Þjóðareign hinna fáu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 14. júlí 2022 13:00 Einhverra hluta vegna er ósamræmi í lögum um hvenær aðilar teljast tengdir. Í gær sagði Fiskistofustjóri í fréttum Stöðvar 2 að önnur viðmið gildi um sjávarútveginn en um aðrar atvinnugreinar. Hann benti á að reglur eru mannanna verk og löggjafans væri að samræma reglur. Það hvenær aðilar teljast tengdir hefur augljósa þýðingu til að koma í veg fyrir samþjöppun. Það að önnur viðmið gildi í sjávarútvegi hefur líka augljósar afleiðingar. Núna eru tíu stærstu útgerðarfyrirtækin með rúmlega 70% kvótans. Samþjöppunin eykst hratt og hún hefur átt sér stað af þeirri einföldu ástæðu að hún nýtur blessunar ríkisstjórnarinnar. Engin skref hafa verið tekin til að sporna gegn samþjöppun á þeim 5 árum sem ríkisstjórnin hefur haft völd til að bregðast við. Ekkert hefur heldur verið gert til að tryggja rétt þjóðarinnar né til að tryggja raunverulegt auðlindagjald fyrir einkaafnot af auðlindinni. Aðrar reglur um sjávarauðlindina en aðrar náttúruauðlindir Stærsta ósamræmi í lagasetningu, þar sem annað gildir um sjávarútveg en aðrar atvinnugreinar, varðar hins vegar réttinn til að nýta náttúruauðlindir í þjóðareign. Meginreglan og rauði þráðurinn í lagasetningu er að réttur til að nýta náttúruauðlindir sem eru í þjóðareigu er tímabundinn. Meginreglan er sem sagt tímabundnir samningar. Það rímar við þá hugmynd að aðilar fá rétt til að nýta náttúruauðlindir sem ekki eru í þeirra eigu. Annars hefur þjóðareign enga þýðingu. Í orkulögum er sveitarfélögum til dæmis veitt heimild að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tiltekið tímabil í einu. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er talað skýrt um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er tímamark rekstrarleyfis 16 ár. Og frumvarp ríkisstjórnarinnar sjálfrar um Hálendisþjóðgarð sagði óheimilt að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarðinum nema með tímabundnum samningi. Undantekningin er sjávarútvegurinn. Og afleiðingarnar blasa við. Réttindi til að nýta verðmætin úr sjávarauðlindinni eru ótímabundin. Orðið þjóðareign hefur þess vegna enga raunverulega merkingu. Þjóðareignin er eign hinna fáu, en ekki þjóðarinnar. Ómur fortíðarinnar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir núna í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík að áhyggjur af byggðaröskun sé ómur af því sem gerðist í fortíðinni. Það eru sérstök orð. Hann deilir ekki heldur áhyggjum forsætisráðherra af samþjöppun. En þegar við hlustum á umræðuna í samfélaginu af áhyggjum um samþjöppun, ósanngjarna skiptingu verðmætanna í samfélaginu og áhyggjur af því hver ítök stórútgerðarinnar eru á Íslandi verður að spyrja hvers vegna niðurstaðan hefur orðið sú að aðrar reglur gildi um nýtingu á sjávarauðlindinni en um aðrar náttúruauðlindir í þjóðareigu. Hvernig þjónar það almannahagsmunum? Augljósa svarið er að það þjónar alls ekki almannahagsmunum. Ómur fortíðarinnar eru nefnilega ekki áhyggjur fólksins í landinu heldur sú sjávarútvegsstefna sem ríkisstjórnin vinnur eftir. Það eru sjálfar reglurnar sem eru ómur fortíðarinnar. Hin pólitíska spurning er hvers vegna tækifæri til að verja almannahagsmuni hefur ekki verið nýtt? Hvers vegna hefur orðinu þjóðareign ekki verið gefið raunverulegt inntak? Meirihluti á Alþingi fyrir breytingum Þingflokkur Viðreisnar hefur á síðustu árum lagt fram ýmsar tillögur. Frumvarp sem felur í sér kröfur um markaðsskráningu og dreifða eignaraðild stærri fyrirtækja. Með markaðsskráningu næðist fram gagnsæi fjárhagsupplýsinga. Að skerpt verði á ákvæðum um tengsl fyrirtækja og hámark heildaraflahlutdeildar. Svo þarf að mæta vaxandi samþjöppun með auknum kröfum um dreift eignarhald. Breyta þarf skilgreiningum á tengdum aðilum í sjávarútvegi svo lögin nái utan um raunverulegt eignarhald, eins og var gert með fjármálafyrirtækin eftir hrun. Þingflokkur Viðreisnar hefur lagt fram tillögur um markaðsleið í sjávarútvegi og að tímabundnir samningar verði gerðir um auðlindina, eins og um aðrar auðlindir. Síðustu daga hefur verið jákvætt að heyra orð formanna Vinstri grænna og Framsóknar, tveggja forystumanna í ríkisstjórninni. Forsætisráðherra sem hefur áhyggjur af samþjöppun hlýtur að bregðast við. Innviðaráðherra, og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem talar um aukna gjaldtöku sér að sú gjaldtaka myndi nýtast í innviðauppbyggingu í þágu fólksins í landinu. Formennirnir tveir vita líka að það er meirihluti á þinginu fyrir breytingum. Það eina sem þarf er að þau fylgi eftir eigin orðum. Það eina sem þarf er að muna hvert hlutverk stjórnmálanna er: að standa með og verja almannahagsmuni gegn sérhagsmunum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Sjávarútvegur Tengdar fréttir „Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08 Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00 Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00 „Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01 Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17 Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Sjá meira
Einhverra hluta vegna er ósamræmi í lögum um hvenær aðilar teljast tengdir. Í gær sagði Fiskistofustjóri í fréttum Stöðvar 2 að önnur viðmið gildi um sjávarútveginn en um aðrar atvinnugreinar. Hann benti á að reglur eru mannanna verk og löggjafans væri að samræma reglur. Það hvenær aðilar teljast tengdir hefur augljósa þýðingu til að koma í veg fyrir samþjöppun. Það að önnur viðmið gildi í sjávarútvegi hefur líka augljósar afleiðingar. Núna eru tíu stærstu útgerðarfyrirtækin með rúmlega 70% kvótans. Samþjöppunin eykst hratt og hún hefur átt sér stað af þeirri einföldu ástæðu að hún nýtur blessunar ríkisstjórnarinnar. Engin skref hafa verið tekin til að sporna gegn samþjöppun á þeim 5 árum sem ríkisstjórnin hefur haft völd til að bregðast við. Ekkert hefur heldur verið gert til að tryggja rétt þjóðarinnar né til að tryggja raunverulegt auðlindagjald fyrir einkaafnot af auðlindinni. Aðrar reglur um sjávarauðlindina en aðrar náttúruauðlindir Stærsta ósamræmi í lagasetningu, þar sem annað gildir um sjávarútveg en aðrar atvinnugreinar, varðar hins vegar réttinn til að nýta náttúruauðlindir í þjóðareign. Meginreglan og rauði þráðurinn í lagasetningu er að réttur til að nýta náttúruauðlindir sem eru í þjóðareigu er tímabundinn. Meginreglan er sem sagt tímabundnir samningar. Það rímar við þá hugmynd að aðilar fá rétt til að nýta náttúruauðlindir sem ekki eru í þeirra eigu. Annars hefur þjóðareign enga þýðingu. Í orkulögum er sveitarfélögum til dæmis veitt heimild að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tiltekið tímabil í einu. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er talað skýrt um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er tímamark rekstrarleyfis 16 ár. Og frumvarp ríkisstjórnarinnar sjálfrar um Hálendisþjóðgarð sagði óheimilt að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarðinum nema með tímabundnum samningi. Undantekningin er sjávarútvegurinn. Og afleiðingarnar blasa við. Réttindi til að nýta verðmætin úr sjávarauðlindinni eru ótímabundin. Orðið þjóðareign hefur þess vegna enga raunverulega merkingu. Þjóðareignin er eign hinna fáu, en ekki þjóðarinnar. Ómur fortíðarinnar Formaður Sjálfstæðisflokksins segir núna í kjölfar kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík að áhyggjur af byggðaröskun sé ómur af því sem gerðist í fortíðinni. Það eru sérstök orð. Hann deilir ekki heldur áhyggjum forsætisráðherra af samþjöppun. En þegar við hlustum á umræðuna í samfélaginu af áhyggjum um samþjöppun, ósanngjarna skiptingu verðmætanna í samfélaginu og áhyggjur af því hver ítök stórútgerðarinnar eru á Íslandi verður að spyrja hvers vegna niðurstaðan hefur orðið sú að aðrar reglur gildi um nýtingu á sjávarauðlindinni en um aðrar náttúruauðlindir í þjóðareigu. Hvernig þjónar það almannahagsmunum? Augljósa svarið er að það þjónar alls ekki almannahagsmunum. Ómur fortíðarinnar eru nefnilega ekki áhyggjur fólksins í landinu heldur sú sjávarútvegsstefna sem ríkisstjórnin vinnur eftir. Það eru sjálfar reglurnar sem eru ómur fortíðarinnar. Hin pólitíska spurning er hvers vegna tækifæri til að verja almannahagsmuni hefur ekki verið nýtt? Hvers vegna hefur orðinu þjóðareign ekki verið gefið raunverulegt inntak? Meirihluti á Alþingi fyrir breytingum Þingflokkur Viðreisnar hefur á síðustu árum lagt fram ýmsar tillögur. Frumvarp sem felur í sér kröfur um markaðsskráningu og dreifða eignaraðild stærri fyrirtækja. Með markaðsskráningu næðist fram gagnsæi fjárhagsupplýsinga. Að skerpt verði á ákvæðum um tengsl fyrirtækja og hámark heildaraflahlutdeildar. Svo þarf að mæta vaxandi samþjöppun með auknum kröfum um dreift eignarhald. Breyta þarf skilgreiningum á tengdum aðilum í sjávarútvegi svo lögin nái utan um raunverulegt eignarhald, eins og var gert með fjármálafyrirtækin eftir hrun. Þingflokkur Viðreisnar hefur lagt fram tillögur um markaðsleið í sjávarútvegi og að tímabundnir samningar verði gerðir um auðlindina, eins og um aðrar auðlindir. Síðustu daga hefur verið jákvætt að heyra orð formanna Vinstri grænna og Framsóknar, tveggja forystumanna í ríkisstjórninni. Forsætisráðherra sem hefur áhyggjur af samþjöppun hlýtur að bregðast við. Innviðaráðherra, og fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, sem talar um aukna gjaldtöku sér að sú gjaldtaka myndi nýtast í innviðauppbyggingu í þágu fólksins í landinu. Formennirnir tveir vita líka að það er meirihluti á þinginu fyrir breytingum. Það eina sem þarf er að þau fylgi eftir eigin orðum. Það eina sem þarf er að muna hvert hlutverk stjórnmálanna er: að standa með og verja almannahagsmuni gegn sérhagsmunum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
„Við erum að færa stórútgerðinni sem malar gull auðlindina okkar á silfurfati“ Formaður þingflokks Samfylkingarinnar segir kaup Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík enn á ný sýna að verið sé að færa útgerðinni auðlindir hafsins á silfurfati. Löngu tímabært sé að gera breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Þau búi til elítu í landinu úr tengslum við almenning. 13. júlí 2022 12:08
Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00
Samherji á nú aðild að fimmtungi heildarkvótans Með kaupum Síldarvinnslunnar á Vísi á Samherji aðild að fimmtungi heildarveiðiheimilda í landinu sem er verulega yfir lögbundnum viðmiðum. Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi, tilfærslu veiðiheimilda og auðssöfnun fárra í greininni. 12. júlí 2022 19:00
„Þetta er grundvallarástæðan fyrir því að svo margir eru ósáttir við kvótakerfið“ Forsætisráðherra hefur áhyggjur af samþjöppun í sjávarútvegi í ljósi kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík. Kaupin sýni hvernig gríðarlegur auður getur safnast á fárra manna hendur vegna kerfis sem var búið til fyrir tugum ára. Fjármálaráðherra segir að sameiningar í sjávarútvegi hafi reynst þjóðarbúinu vel. 12. júlí 2022 13:01
Hvert barn fær um 3,3 milljarða í sinn hlut fyrir Vísi Síldarvinnslan í Neskaupsstað hefur keypt allt hlutafé í sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi í Grindavík. Kaupverðið er tuttugu milljarðar króna og yfirtekin lán ellefu milljarðar króna. Eigendur Vísis fá sex milljarða greitt í reiðufé og eignast átta prósenta hlut í Síldarvinnslunni 11. júlí 2022 13:17
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar