Svandís eykur aflaheimildir til strandveiða um þúsund tonn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 7. júlí 2022 16:13 Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir hefur aukið við aflaheimildir til strandveiða um rúm þúsund tonn. Strandveiðifélag Íslands finnst ekki nóg að gert og kalla eftir þrjú þúsund tonnum til að tryggja veiðar fram í ágúst. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni, samkvæmt tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Við breytinguna aukast aflaheimildir til strandveiða um 874 tonn af þorski sem fengust í skiptum fyrir heimildir á makríl á skiptimarkaði, 50 ónýtt tonn sem voru færð frá frístundaveiðum og 150 ónýtt tonn vegna línuívilnunar. Samtals er því 1.074 tonnum bætt við strandveiðipottinn. Hlutfall strandveiða hækkar um fimm prósent Með þessu hækkar hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks þannig upp í rúm 5 prósent. „Hefur aldrei svo stórum hluta leyfilegs heildarafla þorsks áður verið ráðstafað til strandveiða. Fjórtánda strandveiðisumarið frá því strandveiðum var komið á stendur nú yfir og er þessi ráðstöfun matvælaráðherra liður í aðgerðum til að festa strandveiðar betur í sessi enda skipta strandveiðar sköpum fyrir margar fjölskyldur í landinu,“ segir í tilkynningunni. Matvælaráðaherra hafi að auki komið á þeirri breytingu til hagræðingar fyrir strandveiðisjómenn að Fiskistofa muni sjálfkrafa fella strandveiðileyfi úr gildi þegar strandveiðar verða stöðvaðar með auglýsingu í Stjórnartíðindum. „Því er ekki er lengur þörf á að óska eftir niðurfellingu strandveiðileyfis til Fiskistofu 20. dag mánaðar áður en til stóð að hætta veiðum.“ Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni, samkvæmt tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Við breytinguna aukast aflaheimildir til strandveiða um 874 tonn af þorski sem fengust í skiptum fyrir heimildir á makríl á skiptimarkaði, 50 ónýtt tonn sem voru færð frá frístundaveiðum og 150 ónýtt tonn vegna línuívilnunar. Samtals er því 1.074 tonnum bætt við strandveiðipottinn. Hlutfall strandveiða hækkar um fimm prósent Með þessu hækkar hlutfall strandveiða af leyfilegum heildarafla þorsks þannig upp í rúm 5 prósent. „Hefur aldrei svo stórum hluta leyfilegs heildarafla þorsks áður verið ráðstafað til strandveiða. Fjórtánda strandveiðisumarið frá því strandveiðum var komið á stendur nú yfir og er þessi ráðstöfun matvælaráðherra liður í aðgerðum til að festa strandveiðar betur í sessi enda skipta strandveiðar sköpum fyrir margar fjölskyldur í landinu,“ segir í tilkynningunni. Matvælaráðaherra hafi að auki komið á þeirri breytingu til hagræðingar fyrir strandveiðisjómenn að Fiskistofa muni sjálfkrafa fella strandveiðileyfi úr gildi þegar strandveiðar verða stöðvaðar með auglýsingu í Stjórnartíðindum. „Því er ekki er lengur þörf á að óska eftir niðurfellingu strandveiðileyfis til Fiskistofu 20. dag mánaðar áður en til stóð að hætta veiðum.“
Sjávarútvegur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28 „Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Fleiri fréttir Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Sjá meira
Mótmæla áformum Svandísar um svæðaskiptingu Strandveiðifélag Íslands mótmæli harðlega þeirri ætlun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, að setja aftur á svæðakerfi í strandveiði. Félagið, sem stofnað var í mars, segir að ekki hafi fengist fundur með ráðherranum vegna anna en fundað hafi verið með aðstoðarmanni hennar og sérfræðingum ráðuneytisins um núverandi vertíð. 7. júlí 2022 20:28
„Mikil afturför, vanhugsað og ég er ósátt við minn ráðherra“ Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaþingmaður Vinstri grænna, gagnrýnir Svandísi Svavarsdóttur, matvælaráðherra, harðlega fyrir áætlanir um að taka upp svæðaskiptingu á kvóta strandveiða á ný. Lilja segir ákvörðunina vanhugsaða, hún feli í sér mikla afturför og að ráðherra ætti frekar að einbeita sér að því að „taka á þeim hlutum sem vitað er að þarf að bæta í kerfinu.“ 6. júlí 2022 13:48