Gefa dýrunum frostpinna í hitabylgjunni Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. júlí 2022 17:05 Pandabirnirnir í dýragarðinum í Madríd fá vatnsmelónufrostpinna til að kæla sig niður í hitanum. AP/Bernat Armangue Það eru ekki bara mennirnir sem þjást vegna hitabylgjunnar sem ríður núna yfir Evrópu. Dýrum er ekki síður heitt og þess vegna hafa starfsmenn evrópskra dýragarða tekið upp á því að gefa dýrunum frostpinna til kæla þau niður. Hitabylgjan hefur leitt til þess að á Spáni hefur hitastigið víða farið yfir 40 gráður. Til að bregðast við gríðarlegum hitanum hafa starfsmenn í dýragarðinum í Madríd gefið dýrum garðsins frostpinna sem innihalda hefðbundna fæðu þeirra. Selur gæðir sér á hráum fiski sem búið er að hylja með klaka.AP/Bernat Armangue Þannig hefur pandabjörninn Bing Xing, ein helsta stjarna dýragarðsins, ekki bara fengið sinn daglega fimmtíu kílóa bambus-skammt heldur einnig vatnsmelónufrostpinna. Nautakjötsklumparnir sem ljónin í Madríd fá til að kæla sig niður eru ekkert voðalega geðslegir.AP/Bernat Armangue Rándýrin í garðinum hafa líka fengið sína fæðu í frostpinnaformi, selirnir fá þannig fiskifrostpinna en ljónin gæða sér á ísklumpum með nautahakki. Auk ísmolafæðunnar sprauta starfsmenn dýrin með köldu vatni til að kæla þau niður. Í dýragörðum, náttúruverndarsvæðum og griðlöndum dýra vítt og breitt um Bretland hefur einnig þurft að tryggja að dýrin haldist vel vökvuð og þorni ekki upp í steikjandi hitanum. Starfsmenn ZSL dýragarðsins í Lundúnum hafa gefið dýrunum frostpinna úr sykurlausu ístei með hnetum og fræjum. Górilla spígsporar um í ZSL dýragarðinum í Lundúnum með frostklump í hendinni.ZSL London Zoo „Prímatar eins og górillur og íkornapar elska frostpinna, alveg eins og við,“ sagði Rob Harland, starfsmaður ZSL dýragarðsins í Lundúnum, við BBC. Þá sagði hann að ljónin og flóðhestarnir í garðinum hefðu sín eigin díki til að svamla í á meðan önnur dýr fengju kalda sturtu frá starfsmönnum. Dýr Spánn England Tengdar fréttir Heimsbyggðin standi frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að hálf heimsbyggðin búi á hættusvæði hvað ofsahita varðar. Heimsbyggðin standi þannig frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi vegna hamfarahlýnunar. 18. júlí 2022 13:16 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Hitabylgjan hefur leitt til þess að á Spáni hefur hitastigið víða farið yfir 40 gráður. Til að bregðast við gríðarlegum hitanum hafa starfsmenn í dýragarðinum í Madríd gefið dýrum garðsins frostpinna sem innihalda hefðbundna fæðu þeirra. Selur gæðir sér á hráum fiski sem búið er að hylja með klaka.AP/Bernat Armangue Þannig hefur pandabjörninn Bing Xing, ein helsta stjarna dýragarðsins, ekki bara fengið sinn daglega fimmtíu kílóa bambus-skammt heldur einnig vatnsmelónufrostpinna. Nautakjötsklumparnir sem ljónin í Madríd fá til að kæla sig niður eru ekkert voðalega geðslegir.AP/Bernat Armangue Rándýrin í garðinum hafa líka fengið sína fæðu í frostpinnaformi, selirnir fá þannig fiskifrostpinna en ljónin gæða sér á ísklumpum með nautahakki. Auk ísmolafæðunnar sprauta starfsmenn dýrin með köldu vatni til að kæla þau niður. Í dýragörðum, náttúruverndarsvæðum og griðlöndum dýra vítt og breitt um Bretland hefur einnig þurft að tryggja að dýrin haldist vel vökvuð og þorni ekki upp í steikjandi hitanum. Starfsmenn ZSL dýragarðsins í Lundúnum hafa gefið dýrunum frostpinna úr sykurlausu ístei með hnetum og fræjum. Górilla spígsporar um í ZSL dýragarðinum í Lundúnum með frostklump í hendinni.ZSL London Zoo „Prímatar eins og górillur og íkornapar elska frostpinna, alveg eins og við,“ sagði Rob Harland, starfsmaður ZSL dýragarðsins í Lundúnum, við BBC. Þá sagði hann að ljónin og flóðhestarnir í garðinum hefðu sín eigin díki til að svamla í á meðan önnur dýr fengju kalda sturtu frá starfsmönnum.
Dýr Spánn England Tengdar fréttir Heimsbyggðin standi frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að hálf heimsbyggðin búi á hættusvæði hvað ofsahita varðar. Heimsbyggðin standi þannig frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi vegna hamfarahlýnunar. 18. júlí 2022 13:16 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi Sjá meira
Heimsbyggðin standi frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst því yfir að hálf heimsbyggðin búi á hættusvæði hvað ofsahita varðar. Heimsbyggðin standi þannig frammi fyrir sameiginlegu sjálfsvígi vegna hamfarahlýnunar. 18. júlí 2022 13:16