Fjórtán létust í þyrluslysi þegar eiturlyfjabarón var handtekinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2022 15:14 Handtaka Rafael Caro Quintero reyndist dýrkeypt fyrir mexíkóska sjóherinn. AP/Guillermo Juarez Fjórtán hermenn mexíkóska sjóhersins létust þegar þyrla hrapaði til jarðar í kjölfar handtöku á eiturlyfjabaróninum Rafael Caro Quintero á föstudag. Hinn alræmdi Quintero hefur verið á lista FBI yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn heims síðan 2018. Í yfirlýsingu frá mexíkóska sjóhernum kemur fram að fótgönguliðar hersins hafi handtekið Quintero eftir að sjóhershundur fann hann í runna í bænum San Símon í ríkinu Sinaloa í norðvesturhluta Mexíkó. Aðgerð hersins gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig af því að í kjölfar handtökunnar á Quintero hrapaði Black Hawk þyrla hersins til jarðar í borginni Los Mochis með þeim afleiðingum að fjórtán létust og einn var fluttur særður á spítala. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Umfangsmikill og blóði drifinn glæpaferill Rafael Caro Quintero sem er 69 ára gamall er einn alræmdasti eiturlyfjabarón heims og er meðal annars gert að sök að hafa stofnað Guadalajara-glæpahringinn á áttunda áratugnum. Glæpahringurinn stóð fyrir umfangsmikilli ólöglegri verslun amfetamíns, heróíns, kókaíns og marijúana á áttunda og níunda áratugnum. Quintero er jafnframt eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum fyrir morðið á DEA-fulltrúanum Enrique Camarena Salazar árið 1985. Salazar var rænt af meðlimum Guadalajara-eiturlyfjahringsins sem pyntuðu hann og drápu. Plakat með myndum af Rafael Caro Quintero og upplýsingum um glæpi hans sem FBI notaði til að lýsa eftir honum.FBI/AP Í kjölfarið var Quintero handtekinn og dæmdur í 40 ára fangelsi í Mexíkó fyrir morðið á Salazar. Hann hafði setið 28 ár í fangelsi þegar hæstiréttur Mexíkó sneri dómnum við árið 2013 vegna réttarfarslegs atriðis. Að sögn FBI fór Quintero aftur út í ólöglega eiturlyfjasölu eftir að hann losnaði, nema þá fyrir Sinaloa-eiturlyfjahringinn. Árið 2018 setti FBI hann á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn heims og buðu tuttugu milljón dala verðlaun fyrir handtöku hans. Og nú hefur hann verið gómaður. Merrick Garland, ríkissaksóknari Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkin myndu krefjast framsals Quintero til Bandaríkjanna svo hann gæti farið fyrir dóm þar. Mexíkó Bandaríkin Tengdar fréttir Interpol lýsir eftir 15 stórhættulegum glæpamönnum Interpol lýsir eftir stórhættulegum glæpamönnum á veraldarvefnum en þetta kemur fram á vefsíðu alþjóðalögreglunnar Interpol. 16. desember 2013 09:34 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Í yfirlýsingu frá mexíkóska sjóhernum kemur fram að fótgönguliðar hersins hafi handtekið Quintero eftir að sjóhershundur fann hann í runna í bænum San Símon í ríkinu Sinaloa í norðvesturhluta Mexíkó. Aðgerð hersins gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig af því að í kjölfar handtökunnar á Quintero hrapaði Black Hawk þyrla hersins til jarðar í borginni Los Mochis með þeim afleiðingum að fjórtán létust og einn var fluttur særður á spítala. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Umfangsmikill og blóði drifinn glæpaferill Rafael Caro Quintero sem er 69 ára gamall er einn alræmdasti eiturlyfjabarón heims og er meðal annars gert að sök að hafa stofnað Guadalajara-glæpahringinn á áttunda áratugnum. Glæpahringurinn stóð fyrir umfangsmikilli ólöglegri verslun amfetamíns, heróíns, kókaíns og marijúana á áttunda og níunda áratugnum. Quintero er jafnframt eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum fyrir morðið á DEA-fulltrúanum Enrique Camarena Salazar árið 1985. Salazar var rænt af meðlimum Guadalajara-eiturlyfjahringsins sem pyntuðu hann og drápu. Plakat með myndum af Rafael Caro Quintero og upplýsingum um glæpi hans sem FBI notaði til að lýsa eftir honum.FBI/AP Í kjölfarið var Quintero handtekinn og dæmdur í 40 ára fangelsi í Mexíkó fyrir morðið á Salazar. Hann hafði setið 28 ár í fangelsi þegar hæstiréttur Mexíkó sneri dómnum við árið 2013 vegna réttarfarslegs atriðis. Að sögn FBI fór Quintero aftur út í ólöglega eiturlyfjasölu eftir að hann losnaði, nema þá fyrir Sinaloa-eiturlyfjahringinn. Árið 2018 setti FBI hann á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn heims og buðu tuttugu milljón dala verðlaun fyrir handtöku hans. Og nú hefur hann verið gómaður. Merrick Garland, ríkissaksóknari Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkin myndu krefjast framsals Quintero til Bandaríkjanna svo hann gæti farið fyrir dóm þar.
Mexíkó Bandaríkin Tengdar fréttir Interpol lýsir eftir 15 stórhættulegum glæpamönnum Interpol lýsir eftir stórhættulegum glæpamönnum á veraldarvefnum en þetta kemur fram á vefsíðu alþjóðalögreglunnar Interpol. 16. desember 2013 09:34 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Interpol lýsir eftir 15 stórhættulegum glæpamönnum Interpol lýsir eftir stórhættulegum glæpamönnum á veraldarvefnum en þetta kemur fram á vefsíðu alþjóðalögreglunnar Interpol. 16. desember 2013 09:34
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent