Neitaði Adana þrisvar áður en hann samþykkti samningstilboðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 11:01 Birkir Bjarnason spilar í dag í Tyrklandi. BSR Agency/Getty Images Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason spilar í dag í Tyrklandi. Hann hafði þó upphaflega lítinn áhuga á að spila fyrir núverandi lið sitt Adana Demirspor og neitaði samningstilboði frá félaginu þrívegis áður en hann sagði já. Hinn 34 ára gamli Birkir var í ítarlegu viðtali við staðarmiðilinn Akureyri.net á dögunum. Þessi fjölhæfi miðjumaður er uppalinn á Akureyri en flutti ungur að árum til Noregs. Hann hefur komið víða við á áhugaveðrum ferli en spilar í dag með Adana Demirspor í tyrknesku úrvalsdeildinni. Borgin Adana er staðsett fyrir botni Miðjarðarhafs, rétt tæpum 850 kílómetrum frá Istanbúl en þar æfði liðið á dögunum þar sem hitinn í Adana var tæp 40 stig. Birkir gekk í raðir félagsins á síðasta ári en hafði áður spilað í Noregi, Belgíu, Ítalíu, Sviss, Englandi og Katar. Hann hafði lítinn áhuga á að bæta Tyrklandi við þann lista í upphafi. Birkir Bjarnason með fyrirliðabandið í einum af sínum 110 A-landsleikjum.EPA-EFE/Lavandeira Jr „Þegar ég og kærastan komum hingað fyrst og kíktum á aðstæður leist okkur illa á. Þetta var rétt eftir að við höfðum verið föst á Ítalíu í tvö ár vegna kórónuveirunnar og ég hafði ekkert hitt fjölskylduna allan þann tíma, Tyrkland er langt í burtu og allt mjög frábrugðið því sem maður er vanur. Ég neitaði þess vegna samningstilboði frá liðinu, og gerði það reyndar þrisvar,“ segir landsliðsmaðurinn í viðtalinu við Akureyri.net. „Svo ákváðum við að fara aftur hingað niðureftir. Ég sló á endanum til og er ótrúlega glaður að ég skyldi ákveða að koma hingað,“ bætti hann við. Demirspor endaði í 9. sæti Süper Lig, tyrknesku úrvalsdeildarinnar, á síðustu leiktíð eftir að hafa verið í Evrópubaráttu framan af ári. Hinn hlédrægi Birkir spilaði þar með leikmanni sem elskar sviðsljósið, Ítalanum Mario Balotelli. Hann ber honum vel söguna en þeir höfðu spilað saman áður. „Mér finnst mjög gott að spila með honum. Við náum vel saman enda þekktumst við síðan við spiluðum saman hjá Brescia á Ítalíu um tíma. Auðvitað er svo gott að við tölum báðir ítölsku.“ Birkir í leik gegn Liechtenstein.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Birkir er samningsbundinn Adana út næsta tímabil og stefnir á að njóta tímabilsins og lífsins í Tyrklandi næstu mánuði. „Ég er kominn á þann aldur að ég reyni að njóta í botn. Maður veit aldrei hvað maður getur verið lengi að og ég ætlaði því að njóta þess að spila fótbolta eins lengi og ég get,“ sagði hann að lokum en viðtal Birkis á Akureyri.net má finna hér. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Birkir var í ítarlegu viðtali við staðarmiðilinn Akureyri.net á dögunum. Þessi fjölhæfi miðjumaður er uppalinn á Akureyri en flutti ungur að árum til Noregs. Hann hefur komið víða við á áhugaveðrum ferli en spilar í dag með Adana Demirspor í tyrknesku úrvalsdeildinni. Borgin Adana er staðsett fyrir botni Miðjarðarhafs, rétt tæpum 850 kílómetrum frá Istanbúl en þar æfði liðið á dögunum þar sem hitinn í Adana var tæp 40 stig. Birkir gekk í raðir félagsins á síðasta ári en hafði áður spilað í Noregi, Belgíu, Ítalíu, Sviss, Englandi og Katar. Hann hafði lítinn áhuga á að bæta Tyrklandi við þann lista í upphafi. Birkir Bjarnason með fyrirliðabandið í einum af sínum 110 A-landsleikjum.EPA-EFE/Lavandeira Jr „Þegar ég og kærastan komum hingað fyrst og kíktum á aðstæður leist okkur illa á. Þetta var rétt eftir að við höfðum verið föst á Ítalíu í tvö ár vegna kórónuveirunnar og ég hafði ekkert hitt fjölskylduna allan þann tíma, Tyrkland er langt í burtu og allt mjög frábrugðið því sem maður er vanur. Ég neitaði þess vegna samningstilboði frá liðinu, og gerði það reyndar þrisvar,“ segir landsliðsmaðurinn í viðtalinu við Akureyri.net. „Svo ákváðum við að fara aftur hingað niðureftir. Ég sló á endanum til og er ótrúlega glaður að ég skyldi ákveða að koma hingað,“ bætti hann við. Demirspor endaði í 9. sæti Süper Lig, tyrknesku úrvalsdeildarinnar, á síðustu leiktíð eftir að hafa verið í Evrópubaráttu framan af ári. Hinn hlédrægi Birkir spilaði þar með leikmanni sem elskar sviðsljósið, Ítalanum Mario Balotelli. Hann ber honum vel söguna en þeir höfðu spilað saman áður. „Mér finnst mjög gott að spila með honum. Við náum vel saman enda þekktumst við síðan við spiluðum saman hjá Brescia á Ítalíu um tíma. Auðvitað er svo gott að við tölum báðir ítölsku.“ Birkir í leik gegn Liechtenstein.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Birkir er samningsbundinn Adana út næsta tímabil og stefnir á að njóta tímabilsins og lífsins í Tyrklandi næstu mánuði. „Ég er kominn á þann aldur að ég reyni að njóta í botn. Maður veit aldrei hvað maður getur verið lengi að og ég ætlaði því að njóta þess að spila fótbolta eins lengi og ég get,“ sagði hann að lokum en viðtal Birkis á Akureyri.net má finna hér.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Fótbolti Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Körfubolti Fleiri fréttir Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Sjá meira