Dæmdur úr leik fyrir þjófstart þó hann hafi ekki þjófstartað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 11:31 Devon Allen vísað úr keppni eftir að „þjófstarta.“ EPA-EFE/John G. Mabanglo Bandaríkjamenn unnu fjöldan allan af verðlaunum á HM í frjálsum íþróttum á þriðja degi mótsins sem nú fer fram í Eugene í Bandaríkjunum. Það var þó ekki það sem var helst rætt um eftir dag þrjú en grindahlauparinn Devon Allen stal fyrirsögnunum. Allen átti þá að hlaupa í úrslitum 110 metra grindarhlaups karla. Hinn 27 ára gamli Allen ætlar að reyna fyrir sér í NFL-deildinni nú í haust og átti þetta að vera hans síðasta grindarhlaup á ferlinum. Hann fékk þó aldrei að reyna við heimsmeistaratitilinn þar sem hann þjófstartaði og var dæmdur úr leik. Allen, sem átti besta tíma ársins og jafnframt þriðja besta tíma sögunnar í greininni, fór þó ekki af stað fyrr en eftir að skotið var úr byssunni. Á vefnum Silfrið.is - þar sem farið er yfir það helsta sem gerist í heimi frjálsra íþrótta - kemur fram að Allen hafi brugðist við 99 þúsundústu úr sekúndu eftir að skotið reið af, samkvæmt reglubókinni er það þjófstart. Devon Allen SHOULD NOT HAVE BEEN DISQUALIFIED. He didn t jump the gun. He didn t flinch.He got punished for being TOO FAST. Watch for yourself. pic.twitter.com/03xd3S3JHm— Robert Griffin III (@RGIII) July 18, 2022 Árið 1991 var ákveðið að bregðist spretthlaupari við byssuskotinu sem á að hefja spretthlaup hraðar en tíunda hluta úr sekúndu skuli þjófstart vera dæmt og hlauparinn dæmdur úr leik. Var það gert og Allan endaði feril sinn sem grindahlaupari ekki sem heimsmeistari heldur að horfa á landa sína Grant Holloway og Trey Cunningham koma fyrsta í mark. Á vef Silfursins má finna ítarlegi umfjöllun um málið sem og regluverk spretthlaupa. Þar kemur fram að rannsókn á vegum Alþjóðaíþróttasambandsins frá árinu 2009 hafi leitt til þess að mælt var með að færa löglegan viðbragðstíma spretthlaupara niður í 0,080 eða 0,085 sekúndur. Eða þá að hætt yrði að dæma þjófstart út frá sjálfvirkum mælingum og notast eingöngu við myndbandsupptökur. Þrátt fyrir það stendur 0,100 sekúndna viðmiðið enn óhaggað og Allen fékk að súpa seyðið af því. Devon Allen allt annað en sáttur með dóminn.EPA-EFE/John G. Mabanglo Frjálsar íþróttir Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Allen átti þá að hlaupa í úrslitum 110 metra grindarhlaups karla. Hinn 27 ára gamli Allen ætlar að reyna fyrir sér í NFL-deildinni nú í haust og átti þetta að vera hans síðasta grindarhlaup á ferlinum. Hann fékk þó aldrei að reyna við heimsmeistaratitilinn þar sem hann þjófstartaði og var dæmdur úr leik. Allen, sem átti besta tíma ársins og jafnframt þriðja besta tíma sögunnar í greininni, fór þó ekki af stað fyrr en eftir að skotið var úr byssunni. Á vefnum Silfrið.is - þar sem farið er yfir það helsta sem gerist í heimi frjálsra íþrótta - kemur fram að Allen hafi brugðist við 99 þúsundústu úr sekúndu eftir að skotið reið af, samkvæmt reglubókinni er það þjófstart. Devon Allen SHOULD NOT HAVE BEEN DISQUALIFIED. He didn t jump the gun. He didn t flinch.He got punished for being TOO FAST. Watch for yourself. pic.twitter.com/03xd3S3JHm— Robert Griffin III (@RGIII) July 18, 2022 Árið 1991 var ákveðið að bregðist spretthlaupari við byssuskotinu sem á að hefja spretthlaup hraðar en tíunda hluta úr sekúndu skuli þjófstart vera dæmt og hlauparinn dæmdur úr leik. Var það gert og Allan endaði feril sinn sem grindahlaupari ekki sem heimsmeistari heldur að horfa á landa sína Grant Holloway og Trey Cunningham koma fyrsta í mark. Á vef Silfursins má finna ítarlegi umfjöllun um málið sem og regluverk spretthlaupa. Þar kemur fram að rannsókn á vegum Alþjóðaíþróttasambandsins frá árinu 2009 hafi leitt til þess að mælt var með að færa löglegan viðbragðstíma spretthlaupara niður í 0,080 eða 0,085 sekúndur. Eða þá að hætt yrði að dæma þjófstart út frá sjálfvirkum mælingum og notast eingöngu við myndbandsupptökur. Þrátt fyrir það stendur 0,100 sekúndna viðmiðið enn óhaggað og Allen fékk að súpa seyðið af því. Devon Allen allt annað en sáttur með dóminn.EPA-EFE/John G. Mabanglo
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Fleiri fréttir Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð