Til skoðunar hvort auglýsing Áslaugar sé lögmæt Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 6. júlí 2022 19:31 Menningarráðherra skoðar nú hvort starfsauglýsing annars ráðuneytis þar sem ekki er krafist íslenskukunnáttu stangist á við lög. Forsætisráðherra hefur miklar áhyggjur af stöðu tungumálsins og gagnrýnir þá þróun að innlend fyrirtæki velji sér ensk heiti í ríkari mæli. Starfsauglýsing háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins í síðustu viku vakti mikla athygli en þar var í fyrsta skipti ekki gerð krafa um að starfsmaður tali íslensku í ráðuneyti hér á landi. Íslensk málnefnd gagnrýndi auglýsinguna og taldi hana skýrt brot á lögum um stöðu íslenskrar tungu. „Ég tek þetta mjög alvarlega og við erum að skoða þetta í mínu ráðuneyti og ég hef sagt viðkomandi ráðherra það. Ég tel að við getum ekki gefið mikinn afslátt hvað varðar auglýsingar af þessu tagi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra en málefni íslenskrar tungu falla undir hennar ráðuneyti. Lilja segir gríðarlega mikilvægt að halda í íslenskt mál hér á landi. Stjórnvöld eigi að sýna gott fordæmi þar.vísir/vilhelm Hún virðist ekki sammála Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að hér sé á ferð eðlilegt skref fyrir íslensk ráðuneyti. „Það skref sem er verið að taka þarna er mjög stórt og kannski stærra en fólk gerir sér grein fyrir. Og það þarf að eiga sér stað ákveðin umræða í samfélaginu áður en við tökum slíkt skref,“ segir Lilja. Bæði Lilja og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eru þó sammála háskólaráðherranum um að hér verði að auka aðgengi innflytjenda að störfum í stjórnkerfinu. „En þá fyndist mér ekki óeðlilegt að þegar fólk kemur til starfa að það njóti líka íslenskukennslu svo það geti smám saman tileinkað sér íslenskukunnáttu,“ segir Katrín. Auka verði íslenskukennslu fyrir fólk af erlendum uppruna á Íslandi - ekki síst svo það komist betur inn í allt samfélagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þykir umhugsunarvert hve mörg íslensk fyrirtæki velji sér ensk heiti.vísir/vilhelm Innlend fyrirtæki með ensk heiti Margir vilja tengja þessa þróun stærra vandamáli. Málfræðingar hafa stigið fram á síðustu árum og varað við því að íslenskan sé víða að hopa fyrir enskunni. Til dæmis hafa mörg alíslensk fyrirtæki sem stíla aðeins inn á íslenskan markað valið sér ensk heiti á borð við World Class Iceland, Lemon, Local, Ground Zreo og American Style svo einhver séu nefnd. „Mér finnst umhugsunarefni að sjá hve mörg fyrirtæki kjósa að kalla sig enskum heitum og ekki íslenskum heitum. Og ég hef miklar áhyggjur af því að smám saman séum við að missa svið samfélagsins frá íslenskunni og yfir í ensku,“ segir Katrín. Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Starfsauglýsing háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins í síðustu viku vakti mikla athygli en þar var í fyrsta skipti ekki gerð krafa um að starfsmaður tali íslensku í ráðuneyti hér á landi. Íslensk málnefnd gagnrýndi auglýsinguna og taldi hana skýrt brot á lögum um stöðu íslenskrar tungu. „Ég tek þetta mjög alvarlega og við erum að skoða þetta í mínu ráðuneyti og ég hef sagt viðkomandi ráðherra það. Ég tel að við getum ekki gefið mikinn afslátt hvað varðar auglýsingar af þessu tagi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra en málefni íslenskrar tungu falla undir hennar ráðuneyti. Lilja segir gríðarlega mikilvægt að halda í íslenskt mál hér á landi. Stjórnvöld eigi að sýna gott fordæmi þar.vísir/vilhelm Hún virðist ekki sammála Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um að hér sé á ferð eðlilegt skref fyrir íslensk ráðuneyti. „Það skref sem er verið að taka þarna er mjög stórt og kannski stærra en fólk gerir sér grein fyrir. Og það þarf að eiga sér stað ákveðin umræða í samfélaginu áður en við tökum slíkt skref,“ segir Lilja. Bæði Lilja og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra eru þó sammála háskólaráðherranum um að hér verði að auka aðgengi innflytjenda að störfum í stjórnkerfinu. „En þá fyndist mér ekki óeðlilegt að þegar fólk kemur til starfa að það njóti líka íslenskukennslu svo það geti smám saman tileinkað sér íslenskukunnáttu,“ segir Katrín. Auka verði íslenskukennslu fyrir fólk af erlendum uppruna á Íslandi - ekki síst svo það komist betur inn í allt samfélagið. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þykir umhugsunarvert hve mörg íslensk fyrirtæki velji sér ensk heiti.vísir/vilhelm Innlend fyrirtæki með ensk heiti Margir vilja tengja þessa þróun stærra vandamáli. Málfræðingar hafa stigið fram á síðustu árum og varað við því að íslenskan sé víða að hopa fyrir enskunni. Til dæmis hafa mörg alíslensk fyrirtæki sem stíla aðeins inn á íslenskan markað valið sér ensk heiti á borð við World Class Iceland, Lemon, Local, Ground Zreo og American Style svo einhver séu nefnd. „Mér finnst umhugsunarefni að sjá hve mörg fyrirtæki kjósa að kalla sig enskum heitum og ekki íslenskum heitum. Og ég hef miklar áhyggjur af því að smám saman séum við að missa svið samfélagsins frá íslenskunni og yfir í ensku,“ segir Katrín.
Íslensk fræði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenska á tækniöld Vinnumarkaður Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira