Umdeildar framkvæmdir við Vatnsstíg: „Ég hef mikla samúð með fólki sem býr hérna“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2022 19:20 Anna Þóra Björnsdóttir er eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu á Hverfisgötu og næsti nágranni framkvæmdanna við Vatnsstíg. Gunnar Smári Magnússon byggingarstjóri framkvæmdanna segir tafirnar eiga sér eðlilegar skýringar. Samsett Atvinnurekandi við Hverfisgötu segir óbærilegt hvernig staðið hefur verið að framkvæmdum á reit við Vatnsstíg. Byggingarstjóri hefur fulla samúð með íbúum og harmar seinkun framkvæmdanna en hún eigi sér eðlilegar skýringar. Íbúar við byggingarsvæðið á Vatnsstíg voru orðnir langþreyttir á óhljóðum sem heyra má í upphafi meðfylgjandi fréttar nú á vormánuðum, þegar beita þurfti fleyg til að bora niður í klöppina undir reitnum. Íbúar sem fréttastofa hefur rætt við segja höggin hafa verið viðvarandi allan liðlangan daginn um margra mánaða skeið. Mestu lætin kláruðust þó nánast um miðjan mars. En það var svo í fyrradag sem aftur þurfti að ræsa fleyginn, fleyga aðeins upp úr undirlaginu hjá aðliggjandi húsi sem stendur við Hverfisgötu. Og eftir því var sannarlega tekið. Anna Þóra Björnsdóttir, eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu í umræddu húsi, sem hefur mátt þola einna mesta skarkalann, segir ástandið, bæði hvað varðar óhljóðin og almennt umstang, hafa verið hörmulegt frá því framkvæmdir hófust síðasta sumar. Fleygunin, sem þeim hafi verið sagt að ætti að taka tíu daga, hafi á endanum tekið sex mánuði. „Það hefur margsinnis allt brotnað niður hérna niðri í búð hjá okkur, brotnað og skemmst. Kúnnarnir hrökklast út í hávaða. Það er ekki hægt að taka sjónpróf í minni búð, það þarf að vera kyrrð og ró. Og við höfum reynt að vera samvinnufús og reyna að taka tillit. Auðvitað skiljum við að það þurfi að byggja upp í borginni en þetta eru kannski aðeins of stórar byggingar sem verið er að setja á pínulítinn blett.“ Dæmi séu um að fólk hafi hreinlega flutt burt af svæðinu vegna ágangsins. Hún kallar eftir betra samráði við nágranna. Hefur mikla samúð með nágrönnum Gunnar Smári Magnússon byggingarstjóri framkvæmdarinnar skilur þá afstöðu. „Ég hef mikla samúð með fólki sem býr hérna og ég skil hundrað prósent að fólki líði illa í þessum aðstæðum. En því miður, þegar er verið að taka svona upp og gera í miðri borg, þá verður þessi röskun,“ segir Gunnar. „Við hefðum, má kannski segja, getað haft betra samráð við þetta fólk.“ Zeppelin arkitektar Á reitnum er verið að reisa tvö hús með á fimmta tug íbúða, bílakjallara og þakgarði, eins og meðfylgjandi myndir frá Zeppelin-arkitektum sýna. Gunnar telur þetta mikla bót frá því sem áður var og bendir á að þarna hafi verið hús í mikilli niðurníðslu fyrir. En hann harmar að framkvæmdir hafi tafist. Að hans sögn nema tafirnar þó ekki nema þremur mánuðum. „Klöppin var miklu harðari en við áttum von á. Það gekk miklu verr að fleyga þetta en við áttum von á, ásamt þessum töfum sem urðu við það að bíða eftir og reyna að hliðra til fyrir eigendum hérna,“ segir Gunnar. Verklok liggja ekki fyrir en reiknað er með því að mikið verði í höfn um áramótin. Þá verði raskið í það minnsta orðið mun minna, að sögn Gunnars. Horft framan á fyrirhugaðar nýbyggingar frá Vatnsstíg. Gulu húsin lengst til hægri standa við Laugaveg.Zeppelin arkitektar Reykjavík Skipulag Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Íbúar við byggingarsvæðið á Vatnsstíg voru orðnir langþreyttir á óhljóðum sem heyra má í upphafi meðfylgjandi fréttar nú á vormánuðum, þegar beita þurfti fleyg til að bora niður í klöppina undir reitnum. Íbúar sem fréttastofa hefur rætt við segja höggin hafa verið viðvarandi allan liðlangan daginn um margra mánaða skeið. Mestu lætin kláruðust þó nánast um miðjan mars. En það var svo í fyrradag sem aftur þurfti að ræsa fleyginn, fleyga aðeins upp úr undirlaginu hjá aðliggjandi húsi sem stendur við Hverfisgötu. Og eftir því var sannarlega tekið. Anna Þóra Björnsdóttir, eigandi gleraugnaverslunarinnar Sjáðu í umræddu húsi, sem hefur mátt þola einna mesta skarkalann, segir ástandið, bæði hvað varðar óhljóðin og almennt umstang, hafa verið hörmulegt frá því framkvæmdir hófust síðasta sumar. Fleygunin, sem þeim hafi verið sagt að ætti að taka tíu daga, hafi á endanum tekið sex mánuði. „Það hefur margsinnis allt brotnað niður hérna niðri í búð hjá okkur, brotnað og skemmst. Kúnnarnir hrökklast út í hávaða. Það er ekki hægt að taka sjónpróf í minni búð, það þarf að vera kyrrð og ró. Og við höfum reynt að vera samvinnufús og reyna að taka tillit. Auðvitað skiljum við að það þurfi að byggja upp í borginni en þetta eru kannski aðeins of stórar byggingar sem verið er að setja á pínulítinn blett.“ Dæmi séu um að fólk hafi hreinlega flutt burt af svæðinu vegna ágangsins. Hún kallar eftir betra samráði við nágranna. Hefur mikla samúð með nágrönnum Gunnar Smári Magnússon byggingarstjóri framkvæmdarinnar skilur þá afstöðu. „Ég hef mikla samúð með fólki sem býr hérna og ég skil hundrað prósent að fólki líði illa í þessum aðstæðum. En því miður, þegar er verið að taka svona upp og gera í miðri borg, þá verður þessi röskun,“ segir Gunnar. „Við hefðum, má kannski segja, getað haft betra samráð við þetta fólk.“ Zeppelin arkitektar Á reitnum er verið að reisa tvö hús með á fimmta tug íbúða, bílakjallara og þakgarði, eins og meðfylgjandi myndir frá Zeppelin-arkitektum sýna. Gunnar telur þetta mikla bót frá því sem áður var og bendir á að þarna hafi verið hús í mikilli niðurníðslu fyrir. En hann harmar að framkvæmdir hafi tafist. Að hans sögn nema tafirnar þó ekki nema þremur mánuðum. „Klöppin var miklu harðari en við áttum von á. Það gekk miklu verr að fleyga þetta en við áttum von á, ásamt þessum töfum sem urðu við það að bíða eftir og reyna að hliðra til fyrir eigendum hérna,“ segir Gunnar. Verklok liggja ekki fyrir en reiknað er með því að mikið verði í höfn um áramótin. Þá verði raskið í það minnsta orðið mun minna, að sögn Gunnars. Horft framan á fyrirhugaðar nýbyggingar frá Vatnsstíg. Gulu húsin lengst til hægri standa við Laugaveg.Zeppelin arkitektar
Reykjavík Skipulag Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira