Stefna bandamönnum Trumps vegna sakamálarannsóknar í Georgíu Samúel Karl Ólason skrifar 5. júlí 2022 22:15 Lindsey Graham og Rudy Giuliani voru tveir af nánustu bandamönnum Trumps. Getty Nokkrum af ráðgjöfum og bandamönnum Donalds Trump hefur verið stefnt vegna sakamálarannsóknar sem stendur nú yfir í Georgíuríki vegna viðleitni Trumps við að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020. Meðal þeirra sem búið er að stefna eru Rudy Giuliani, fyrrverandi einkalögmaður Trumps, og Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður. Hinir fimm eru Kenneth Chesebro, Cleta Mitchell, Jenna Ellis, John Eastman og Jacki Pick Deason. Samkvæmt stefnunum eiga sjömenningarnir að bera vitni fyrir svokölluðum ákærudómstól. Það er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburði og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Þessi tiltekni ákærudómstóll er að rannsaka hvort Trump og bandamenn hans hafi brotið lög með því að þrýsta á embættismenn í Georgíu og reyna að fá úrslitum kosninganna hnekkt. Rannsóknin tengist ekki rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem hefur einnig verið að skoða viðleitni Trumps og hans fólks til að halda völdum eftir kosningarnar. Sjá einnig: Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Háttsettir embættismenn í Georgíu hafa þegar borið vitni í málinu en það gæti reynst Trump erfitt. Hann er sagður líklegur til að kynna annað forsetaframboð á næstunni fyrir kosningarnar 2024. Bað um að atkvæði yrðu fundin AP fréttaveitan að rannsóknin snúi meðal annars að símtali Trumps til Brads Raffensperger, þáverandi innanríkisráðherra Georgíu, þar sem forsetinn bað hann um að „finna“ þau atkvæði sem hann vantaði til að vinna í Georgíu. Lindsey Graham hringdi einnig tvisvar sinnum í Raffensperger en þau símtöl eru einnig til rannsóknar. Í þessum símtölum er Graham sagður hafa spurt um möguleikann á endurtalningu svo hægt væri að finna niðurstöðu sem væri „jákvæðari“ fyrir Trump. Í frétt New York Times segir að dómsgögn sýni að Fani T. Willis, saksóknari í Atlanta, sé meðal annars að íhuga ákærur fyrir samsæri og svik. Giuliani leiddi viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum kosninganna í nokkrum ríkjum. Þar á meðal í Georgíu þar sem Trump tapaði naumlega gegn Joe Biden í kosningunum í Georgíu og reiddist hann yfir því. Hann hélt því ítrekað fram að svindl hefði kostað hann sigur þar, eins og hann hefur sagt um kosningarnar í heild, án þess þó að hafa rétt fyrir sér. Tæplega tólf þúsund atkvæði skildu þá Trump og Biden af. Forsetinn þrýsti á embættismenn í Georgíu og bað þá um að „finna“ nógu mörg atkvæði til að tryggja sér sigurinn. Trump og bandamenn hans reyndu einnig að hafa áhrif á úrslit kosninganna í fleiri ríkjum eins og Arizona og Michigan. Þrátt fyrir ítrekaðar alhæfingar um umfangsmikil kosningasvik og fjölmörg dómsmál og endurtalningar hafa engar trúverðugar sannanir fyrir máli þeirra fundist. Willis segir Giuliani hafa leitt viðleitni Trump-liða í Georgíu og víðar. Hann hafi meðal annars sýnt ríkisþingmönnum myndband sem hafi átt að sýna kosningastarfsmenn bera ferðatöskur fullar af atkvæðaseðlum inn á kjörstað. Fljótt reyndist ljóst að það myndband sýndi ekki það sem Giuliani sagði það gera en þrátt fyrir það hélt lögmaðurinn áfram að nota það og halda því ranglega fram að það sýndi svik. Willis segir þetta hafa verið lið í umfangsmikilli áætlun Trump-liða til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Hinir fimm eru Kenneth Chesebro, Cleta Mitchell, Jenna Ellis, John Eastman og Jacki Pick Deason. Samkvæmt stefnunum eiga sjömenningarnir að bera vitni fyrir svokölluðum ákærudómstól. Það er fyrirbæri vestanhafs þar sem kviðdómendur eru fengnir til að fara yfir vitnisburði og gögn í ákveðnum málum og kanna hvort þeim þyki tilefni til að leggja fram ákærur vegna meintra brota. Þessi tiltekni ákærudómstóll er að rannsaka hvort Trump og bandamenn hans hafi brotið lög með því að þrýsta á embættismenn í Georgíu og reyna að fá úrslitum kosninganna hnekkt. Rannsóknin tengist ekki rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sem hefur einnig verið að skoða viðleitni Trumps og hans fólks til að halda völdum eftir kosningarnar. Sjá einnig: Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Háttsettir embættismenn í Georgíu hafa þegar borið vitni í málinu en það gæti reynst Trump erfitt. Hann er sagður líklegur til að kynna annað forsetaframboð á næstunni fyrir kosningarnar 2024. Bað um að atkvæði yrðu fundin AP fréttaveitan að rannsóknin snúi meðal annars að símtali Trumps til Brads Raffensperger, þáverandi innanríkisráðherra Georgíu, þar sem forsetinn bað hann um að „finna“ þau atkvæði sem hann vantaði til að vinna í Georgíu. Lindsey Graham hringdi einnig tvisvar sinnum í Raffensperger en þau símtöl eru einnig til rannsóknar. Í þessum símtölum er Graham sagður hafa spurt um möguleikann á endurtalningu svo hægt væri að finna niðurstöðu sem væri „jákvæðari“ fyrir Trump. Í frétt New York Times segir að dómsgögn sýni að Fani T. Willis, saksóknari í Atlanta, sé meðal annars að íhuga ákærur fyrir samsæri og svik. Giuliani leiddi viðleitni Trumps til að snúa niðurstöðum kosninganna í nokkrum ríkjum. Þar á meðal í Georgíu þar sem Trump tapaði naumlega gegn Joe Biden í kosningunum í Georgíu og reiddist hann yfir því. Hann hélt því ítrekað fram að svindl hefði kostað hann sigur þar, eins og hann hefur sagt um kosningarnar í heild, án þess þó að hafa rétt fyrir sér. Tæplega tólf þúsund atkvæði skildu þá Trump og Biden af. Forsetinn þrýsti á embættismenn í Georgíu og bað þá um að „finna“ nógu mörg atkvæði til að tryggja sér sigurinn. Trump og bandamenn hans reyndu einnig að hafa áhrif á úrslit kosninganna í fleiri ríkjum eins og Arizona og Michigan. Þrátt fyrir ítrekaðar alhæfingar um umfangsmikil kosningasvik og fjölmörg dómsmál og endurtalningar hafa engar trúverðugar sannanir fyrir máli þeirra fundist. Willis segir Giuliani hafa leitt viðleitni Trump-liða í Georgíu og víðar. Hann hafi meðal annars sýnt ríkisþingmönnum myndband sem hafi átt að sýna kosningastarfsmenn bera ferðatöskur fullar af atkvæðaseðlum inn á kjörstað. Fljótt reyndist ljóst að það myndband sýndi ekki það sem Giuliani sagði það gera en þrátt fyrir það hélt lögmaðurinn áfram að nota það og halda því ranglega fram að það sýndi svik. Willis segir þetta hafa verið lið í umfangsmikilli áætlun Trump-liða til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira