Kaup ríkisins á hluta nýbyggingar Landsbankans enn til skoðunar Árni Sæberg skrifar 20. júlí 2022 11:56 Svona munu nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn líta út. Hugsanlega verður húsið einnig ný húsakynni utanríkisráðuneytisins. Viðræður hafa farið fram milli ríkisins og Landsbankans um kaup þess fyrrnefnda á 6500 fermetra hluta nýbyggingar Landsbankans við Austurhöfn. Kaupin eru enn til skoðunar og vonast er til að niðurstaða fáist á næstu vikum. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að kaup ríkisins á 6500 fermetra skrifstofurými í norðurhúsi nýja Landsbankans við Austurhöfn væru komin í strand. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ástæðan sé sú að óeining sé milli forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins um kaupin. Í sameiginlegu svari forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að á undanförnum misserum hafi verið unnið að því að skipa húsnæðismálum ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands fyrir með haganlegum hætti, en núverandi húsnæði sé dreift og í sumum tilvikum úrelt. Við endurskoðun á þessari skipan hafi verið litið til þess að draga úr rýmisþörf, stuðla að samnýtingu og hagræðingu og auka sveigjanleika í nýtingu húsnæðisins. Kemur í ljós fljótlega hvort verði af kaupunum „Meðal kosta sem unnið hefur verið með eru möguleg kaup ríkisins á hluta af nýbyggingu Landsbankans við Austurhöfn, sem gæti hentað vel fyrir starfsemi Stjórnarráðsins. Viðræður hafa farið fram við Landsbankann um þann kost og standa vonir til þess að fá endanlega niðurstöðu um hvort af þeim kaupum verði á allra næstu vikum,“ segir í svarinu. Í fréttatilkynningu Stjórnarráðsins frá febrúar segir að kannað verði til hlítar hvort hægt sé að ná fram hagkvæmri niðurstöðu um kaup ríkisins á norðurhúsinu. Um sé að ræða nútímalegt og sveigjanlegt skrifstofuhúsnæði sem hægt er að sérsníða að þörfum Stjórnarráðsins innan tiltölulega skamms tíma og sé því um álitlegan kost að ræða. Áður hefur verið greint frá því að til standi að utanríkisráðuneytið flytji í húsnæði Landsbankans. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Stjórnsýsla Íslenskir bankar Tengdar fréttir Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. 19. nóvember 2021 19:21 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að kaup ríkisins á 6500 fermetra skrifstofurými í norðurhúsi nýja Landsbankans við Austurhöfn væru komin í strand. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Ástæðan sé sú að óeining sé milli forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins um kaupin. Í sameiginlegu svari forsætisráðuneytisins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að á undanförnum misserum hafi verið unnið að því að skipa húsnæðismálum ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands fyrir með haganlegum hætti, en núverandi húsnæði sé dreift og í sumum tilvikum úrelt. Við endurskoðun á þessari skipan hafi verið litið til þess að draga úr rýmisþörf, stuðla að samnýtingu og hagræðingu og auka sveigjanleika í nýtingu húsnæðisins. Kemur í ljós fljótlega hvort verði af kaupunum „Meðal kosta sem unnið hefur verið með eru möguleg kaup ríkisins á hluta af nýbyggingu Landsbankans við Austurhöfn, sem gæti hentað vel fyrir starfsemi Stjórnarráðsins. Viðræður hafa farið fram við Landsbankann um þann kost og standa vonir til þess að fá endanlega niðurstöðu um hvort af þeim kaupum verði á allra næstu vikum,“ segir í svarinu. Í fréttatilkynningu Stjórnarráðsins frá febrúar segir að kannað verði til hlítar hvort hægt sé að ná fram hagkvæmri niðurstöðu um kaup ríkisins á norðurhúsinu. Um sé að ræða nútímalegt og sveigjanlegt skrifstofuhúsnæði sem hægt er að sérsníða að þörfum Stjórnarráðsins innan tiltölulega skamms tíma og sé því um álitlegan kost að ræða. Áður hefur verið greint frá því að til standi að utanríkisráðuneytið flytji í húsnæði Landsbankans.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Stjórnsýsla Íslenskir bankar Tengdar fréttir Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. 19. nóvember 2021 19:21 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Vaktin: „Kjarnorkuákvæðinu“ beitt á veiðigjöldin Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Fleiri fréttir Forseti ávarpar þingheim við upphaf fundar Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Sjá meira
Landsbankinn minnkar við sig með flutningi í nýbyggingu Landsbankinn mun einungis nýta sextíu prósent af nýbyggingu sinni í miðborginni en selja eða leigja hinn hlutann. Byrjað verður að klæða bygginguna í næstu viku og vonast er til að flutt verði inn fyrir lok næsta árs. 19. nóvember 2021 19:21