Fjárhagsstaða heimilanna óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. júlí 2022 12:49 Guðbjörg Andrea Jónsdóttir er formaður Kjaratölfræðinefndar. stöð 2 Fjárhagsstaða heimilanna er óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði, en grunntímakaup hefur hækkað um tæp 23 prósent á vinnumarkaði. Þetta kemur fram í vorskýrslu Kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. Í skýrslunni er fjallað um þróun efnahagsmála og launa frá apríl 2019 til janúar á þessu ári. Grunntímakaup hefur hækkað töluvert á kjarasamningstímabilinu, eða um tæp 23 prósent. Hækkunin er mest hjá Reykjavíkurborg eða um þrjátíu prósent. Hluti af skýringunni má rekja til breytingar á vinnutíma. „Vinnutímabreytingar geta verið að skýra alveg fjögur prósent af hækkuninni og meira í mörgum tilfellum líka,“ sagði Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður kjaratölfræðinefndar. Mesta hækkunin er hjá Reykjavíkurborg.kjaratölfræðinefnd Hagstofan gerði ráð fyrir að á tímabilinu yrði hagvöxtur um tvö prósent. Hann er þó töluvert minni en heimsfaraldurinn er meðal skýringa. „Það lítur út fyrir að það verði um það bil fjögur prósent samdráttur í hagvexti per íbúa á íslandi.“ Tekjur háar í alþjóðlegum samanburði Fjárhagsstaða heimilanna er óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði. Guðbjörg segir að heimsfaraldurinn hafi minni áhrif en áður var talið. „Samkvæmt niðurstöðum úr lífskjararannsókn Hagstofunnar þá eru mun færri heimili núna sem segjast eiga erfitt með að ná endum saman heldur en var t.d. árið 2015 og 2018.“ Það á þó ekki við um einstæða foreldra því meira en helmingur þeirra segist eiga erfitt með að ná endum saman. Þá virðist stríðið í Úkraínu ekki hafa mikil áhrif hér á landi, enn sem komið er. „Það er metið að það sé um það bil 0,7 prósent sem það dragi úr hagvexti hér.“ Það gæti skýrst af því að Ísland hafi minni viðskipti við Rússland og Úkraínu en önnur lönd. Fjármál heimilisins Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Þetta kemur fram í vorskýrslu Kjaratölfræðinefndar sem kynnt var í morgun. Í skýrslunni er fjallað um þróun efnahagsmála og launa frá apríl 2019 til janúar á þessu ári. Grunntímakaup hefur hækkað töluvert á kjarasamningstímabilinu, eða um tæp 23 prósent. Hækkunin er mest hjá Reykjavíkurborg eða um þrjátíu prósent. Hluti af skýringunni má rekja til breytingar á vinnutíma. „Vinnutímabreytingar geta verið að skýra alveg fjögur prósent af hækkuninni og meira í mörgum tilfellum líka,“ sagði Guðbjörg Andrea Jónsdóttir, formaður kjaratölfræðinefndar. Mesta hækkunin er hjá Reykjavíkurborg.kjaratölfræðinefnd Hagstofan gerði ráð fyrir að á tímabilinu yrði hagvöxtur um tvö prósent. Hann er þó töluvert minni en heimsfaraldurinn er meðal skýringa. „Það lítur út fyrir að það verði um það bil fjögur prósent samdráttur í hagvexti per íbúa á íslandi.“ Tekjur háar í alþjóðlegum samanburði Fjárhagsstaða heimilanna er óvenju sterk og tekjur háar í alþjóðlegum samanburði. Guðbjörg segir að heimsfaraldurinn hafi minni áhrif en áður var talið. „Samkvæmt niðurstöðum úr lífskjararannsókn Hagstofunnar þá eru mun færri heimili núna sem segjast eiga erfitt með að ná endum saman heldur en var t.d. árið 2015 og 2018.“ Það á þó ekki við um einstæða foreldra því meira en helmingur þeirra segist eiga erfitt með að ná endum saman. Þá virðist stríðið í Úkraínu ekki hafa mikil áhrif hér á landi, enn sem komið er. „Það er metið að það sé um það bil 0,7 prósent sem það dragi úr hagvexti hér.“ Það gæti skýrst af því að Ísland hafi minni viðskipti við Rússland og Úkraínu en önnur lönd.
Fjármál heimilisins Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira