Við hefjum leik úti á golfvelli klukkan 10:30 þar sem Amundi German Masters á LET-mótaröðinni fer fram á Stöð 2 Sport 4.
Klukkan 12:00 er svo komið að Irish Open á DP World Tour á Stöð 2 Golf áður en John Deere Classic á PGA-mótaröðinni tekur við á sömu rás klukkan 17:00.
Að lokum er svo komið að viðureign Keflavíkur og Fram í Bestu-deild karla í fótbolta klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport.