir að kórónuveirufaraldurinn leið.Á sama tíma er tekist á við mikla og vaxandi verðbólgu víða í heiminum sem skapaðist af hráefnisskorti vegna skorts á vinnuafli í faraldrinum og síðan vegna stríðsins í Úkraínu. Nú þegar ferðaþjónustan er komin á fulla ferð og þrýst er á byggingaframkvæmdir skortir vinnuafl ofan á allt annað. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri íslenskt efnahagslíf standa vel. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að svo geti farið að atvinnugreinar fari að bítast um vinnuaflið.Vísir/Vilhelm „Við erum bara núna með mikinn efnahagsbata á Íslandi. Vinnumarkað sem í rauninni hefur aldrei verið betri frá árinu 2007 hvað varðar atvinnu. Auðvitað þegar ungt fólk kemur inn á vinnumarkaðinn vill það líka koma inn á fasteignamarkaðinn,“ segir Ásgeir. Í kórónuveirufaraldrinum þegar mörg fyrirtæki sögðu upp fjölda manns jók ríkið útgjöld sín til alls kyns atvinnuskapandi framkvæmda. Við núverandi aðstæður er hins vegar talið eðlilegt að ríkið haldi að sér höndum. Við afgreiðslu fjármálaáætlunar til næstu fimm ára á Alþingi í vor var því mörgum framkvæmdum frestað, eins og viðbyggingu við forsætisráðuneytið sem lengi hefur staðið til að byggja. Katrín Jakobsdóttir segir ríkið fresta ýmsum framkvæmdum vegna þenslunnar.Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að upphafi framkvæmda verði frestað um ár. „Já við erum að færa þá framkvæmd til. Í raun og veru hliðra þeirri framkvæmd til að draga úr þenslu í samfélaginu. Það á auðvitað við um fleiri fjárfestingarverkefni á vegum ríkisins. Við lögðum af stað í miklar fjárfestingar til að örva hagkerfið í heimsfaraldri. Sum eru farin af stað en þar sem hægt er að hliðra til núna þá gerum við það,“ segir Katrín. Aðstæður smærri og stærri fyrirtækja til að fá til sín starfsfólk á samkeppnishæfum launum, ekki hvað síst innan ferðaþjónustunnar, eru hins vegar afar misjafnar. „Ég held að við séum kannski að lenda í þeirri stöðu að atvinnugreinar fari að bítast um fólk í miklum meiri mæli. Þetta er eitthvað sem við sáum á árum áður. Og það gæti mögulega leitt til töluverðrar spennu á vinnumarkaði,“ segir Ásgeir Jónsson.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira